Ég og nokkrir félagar mínir ákváðum síðasta sumar að skella okkur á Wacken-open-air í þýskalandi.
Fyrir þá sem ekki vita að þá er þetta örugglega stærsta Metal festival í heiminum.
Stærsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að skella mér var sú að ein af mínum uppáhaldshljómsveitum var að spila þarna.
Þetta voru enginn aðrir en snillingarnir í HELLOWEEN
Eftir að hafa beðið spenntur í sirka 1klst fyrir framan sviðið kom Jorn Ellerbrock sem er hljómborðsleikari sem spilar með þeim á tónleikum. Hann byrjaði að spila eitthvað rólegt intró sem var alveg í stíl við margar byrjunir á Helloween plötun.
Eftir smá spil hjá honum birtist Stefan trommari á bakvið settið sitt og byrjaði að slá af öllu afli og þá komu þeir Markus, Weiki og Sacha allir inn á svið þenjandi gítarana á E.
Eftir mikil fagnaðarlæti og margar E-nótur birtist svo Andi deris söngvari inn á sviðið og og þeir byrjuðu að spila Starlight.
Eftir að því lauk byrjuðu þeir að spila Keeper of the seven keys. Það ætlaði allt um koll að keyra þar sem að þetta er örugglega eitt besta meistaraverkið þeirra.
Helloween voru pottþéttir allan tíman, frábær set-listi hjá þeim. Eitt besta live band sem ég veit um.
Svo var búið að tilkynna fyrir tónleikana að það yrði Special guest. Það var svo enginn annar heldur en KAI HANSEN.
Kai spilaði 2lög með þeim. Future world og How many tears.
Bestu tónleikar sem ég hef séð. Það var bara einn galli, þeir fengu svo lítinn tíma.
En að lokum hér er Set-listinn frá tónleikunum en ath hann er ekki í réttri röð.(bara fyrstu 2)
Starlight
Keeper of the seven keys
Eagle fly free
DR.Stein
Hey lord
Power
Sun for the world
If I could fly
Future world(með Kai Hansen)
How many tears(með Kai Hansen)