Iron Maiden - Seventh Son of a Seventh Iron Maiden - Seventh Son of a Seventh Son
Released: April 11th, 1988 :: UK Chart Position: 1

'Seventh Son of a Seventh Son' er vægast sagt stórmerkileg plata. Hún er seinasta plata Maiden á þessum svokölluðu ‘Golden Years’, þó svo að ég trúi nú ekki mikið á það. En hún var líka sjöunda stúdíó plata þeirra og ákváðu þeir þess vegna að gera hana svolítið sérstaka, því talan 7 er einmitt frekar “göldrótt” tala. Gítar og bassa syntharnir eru ennþá þarna síðan á ‘Somewhere in Time’ og verð ég barasta að viðurkenna það að það hljómar örlítið betur núna. Ég las einhversstaðar þessa frábæru.. skilgreiningu (?) á gítarsynthum og Maiden: "For Maiden, guitar synth is like a woman's make-up – if you specifically notice it, then there's too much of it.“ Ég hefði ekki getað orðað það betur sjálfur. En á ‘Seventh Son’ er maskarinn alveg í fullkomnu standi og fá þeir frekar mörg prik fyrir það. En meira um þetta þema sem er á plötunni. Það hafa verið önnur albúm með nokkurskonar þemu, til dæmis ‘Killers’ með sína ”morðingi-í-felum“ þemu, en ‘Seventh Son’ er fyrsta platan með alveg stálheldu þema og sögu sem unfoldast í gegnum plötuna.

Skáldsagan ‘Seventh Son’ eftir Orson Scott Card segir einmitt líka frá sögu sjöunda sonar sjöunda sonar, sem hefur einhverskonar galdrahæfileika. Þar er saga hans sögð frá fæðingu og síðan í genum það hvernig hann áttar sig á kröftum sínum og lærir á þá. En sagan á plötunni er aðeins öðruvísi. Hún byrjar á laginu ‘Moonchild’, þar sem Djöfullinn fer og tjattar mömmu og pabba sonarins til og segir þeim að öll mótstaða sé gagnslaus. Í ‘Infinite Dreams’ þá fær faðirinn einhverjar sýnir sem hann skilur ekki og þær pynta hann eiginlega bara. Hann fer síðan í ‘Can I Play With Madness’ og spyr spámann hvað þær þýði. Svo loksins í ‘The Evil That Men Do’ er sjöundi sonurinn svo getinn og það er gefið til kynna að faðir hans deyji. ‘Seventh Son of a Seventh Son’ segir síðan frá því þegar hann kemur í heiminn og bæði gott og illt reyna að fá hann á sitt band. Hann er svo orðinn aðeins eldri í ‘The Prophecy’ og sér inní framtíðina. Hann sér eitthvað skelfilegt gerast, en enginn hlustar á hann og bærinn eyðileggst bara. Í laginu ‘The Clairvoyant’ er hann svo orðinn spámaður með góða stjórn á kröftum sínum. En kraftar hans eru eiginlega bara of mikið og þeir kaffæra honum að lokum, það er líklega dánarorsök hans. Það er síðan stutt ágrip af þessu öllu saman í laginu ‘Only the Good Die Young’. Maður spyr sig hvort þetta hafi allt verið þess virði og maður er kominn aftur á reit 1.

En það er gaman að segja frá því, að nicknamið hans Martin Birchs á þessari plötu var ‘Disappearing Armchair’. Það átti sér stað atvik í einu hótelherbergi, þegar Dave Murray var að sýna honum allskyns töfrabrögð og hann skildi hvorki upp né niður í þeim. Allt í einu stökk hann síðan upp og sagði: ”Hey, ég kann eitt galdrabragð, það heitir ‘Disappearing Armchair’." Svo tók hann stólinn sem hann sat í og henti honum útum gluggan, af tíundu hæð!


