Ég hef tekið eftir því nokkrum sinnum hérna að fólk hefur eitthvað verið að minnast á Hollensku sveitina The Gathering og því datt mér í hug að benda á nokkrar aðrar sveitir sem hljóma ekki ósvipað og eiga það sameiginlegt að skarta kvenmanni í sönghlutverkinu.

Within Temptation - er einnig Hollensk og hefur gefið út tvæir breiðskíkur og eina EP. Frábær hljómsveit. Blandar saman hreinum kvenmannssöng ala The Gathering og svo dynjandi, en þó fremur blíðum Death Metal söng. Ein af þeim hljómsveitum þar sem ég get gúdderað að hlusta á death metal söng og nýt þess. www.within-temptation.com Reyndar er seinni plata þeirra ekki eins þung og sú fyrri, og dauðarokksrymurinn á brott. Engu að síður er sú plata mjög góð.

After Forever - er einnig hollensk, en hér er á ferðinni bráðung en jafnframt bráðefnileg hljómsveit, sem blandar saman rómantík og Black Metal. Meðalaldurinn er ekki nema um 20 árin þeir hafa gefið út eina plötu sem heitir Prison of Desire. Líkt og WT, þá skartar þessi hljómsveit söngkonu og dauðarokks rymjurum (þeir eru tveir). Einnig líkt og WT, þá er þetta svona Beauty and the Beast metal, þar sem falleg rödd söngkonunnar tekst á við harða og ljóta rödd rymjaranna. Prison of Desire er frábær plata og ef þið fílið melódík í black metal skotna metalið ykkar, then this is da shit! www.after-forever.com

Vefsíðan Musical Discoveries gaf þessari plötu hæstu einkunn, með þessari umfjöllun um hljómsveitina: http://www.musicaldiscoveries.com/reviews/aftfor.htm

Nightwish - er finnsk hljómsveit, einnig nokkuð ung að árum, meðlimir hennar eitthvað í kringum 23-25 árin. Þrátt fyrir það hefur sveitin gefið út þrjár breiðskífur, eina EP, allnokkrar smáskífur, DVD disk og live plötu. Nýjasta platan þeirra, Wishmaster, sem kom út í fyrra, fór meira að segja á toppinn (fyrsta sæti) á finnska vinsældalistanum yfir söluhæstu plöturnar, og það þó að Britney Spears og Bon Jovi hafi verið að gefa út plötur á sama tíma. Platan var á toppnum í 2-3 vikur eftir þetta og lækkaði svo flugið hægt og rólega (var í allnokkrar vikur í sætunum nálægt toppnum).

Þó svo að þetta hljómi eins og um eitthvað popp væri að ræða, þá það alls ekki, þó ekki sé hægt að neita því að tónlistin sé e.t.v. örlítið aðgengileg (nokkrar ballöður og slíkt).

Tónlistin sem bandið flytur er sinfónískt, melódískt metal með sópran söngkonu. Jebb, sópran söngkonu! Það sem meira er, þá tók sveitin þátt í finnsku undankeppninni fyrir Eurovision 1999 og lenti í 2. sæti. Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að finnska lagið það árið suckaði big time.

Ég hvet ykkur til að kíkja á tónlistina, þetta er vandað þungarokk! Tóndæmi á www.nightwish.com


Aðrar sveitir í þessum stíl sem ég man eftir:

Theatre of Tragedy
The Sins of Thy Beloved
Lacuna Coil
Tristania

Látum þetta duga
/Þorsteinn
Resting Mind concerts