Þessa umsögn skrifaði ég fyrir nokkrum árum, þegar þessi plata kom út. Eins og menn hérna hafa eflaust tekið eftir, þá finnst mér þónokkuð til þessarar sveitar koma, og hefur nýjasta afurð þeirra, 11 Dreams slegið rækilega í gegn hjá mér. Everblack hins vegar kom út 2 árum áður og er næst í röðinni á undan 11 Dreams. Alveg frábær plata.

Siggi pönk skrifaði einnig umsögn um þessa plötu, og er hægt að kíkja á hana hérna: http://www.hardkjarni.com/review/plotudomur.php?n_id=466

Mercenary - Everblack
[Hammearheart Records] 2002
Útgáfudagur: 11. mars 2002
http://www.mercenary.dk
http://www.hammerheart.com
http://www.centurymedia.de

Það er hljómsveit ein með búsetur hérna í Álaborg þar sem ég bý sem heitir Mercenary. Þessi sveit spilar melódískt, en jafnframt brútalt death metal, með bæði brutal death söngvara og clean söngvara. Þessi sveit er að fara að gefa út sína aðra plötu núna 11. mars og hef ég verið þess heiðurs ánjótandi að hafa haft promo af þessari plötu í nokkurn tíma.

Tónlistin frá þessu bandi er einfaldlega frábær. Þetta er band sem mér finnst vera að komast í hóp þeirra allra bestu í þessum geira. Þeir spila á tímum virkilega þungt death metal með virkilega þungu gítarsándi (Machine Head, The Haunted) en flengja fullt af alveg hrikalega grípandi melódíum inn í mixið (Nevermore). Stundum er engu líkara en að hér væri um samsuðuprojekt milli Iron Maiden og The Haunted (if that makes any sense).

Ein sterkasta hliðin á bandinu er að mínu mati söngurinn. Söngvararnir syngja bæði til skiptis og einnig saman í nokkrum lögum og þeir ná alveg ótrúlega vel saman, með mjög flottum samhljóm. Í raun alveg eins og um einn söngvara væri að ræða. Hlustið bara á ?Darkspeed? og ?Bloodrush? til að heyra það. Everblack er önnur plata drengjanna í fullri lengd, en fyrsta platan með clean söngvara. Einnig bættu þeir við hljómborðsleikara fyrir þessa plötu, sem passar mjög vel inn í án þess að vera áberandi. Þótt þessi plata sé mjög melódísk, er hún jafnframt virkilega brútal.

Clean söngvarinn, Mikkel S. Pedersen, er algjör hvalreki fyrir sveitina. Þessi söngvari er frekar ungur og á bara eftir að verða betri. Reyndar minnir hann mig um mikið á Warrel Dane í Nevermore, hvað varðar að geta bæði sungið ultra hreint, og sett svo auka brutal kraft í sína hreinu rödd þegar á við. Sjá ?Seize the Night?. Strákurinn er auk þess afburða gítarleikari þótt hann spili ekki á gítar í Mercenary, en það gerir hann í sveitinni Low Down, jafnframt að syngja. Low Down er Progressive Metal sveit og er mjög efnileg. Brútal söngvarinn, Kral, er einnig mjög fjölbreyttur, syngur bæði með virkilega hrárri brutal rödd, og getur svo mildað röddina inn á milli og ?sungið?. Hljóðfæraleikur er allur með miklum ágætum. Gítarleikarinn, Signar, er mjög teknískur og hæfileikamaður mikill. Trommarinn er einnig mjög traustur. Hljómurinn er frábær, platan er próduceruð af Jacob Hansen í Aabenraa studios í Danmörku, sem hefur getið sér góðs orðs sem próducer og verið við stjórnvölinn á ófárri gæðaplötunni.

Þessi plata er svo heilsteypt að það er erfitt að benda á einhverja hluti sem standa uppúr… Eitt er víst að Mercenary eiga eftir að vera eitt af stóru nöfnunum í bransanum í náinni framtíð.

Highlight á plötunni (erfitt að velja þar sem öll lögin eru í það minnsta mjög góð):
Fyrir melódíkina: Seize the Night, Screaming for the Heavens, Rescue Me
Fyrir brutalinn: Dead.com, Darkspead, Bloodrush

Einkunn: 9,5/10
Resting Mind concerts