Testament er ein af mínum uppáhalds hljómsveitum og ég hvet alla sem ekki hafa heyrt í þeim að nálgast þá strax! Þetta er einfaldlega frábær Thrash metall, alveg eins og hann gerist bestur. Þið getið kynnt ykkur sögu þeirra á eftirfarandi link en það var hann Hangover sem skrifaði þessa grein. http://www.hugi.is/metall/articles.php?page=view&contentId=1229530
Einnig er hér önnur gagnrýni eftir mig á disknum The Gathering með Testament. http://www.hugi.is/metall/articles.php?page=view&contentId=1668140#1694730
Á þessum disk skipar Testament þeim:
Chuck Billy-söngur
Eric Petersen-Rythm&lead guitar
Alex Skolnick-Lead&rythm guitar
Louie Clemente-trommur
Greg Christian-bassi
Þessi diskur var gefinn út árið 1989 og er hann sá 4. í röðinni af 16
1. Practice What You Preach: Fyrsta lagið á disknum byrjar með ágætum. Byrjar á glæsilegum gítarriffum og flottri bassalínu undir. Söngur Chuck’s kemur svo inn í. Viðlagið er mjög flott, kraftmikill söngur og með gríðarlega kraftmiklum bakröddum sem er svo einkennandi fyrir þennan disk. Fyrsta sólóið lét ekki bíða lengi eftir sér, nokkuð hratt og langt. Alveg dæmigert Testament sóló, hratt, ekki of langt, ekki of stutt, með hetjulegu ívafi og alveg stórglæsilegt sóló. Sólóið “feidar (fade)” svo í nokkrar sekóndur út. Þá er eins og lagið byrji nokkurn veginn aftur, bara öðruvísi og lagið klárast. Þetta er bara mjög þétt og glæsilegt lag finnst mér. Hljóðið er svona nett hrátt á þessum disk miðað við seinni útgáfur, enda er diskurinn tekinn upp árið 1989. Diskurinn byrjar bara mjög vel og gef ég þessu lagi 9/10 og stendur sólóið upp úr.
2. Perilous Nation: Lagið byrja á bassaplokki og koma þá trommurnar inn í, gítarinn fylgir svo eftir. Flott byrjunarriff og góður taktur í upphafi. Fyrsta versið er flott, Chuck kemur inn, en eftir fyrsta vers kemur gítarstef sem ég er ekki alveg nógu sáttur með. Viðlagið finnst mér vera frekar dauft en nær eiginlega að redda sér í lokin. Þetta lag er ekki alveg að virka á mig, en er samt allt í lagi. Sólóið kemur inn, með miklum hraða, upp og niður hálsinn á gítarnum nokkrum sinnum og finnst mér sólóið vera mun betra en lagið, eins undarlega og það hljómar. Það er kraftur í þessu lagi, en í viðlaginu finnst mér vanta þennan auka kraft, eitthvað sem eykur tempóið hærra. Lagið endar svo á öðru sólói og “feidar” lagið út. Ágætis lag, en ekki lag sem mér finnst standa upp úr. Gef laginu 7/10.