Moonchild (Smith, Dickinson)
Þetta ægilega lag, var tekið upp í einni töku. En það er meira hægt að segja frá því. Textinn er byggður á helgisið sem heitir ‘Liber Samekh’ og var fundinn upp af Aleister Crowley (sem við munum eftir úr laginu ‘Revelations’ af plötunni ‘Piece of Mind’). Þessum helgisið er lýst sem sið beittum af "the Beast" sem á að vera Crowley. En hann notaði hann til að fá betri þekkingi og til að getað spjallað við sinn heilaga Verndara. Þið getið lesið allt um það þarna -> http://www.sacred-texts.com/oto/lib800.htm

En það má kannski líkja þessu lagi örlítið við ‘The Number of the Beast’. En ekki laginu sjálfu, heldur frekar hvernig fólk skilgreindi það. Sumir ofsatrúarmenn, sem vanalega þvertóku fyrir allt sem innihélt nafn Djöfulsins, höfðu samt grafið nokkuð djúpt inní textann og áttað sig á því að hann væri byggður á særingarþulu Crowleys. En óttist ei, það var hálf nauðsynlegt að fjalla um ‘Liber Samkekh’ til að fá réttan anda á plötuna og söguna sem henni fylgir. Það má kannski benda fólki á það að þessir svokölluðu “satanismar” eru ekkert tengdir djöflinum og/eða djöfladýrkun - alvöru satanismar trúa ekki einu sinni á Satan! Þetta er einhverskonar lífstíll sem gengur út á það að átta sig á því að manneskjan er mikilvægari en eitthvað vafasamt goð. Satanismi er í raun mun líkari Búddisma eða Taoisma. Þú getur lesið allt um það inná http://satanism101.com/

En aftur að laginu. Hvað segir það okkur um söguna af Sjöunda Syninum? Jú, The "Bornless One“ er greinilega Djöfullinn, þekktur sem ”Fallen Angel" eða eins og lagið segir, Lucifer. Skondið nok, nafnið Lucifer þýðir í raun ‘Light-Bringer’ og er kristna myndin af Promoteusi, óheppna Risanum sem gerði þau mistök að gefa mönnunum eld, eins og Lúsifer gaf þeim þekkingu. En þeim bar báðum refsað af stjórunum sínum, sem vildu frekar stjórna okkur sem kindalegum öpum, en ekki sjálfstæðum hjúmanbíings. Margir eru nú samt ennþá eins og kindur í girðingu, en þetta er hvorki staður né tími til að ræða það. En The Scarlet Whore sem nefnd er í laginu er einnig Goð sem Crowley fjallaði um. Hún er Babalon, skarlatsrauð kona af Liber AL vel Legis eða Bók laganna ( http://www.hermetic.com/crowley/engccxx.html ). Hún er líka hóra Babylons, sem nefnd er í Opinberunarbók Jóhannesar. Það er kannski ekki alveg augljóst afhverju hún er nefnd hérna, hún er nokkurs konar antitýpa allra mögulegra reynslna sem fást frá girnd og losta, á öllum levelum, líkamlega og andlega. Hún á semsagt bara að gefa, aldrei að taka frá neinum né nokkru. Það er í raun hægt að tala helvíti lengi um hana, en við getum stytt þetta niðrí eitt orð; hún er svona “megahippi”. Bruce fjallaði líka að einhverju leiti um hana á sólóplötunni sinni ‘Chemical Wedding’ (dúndurgóð plata, ég mæli stórkostlega með henni).

