Ég hélt utanum þessa ferð í fyrra, sá um skráningar og að rukka fólk um blingið sitt, og svo borgaði ég Nordic Rock Booking allt saman í einni bunu. Þetta var skemmtileg vinna en töluverð, og krafðist tíma og allnokkurra símahringinga, þ.á.m. nokkurra til Danmerkur. Ég gerði þetta allt með bros á vör í fyrra og borgaði fyrir minn pakka sjálfur eins og aðrir.
Ég var að velta fyrir mér að gera þetta aftur, en var að velta fyrir mér að taka aðeins meira fyrir en það sem þetta kostar frá NRB, enda er einnig kostnaður fyrir hvern og einn að bankayfirfæra peninginn til NRB (þeir eru ekki með Visa), kostar víst eitthvað um 800 kall (NRB þurfa náttúrulega að fá sinn pening, þannig að 800 kallinn er bara auka), eða þá að fólk vindur sér út í banka, kaupir 995 danskar krónur (sem einnig kostar auka) og sendir í bréfi út…
Það voru nokkrir í fyrra sem lögðu þetta til við mig, að ég smyrði á eins og 1000-1500 ofan á verðið, og fyrir vinnuna í kringum þetta gæti það orðið upp úr krafsinu að ég kæmist út frítt, í staðinn fyrir fararstjórnina. Það er engin spurning að ég var hálfgerður fararstjóri þarna í fyrra fyrir Íslendingana, menn að leita til mín hér og þar með spurningar og slíkt.
Verðið á þessum pakka frá NRB, 995 krónur danskar, leggjast út sem 11.330 krónur skv www.oanda.com. Gengi dönsku krónunnar er reyndar í lægð núna gagnvart íslensku krónunni, er um 11,38 (ef maður kaupir danska krónu) núna, en var mjög nálægt 12 krónum í sumar þegar við fórum út.
Spurning hvort að menn myndi sætta sig við að borga 13.000 kall fyrir þennan pakka, miða á Wacken, miða í rútu frá Köben til Wacken og til baka, og bol, en þess má geta að verðið fyrir þetta, án bolsins, var í fyrra 16.200!
Ef maður kaupir sér miða á Wacken sér, kostar hann 79 Evrur á metaltix.com og plús einhverjar 8-10 fyrir sendingarkostnaðinn, s.s. 87-89 Evrur samtals eða um 7.300-7.500. Rútan er þá 5.500-5.700 fram og tilbaka, sem er gjafaverð. Lestin þessa leið er ekki nema 5.600 aðra leiðina! s.s. tvöfalt dýrari…
Hvað segiði um þetta?
Steini
Resting Mind concerts