Þar sem það eru allir a væla yfir að það komi ekkert inn á þetta áhugamál nema
Metallica og Iron Maiden greinar og korkar ákvað ég að koma með grein um diskinn
Slipknot með Slipknot, A.K.A. S/T. og pínu info um hljómsveitarmeðlimina.
Hljómsveitin eins og hún er í dag er skipuð af 9 meðlimum og hafa þeir allir
númer innan hljómsveitarinnar:
#0 - Sidney George Wilson A.K.A. Sid Wilson - Plötusnúður (DJ)
#1 - Nathan Jonas Jordison A.K.A. Joey Jordison - Trommur
#2 - Paul Dedrick Gray A.K.A. Paul Gray - Bassi
#3 - Christopher Fehn A.K.A. Chris Fehn - slagverk
#4 - James Root A.K.A. Jim Root - Gítar
#5 - Craig Jones A.K.A. 133 - Sýnatökumaður og Hljómborð (sampler & keyboards)
#6 - Michael Shawn Crahan A.K.A. Shawn Crahan - Slagverk
#7 - Mickael Thomson A.K.A. Mick Thomson - Gítar
#8 - Corey Taylor - Söngur
Diskurinn Slipknot var gefinn út af Roadrunner Records 29 Júní, 1999. Maður að nafni Josh Brainard spilaði á Rythm
gítar mest allt á disknum en var svo skipt út fyrir James Root.
Diskurinn var fyrst gefinn út með lögunum Frail Limb Nursery og Purity nr 8 og 9 en var diskurinn svo gefinn
út í nýrri útgáfu án þessara laga og í staðinn var lagið Me Inside sett inn. Hér fyrir neðan er svo laga listinn
og smávegis um lögin:
1. 742617000027
Þetta er introið á disknum og má heyra rödd segja oft og mörgum sinnum “The whole thing I think, is sick”
sem er tekið úr heimildamynd um Charles Manson og er þetta sett saman af Craig Jones. Titill “lagsins” er
barcode-ið á Mate. Feed. Kill. Repeat. disk Slipknot.
2. (sic)
Sic er víst skammstöfun á “Said In Contact” sem Slipknot tóku að sér from some place ef svo má orða það.
Öskrið í byrjun lagsins sme segjir “Here come's the pain” er úr Carlito's Way með Al Pacino. Craig Jones mixaði
þetta inn.
3. Eyeless
Þetta lag er víst um föður Corey Taylor, en hann hitti aldrei föður sinn. Það má nefna að hann er með kínverkst
tákn tattoo-að á hálsinn á sér og þýðir það föður útaf þessari sömu ástæðu. Setningin “You can't see California
without Marlon Brando's eyes” er eitthvað sem þeir pickuðu upp þegar þeir voru í New York að skrifa undir plötusamning
við Roadrunner Records þegar það var geðveikur maður hlaupandi út um allt öskrandi þetta á allt og alla.
4. Þetta er eitt vinsælasta lag Slipknot og þekkja þetta lag flestir með þeim ásamt Duality sem er á
Vol 3 (subliminal Verses). Þetta lag er um gaur sem dreymir alltaf sama drauminn að hann liggi í baðkari með
skorið á úlnliðina og er að blæða út og svo einn daginn vaknar hann og þá er draumurinn orðinn að veruleika og hann
er að reyna að sofna tilað vakna og allt verði venjulegt aftur.
5. Surfacing
Á tónleikum segjir Corey oft þegar þetta lag erað byrja “This is the new national fucking anthem” sem þýðir
eiginlega bara “Þetta er nýji þjóðsöngurinn” og hefur það sýna merkingu því textinn
“Fuck it all, Fuck this world, Fuck everything that you stand for, don't belong, don't exist, don't give a shit, don't ever judge me”
segjir sig sjálft. Ég ætla ekki að fara út í að þýða þetta því það væri bara asnalegt. Paul Grey útskýrði þetta lag
sem skilaboð til krakka að ekki hafa áhyggjur af að fólk dæmi þá og að þeir ættu að hætta að hugsa bara um aðra
og hugsa bara um sjálfa sig, og að standa fyrir því sem þeir trúa á. Byrjunin á laginu er ekki sett saman af Craig eins og
margir halda heldur Mick á gítarnum.
6. Spit it out
Í þessu lagi er sungið mjög hratt og er oft erfitt að skilja hvað Corey er að segja. Þetta lag var samið í hefnd við einstaklinga
sem unnu á útvarpsstöð í Des Moines, Iowa því þeir voru með skítkast í krakka. Þessir einstaklingar unnu hart að því
að Slipknot yrðu ekki spilaðir í útvarpi.
7. Tattered and Torn
Lagið er um manneskju sem meiðir sjálfa sig og felur sig frá hlutunum sem lætur hana finna til
8. Me Inside
Það eru 2 meintar merkingar á þessu lagi, önnur er að einhver manneskja er komin með nóg af annari manneskju og
gerir eitthvað sem hann hefur ekki viljað að gera. Hin er að lagið sé um reiði Corey og að hann þoli ekki þegar
einhver er að hæðast að honum.
9. Liberate
Lagið er að mínu mati um einhver strák sem lendir í einelti og tekur króka til að reyna að forðast gaurana sem
myndu berja hann ef þeir sæju hann.
10. Prosthetics
Lagið er lauslega byggt á mynd frá frá 1965 sem heitir The Collector og er um gaur sem rænir stelpu og “bætir henni
í safnið sitt” en Slipknot fara aðeins lengra með það og í enda lagsins þá er gaurinn að nauðga henni og drepa hana.
11. No life
Þetta lag er um að allir séu fávitar og þú hafir bara þig og þitt frelsi, allir eiga eftir að snúast gegn þér
og þú stendur bara einn og enginn mun hjálpa þér
12. Diluted
Lagið er eiginlega um mann sem á við mörg vandamál að stríða og getur ekki haldið áfram að lifa. Hljóðbrotið í
laginu sem segjir tvisvar í röð “I haven't got time for the living” er úr myndinni Dellamorte Dellamore
(Cemetery Man - USA)
13. Only One
Meining lagsins er að Corey er pirraður útí einhvern fávita sem hefur verið að tala mjög illa um hann. Hann
er ekki aðeins pirraður heldur ætlar hann að finna þennan fávita og brjóta á honum hausinn.
14. Scissors
Joey samdi textann við þetta lag og er það frekar blurry um hvað það er. Það er til gömul útgáfa af þessu lagi
sem heitir Heartache & a pair of Scissors og er mjög svipað og þetta.
Þetta er snilldar diskur og er mikið hrárri og harðari en nýja stuffin og gef ég þessum disk ****1/2 af *****
Btw. það eru til 3 útgáfur af þessum disk (fyrir utan eitthvað import dót) en ég setti bara inn basic lögin.
Og ef það eru einhverja stafsetningarvillur þá er mér alveg sama… :) ;D
Kv. Rafigi
“Thierry Henry er eins og vel slípaður sportbíll” - Hemmi Gunn, Arsenal vs. Juventus ‘05 -’06