Rob Zombie Já þessi snilldar maður; Rob Zombie hefur þann stórkostlega hæfileika að gera þessi frábærlega sýrðu og skemmtilegu lög. Hvað er hann? Metal boogie!!

Já hann hefur þetta sérstaka áhugamál, gamlar hryllingsmyndir og fleira skemmtilegt og gerði meðal annars myndina A House of 1.000 corpses. Tónlistin hans er ekki eitthvað sem maður heyrir á hverjum degi þar sem hann notar allskonar background sounds til að boosta upp lögin sín og gera þau mjög merkileg.

Rob Zombie hefur þessa einstöku rödd, hrjúfa og sterka sem gerir tónlistina stórkostlega. Hann er maður sem þarf ekki að öskra til að gefa röddinni smá boost. Hann er bara með það meðfætt að hafa góða rödd og getur gert lögin sín bæði að taktgóðum og nokkuð góðum partílögum. En það er bara mitt mat.

Kvikmyndaást hans sýnir sig oft á heitum laganna, sem eru oft eitthvað í líkingu við: Dragula, How to make a monster og Devil man. Þessi lög benda sterklega á skrímsli Frankeinsteins og Dracula sjálfann.

Allir tónlistarunnendur ættu að kynna sér þennan frábæra tónlistarmann sem er í miklu uppáhaldi hjá mér núna, á eftir '80 poppi:D

Takk fyrir
Indiya