En þó svo að Crowley hafi verið frábær rithöfundir skrifaði hann einungis fáar bækur. Hann skrifaði bókina 'Moonchild' 1917 og var hún gefin út 1929. Hún var líklegasta frægasta bók hans. Hún fjallar, að sjálfsögðu, um endalausa bardaga milli Ljóssins og Myrkursins. Ung stúlka er dregin inní rifrildi tveggja manna og verður hún að velja milli þeirra. Í þessari bók skýrir Crowley vel frá Magick. Sem myndi þýðast galldrar eða eitthvað… En hann vill halda því fram að Magick sé vísindaleg staðreynd og sé alveg eins að framkvæma það og að búa til tölvu. En nokkuð sniðugt. Bókaútgáfan hans Crowleys hét Mandrake Press, hún var í London. En staðsetningin skiptir engu, í viðlaginu eigum við að "Hear the Mandrake scream.“ Í gamla daga var mandrake (Mandragora officinalis (í alvöru)) talin einhverskonar galdraplanta. Þessi hjátrú á sér stað að hluta til vegna þess að rótin er klofin og myndar nokkurskonar mann. Það var trúað því að hún yxi undir gálgum og jörðin þar væri frjógvuð af hengdra manna sæði (það er vísindalega sannað að menn (konur eru menn) fá fullnægingu þegar hálsinn snappast í tætlur). En rót þessara plöntu (hún heitir alrúna á íslensku) var notuð til þess að verða ódrepandi, til að finna fjársjóði og sem lukkugripur þegar fólk reyndi að eignast barn. Þegar maður blandaði rótina rétt gat maður búið til ástardrykk. Það er nú búið að komast að því að beiskjuefnin í þessari rót eru mjög sterk og er sterklega mælt gegn notkun þeirra ef menn þjást af einhverskonar hjartasjúkdómum eða ef ólétt kona á í hlut. En þar sem þessi saga er frá miðöldum er mjög líklegt að mamma Sjöunda Sonarins hafi inhale'að þessum rótum á meðan hún var ólett, en ætli það hafi virkilega hjálpað til?

En til að tala aðeins um þennan fyrsta ”kafla" í sögunni, þá erum við hér kynnt fyrir foreldrum Sjöunda Sonarins og er móðir hans miðdepill athyglinnar, hjá Lúsifer allavegana, á meðan Gabríel (erkiengillinn sem barðist við hann) er sofandi, og lætur englana sína berjast fyrir sálu krakkans. Greyið krakkinn virðist hafa verið bölvaður áður en hann fæddist.


Infinite Dreams (Harris)
Þetta frábæra lag heldur áfram með söguna og núna er fyrsti Sjöundi Sonurinn, þe faðir Sjöunda Sonar Sjöunda Sonarins, að dreyma helvíti mikið og oftast nær helvíti leiðinlega drauma. Hann skilur ekkert í þeim og er bara í mikilli kvöl og pínu. Það virðist vera að hann hafi sjálfur sinn aðgang að súperpóvers, þó að hann skilji ekki sýnir og viðvörunardrauma sína. En lagið segir líka frá möguleikunum á lífi eftir dauðann, svipað og seinasta versið í ‘Hallowed by thy Name’.

"There's got to be just more to it than this or tell me why do we exist
I'd like to think that when I die I'd get a chance another time
And to return and live again, reincarnate, play the game
Again and again and again and again
"

En ólíkt ‘Hallowed…’ þeman um tilgang lífsins og spurningunni líf eftir dauðann, þá er stungið uppá endurholgun. En þetta er alveg merkilega flott lag með mörgum flottum riffum og rythma breytingum og alveg frábærum instrúmental kafla, sem og góðum sólóum.


Can I Play With Madness (Smith, Dickinson, Harris)
Þetta allt of stutta lag er vel þekkt í rokk heiminum. Þetta var fyrsta smáskífan sem gefin var út frá SSOASS. Það fjallar um ungan mann sem fer að hitta spámann til að sjá framtíðina. Þessi ungi maður er líklega faðirinn að reyna að fá svör við martröðum sínum. Hann heldur líklega að hann sé að brjálast, þó svo að hann trúi ekki hvað spámaðurinn sé að segja og verður bara ofbeldisfullur. En allt of stutt að mínu mati, ágæt tilbreyting frá öllum alvarleikanum á plötunni (það er svolítið happy-go-go fílingur í því) en sólóin eru alltof stutt.