3. Envy Life: Lagið byrjar á rosalega töff og þéttu riffi og “ropið” sem kemur frá Chuck er frábært. Mjög góð byrjun á þessu lagi. Fyrsta versið er töff, og viðlagið ekkert verra. Söngur Chuck’s er mjög góður, erfitt að lýsa því hversu góður söngurinn mér finnst hann vera! Flottur texti í laginu: “Have you lost your mind, the dark souls of time, ending life, ending life”. Bakraddirnar minna mann svolítið á Manowar, vóóóooó, ekki séns að ég geti lýst þessu hér. Fínt sóló í laginu en ekki alveg eins gott og í hinum tveim lögunum. Góður taktur í þessu lagi en söngurinn er “outstanding”. Finnst þetta mjög gott lag og gef því 8/10
4. Time Is Coming: Æji, var ekki bara hægt að sleppa þessu lagi? Byrjar eins og gott lag sé í vændum, flott riff og góður taktur, hratt, en viðlagið eyðileggur þetta að mínu mati. “The time is coming” setningin í viðlaginu fer ægilega mikið í taugarnar á mér, finnst það hreinlega eyðileggja lagið. Söngurinn er mjög kraftmikill, en er eins og sprungin blaðra í viðlaginu og passar ekki við! En gítarriffið sem kemur á milli er mjög gott og vel samið, þétt og kraftmikið eins og svo oft áður (er örugglega búinn að nauðga þessu orði). Sólóið er fínt, en nær ekki að “bjarga laginu”. Þessu lagi verð ég að gefa 6/10. En ef þetta viðlag væri gott, að þá fengi það sennilega um 8. En þetta viðlag er lélegt, og gallinn er líka sá að þessi setning “The time is coming” kemur ekki einu sinni ekki tvisvar, heldur allavegna svona 10 sinnum í laginu. Get einfaldlega ekki gefið þessu lagi hærra þrátt fyrir nokkra góða parta í laginu.
5. Blessed On Contempt: Þetta lag byrjar á þungu og töff gítarriffi ásamt góðum trommuslátti. Riffið sem kemur eftir það er þvílíkt hratt, og takturinn einnig, greinilega allt sett í botn hér. Byrjar glæsilega þetta lag. Söngurinn er ekkert verri heldur og textinn flottur. Röddin í Chuck er frábær í þessu lagi og í viðlaginu gefur hann ekkert eftir. Í viðlaginu koma aftur þessar einkennandi bakraddir með miklum krafti alveg eins og í Practice what you preach laginu. Trommurnar eru mjög góðar í þessu lagi, og finnst mér þetta í fyrsta sinn sem trommarinn sýnir virkilega hvað hann getur þarna. Það er gífurlegur kraftur í þessu lagi, bassinn, gítarinn, sólóið auðvitað líka, söngurinn og trommurnar allt mjög gott. Með þeim betri á þessum disk og gef því 9/10.
6. Greenhouse Effect: Og áfram halda þeir í gæðunum. Þetta lag heldur kraftinum gangandi á disknum og gott betur en það í þessu lagi. Chuck heldur áfram að sýna færni sýna. Viðlagið er geðveikt flott og aftur heyum við í þessum kröftugu bakröddum, viðlagið er einfaldlega frábært. Sólóið kemur einhvern veginn úr leifunum af viðlaginu og þeir eru ekkert að spara það, gott sóló, hratt eins og alltaf. Þetta lag er alveg frábært í alla staði og ég get ekki gefið þessu lagi minna en 9/10. Þeir sko sannarlega risu eftir hið slaka lag “Time is coming” með tveim frábærum lögum, og toppurinn enn eftir!
7. Sins Of Omission: Lagið byrjar á glæsilegur og hröðu plokki sem færist svo út í dúndur riff. Þeir eru meistarar! Riffið í þessu lagi er svo ótrulega flott að orð fá því ekki lýst. Söngurinn er ekki verri en gítarinn í þessu lagi, stórkostlegur, sönglína er svo flott! Viðlagið er magnað, frábært í alla staði, flottur texti. “False, sense of pride, satisfies, there’s no reason for suicide”. Textinn rýmar svo frábærlega í sönglínunni. Sólóið er gott, eins og alltaf, þessir menn get örugglega ekki gert léleg sóló! Orð fá ekki lýst ánægju minni á þessu lagi, og ég nenni ekki að eyða plássi með endalaust mikið af lýsingarorðum um gæði þessa lags, og gef þessu lagi 10/10.
