Mér þykir alltaf jafn ótrúlegt(og leiðinlegt) þegar fólk stendur fast á því að Metall yfir höfuð sé ekkert annað en öskur og misþyrming á hljóðfærum…án þess að hafa hlustað eitthvað almennilega. Fólki dettur kannski Dimmu Borgir helst í hug þegar nefndur er Black Metall og tengir það ósjálfrátt við öskur og bara almennt léleg tónlist, en eins og fólk með viti veit er þetta ekki satt. Nóg er að nefna Kings of The Carnival Creation sem mjög gott lag, en ekki misskilja mig, ég er ekkert að fíla Dimmu Borgir í botn, ég er bara að benda á það að fólk á það til að alhæfa. Ég er sjálfur sekur um það en reyni að hemja mig. En ef við förum eitthvað út í það þá er Puritanical Euphoric Misanthropia langtum besti diskur Dimmu Borga…en það skiptir ekki máli. En jæja, ég er kominn langt út fyrir efnið. Inn á milli laga leynast gullmolar sem bera nafnið ‘Instrumental lög’ og fólk er almennt að fíla þau mikið betur heldur en þessi ‘venjulegu lög’. Og þá er ég að tala um fólk sem þolir ekki metal en getur samt fílað ljúfa tóna Opeth t.d. … þetta er eiginlega ekkert að meika sens hjá mér en ég bara vona að þið fattið hvað ég meina.

Ákvað að skella saman smá lista yfir mín uppáhalds instrumental metal lög, ef þið vitið um einhver fleiri góð þá skuluði endilega skella þeim hingað inn.


Opeth - Silhoutte

In Flames - Whoracle

In Flames - The Jester Race

In Flames - Timeless

Dark Tranquillity - Ex Nihlo

Dimmu Borgir - Perfection or Vanity

The Haunted - Dark Intentions

Fear Factory - What Ever


Man ekki eftir fleirum í bili…


BudIce
Admin@hp since 26. june 2003 - 10:25