Arch Enemy - Wages of Sin Ok, ég hef gert nokkrar tilraunir í fortíðinni til að kíkja á þessa hljómsveit sem allar hafa verið fremur neikvæðar, s.s. ekki tónlist fyrir mig.

Svo fyrir nokkrum vikum fór það eins og eldur um sinu um metað viðverustaði mína á netinu, að það væri kvenmaður (Angela Gossow) sestur undir stýri sem söngvari þessarar dauðarokkssveitar, og þá náttúrulega kveiknaði á mínum. Ég dreif mig á heimasíðu sveitarinnar og downloadaði einum fjórum lagabútum af nýju plötunni. Það sem kom mest á óvart var hvernig í ósköpunum kvenmeður gæti rumið út úr sér þvílíkum dauðarokkssöng, eins og maður hingað til hefur eingöngu tengt við karlkyns rymjara.

Annars kveiktu flest þessara lagabúta alvarlega í mér, sérstaklega búturinn við lagið Burning Angel.

Fyrir nokkrum dögum síðan fékk ég svo eintak af plötunni og hef hlustað all nokkrum sinnum á þetta.

Þetta er kröftugt, en jafnframt melódískt dauðarokk (ef það væri ekki melódískt myndi mér eflaust ekki líka við það). Þetta er svona tónlist, þar sem það er alveg augljóst að lagasmíðarnar koma fyrst og krafturinn á eftir. Einnig er dauðarokkssöngur Angelu nokkuð brútall, en alls ekki þannig svo að hann yfirgnæfi eitthvað tónlistina.

Diskurinn er listavel produceraður, þeir sem sjá um það eru Frederik Nordström og Michael Amott og svo er enginn annar en Andy Sneap sem mixar plötuna, en hann produceraði einmitt nýjustu Nevermore plötuna, Dead Heart in a Dead World. Ég hygg einnig að ef þið fílið Nevermore og hafið ekkert á móti dauðarokksrymjun, þá eigið þið góða möguleika á að líka við þessa plötu. Hún er þó á köflun þyngri en Nevermore, en minnir samt óneitanlega á þá.

Einnig ætti fólk að fíla þetta, ef það er að fíla gothenburg metalið, s.s. hljómsveitir eins og In Flames, Dark Tranquility, Opeth og fleiri.

Meðal hápunkta á plötunni eru lögin Burning Angel, Savage Messiah og Snow Bound.

Kíkið á www.archenemy.net fyrir 4 lagabúta af plötunni.

Þorsteinn
Resting Mind concerts