8. The Ballad: Það eru mörgum sem finnst Fade To Black vera ein flottasta ballaða sem þeir/þær hafa heyrt, en það er alveg örugglega áður en þeir/þær heyrðu þetta lag. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta ballaða, og engin smá smíði. Þetta var fyrsta lagið sem ég heyrði með Testament og ég vona að það verði það sama um einhver ykkar líka, því þetta er frábært lag. Lagið byrjar á flottu kassagítars plokki, frá bæði Eric og Alex. Mjög flott plokk í byrjun. Mjög flott byrjun, svo stoppar það, og þeir færa sig yfir í rafmagnsgítarsplokkið (fann ekki neitt orð en…) og trommurnar koma inn í. Söngur Chuck’s er stórkostlegur í þessu lagi. Þetta lag er svo ótrúlega flott, róleg og gífurlega falleg ballaða. Þetta er sko lag sem fær hárin til að rísa. Það fá örugglega allir gæsahúð við að heyra þetta lag. Textinn er mjög góður líka, dæmi: “I pray to see another day, my heart’s feeling like a needle lost in a hey, restrained to meet again, my friend do you think that we ever will, I know we are free….” Þetta er bara lítið dæmi úr fyrsta versinu, getið skoðað allan textann á heimasíðunni þeirra (kem með slóðina á eftir). Rólega sólóið er yndislega flott, orð fá varla því lýst, að því loknu auka þeir hraðann, og setja mikinn kraft í þetta, en setja ekki á fullan hraða strax, en auka hann seinna. Kaflinn sem kemur er svo ótrúlega flottur kafli í laginu, söngurinn ómætstæðilegur, “What’s done is done so do as you will”. Mikill kraftur og sólóið er ótrúlega flott. Melódískt og hratt, glæsilegt sóló með öllu tilheyrandi, trommurnar mjög góðar líka og það er bara enginn galli á þessu lagi. Þetta er lang flottasta ballaða sem ég hef heyrt, og þú lesandi góður, þið megið ekki láta þetta lag framhjá ykkur fara (ekki það að lagið sé eitthvað á leiðinni burt, en drýfið ykkur samt!). Aftur gef ég lagi 10/10 því það er ekki annað hægt með þetta lag, með lag þar sem allt er fullkomið og nákvæmlega enginn galli!
9. Nightmare (Coming Bakc To You): Jæja, aðeins að jafna sig á þessari tilfinningaþrungu lagi og halda áfram. Þetta lag byrjar af miklum krafti og þeir byrja strax, viðlagið er skemmtilegt og gott. “Don’t wanna die, just wanna live” Tempóið í þessu lagi er rosalegt, bara rétt strax eftir að lagið er byrjað kemur viðlagið! Þetta er þrusugott lag og mikill kraftur í því. Þetta er styðsta lagið á disknum, aðeins 2:20. Gef laginu 8/10
10. Confusion Fusion: Þetta er eina intrumental lagið á þessum disk og finnst mér eins og nafnið sé bara gott grín, Confusion Fusion, rýmar en meikar eiginlega ekkert sense. Þetta er ágætis lag, fínt lag til að enda svona dúndur disk á. Eins og mörg instrumental lög er þetta eiginlega bara allt sama stefið aftur og aftur, lítil breyting á milli. Eiginlega ekki mikið um þetta lag að segja. Gef laginu 7/10.
Eins og gefur til kynna á einkunnunum sem ég gef lögunum að þá er ég að fýla þennan disk í botn. Þetta er einn af mínum uppáhalds diskum og ég mæli eindregið með þessum disk. Þessi gömlu diskar með Testament fást ekki í Skífunni og ég fann þá allavegna ekki í Geisladiskabúð Valda í sumar. Ég hef ekki hugmynd um hvar á að fá þá en ég keypti þennan í Bretlandi.
Ég þakka lesninguna og vona að þið hafið haft gaman af. Endilega bendið mér á hvað mætti betur fara og svona.
Hér er slóðin á heimasíðuna þeirra: www.testamentlegions.com
Undirskriftin mín