En á ‘Can I Play With Madness’ smáskífunni voru tvö aukalög. Annað þeirra heitir ‘Black Bart Blues’. Black Bart var upprunalega vasaþjófur í vilta vestrinu. Hann stal frá fólki og skildi ljóð eftir. En dag einn 1983 þegar Maiden voru að keyra í Flórída í topplausum Ford Thunderbird þá keyrðu þeir framhjá bensínstöð. Bruce sá að þar væru einhverskonar brynjur til sölu. Hann sagði þeim að stoppa og fór og keypti eina brynjuna. Þetta er svona gamaldags brynja sem var lítið hægt að nota, en Bruce er náttúrulega skylmingamaður og hefur áhuga á svona drasli og varð bara að kaupa þetta. Steve og Bruce sömdu síðan lag um þetta. Hitt lagið er síðan lagið ‘Massacre’ (Lynott, Gorham, Downey), gamalt Thin Lizzy lag. Það fjallar um the Charge of the Light Brigade, eins og ‘The Trooper’ í Krímistríðinu.



The Evil that Men Do (Smith, Dickinson, Harris)
Titillinn af þessu lagi er tekinn úr bókinni ‘Julius Cæsar’ eftir William Shakespeare. Það er partur af ræðu sem Marcus Antonius heldur fyrir hóp af rómverjum eftir að Sesar var drepinn, þar sem hann er að verja Sesar og illilega, en óbeint, að fordæma Brútus, einn morðingjanna.

"Friends, Romans, country men, lend me your ears; I come to bury Cæsar, not to
praise him. The evil that men do lives after them, the good is oft interred with their
bones; so let it be with Cæsar.

- Julius Cæsar. Act III, Scene 2.

En textinn af þessu lagi er andskoti magnaður. Ljóðrænn og vel skrifaður. Umfjöllunar efnið er svipað og í ‘Infinite Dreams’, talandu um hvað skeði þegar maður deyr. En það er nokkuð erfitt að skilja þennan texta. Þetta er að öllum líkindum faðirinn að segja frá því þegar Sjöundi Sonur hans var getinn, en með hverjum er ekki alveg skýrt. ”Slaughter of Innocence“ gæti verið tilvísun í það þegar einhver missir meydómin, en hver?

Það er hinsvegar alveg ljóst að karakterinn er ástfanginn af konu (”I would bleed for her“) og frekar líklegt að hann hafi ekki hitt hana lengi (”If only I could see her now"). Restinn gæti verið tilbendingar til þess að hann sé að fara að fremja sjálfsmorð. Eða jafnvel sé bara dáinn. En það kom líka út smáskífa með þessu lagi, þar voru einnig endurútgáfur af lögunum ‘Prowler’ og ‘Charlotte the Harlot’.


Seventh Son of a Seventh Son (Harris)
Þetta er svo ótrúlega frábært lag að ég missi nánast saur yfir því. Byggt á skáldsögunni ‘Seventh Son’ eftir Orson Scott Card og einnig fjallar lagið um fæðingu Sjöunda Sonar Sjöunda Sonarins (þetta fer að verða pirrandi…). Bæði gott og slæmt reyna að fá krakkann á sitt band og nota kraftana sem hann veit ekki einu sinni af. Heilun (Healing) og skyggni eru aðalkraftar hans, en það er líka möguleiki á því að framtíð hans hafi núþegar verið skrifuð niður: "So it shall be written, so it shall be done." Þetta lag er alveg ótrúlega flott, flókið með mörgum frábærum rythma skiptingum. Trommurnar eru sérstaklega flottar og sýnir þetta lag vel hversu ógeðslega góður Nicko McBrain er. Seinni helmingurinn af laginu er bara tónlistarleg snilld sem byrjar rólega og byggir sig síðan upp og springur. Hrottalega flott lag.


The Prophecy (Murray, Harris)
Þetta frábæra lag heldur áfram með söguna og núna er Sjöundi Sonurinn orðinn unglingur. Einhverstaðar las ég að hann héti Alvin, en ég veit ekkert hvaðan það kom en ætlað samt að nota það nafn, svona þægilegra. En já, hann sér það að einhvern tímann í framtíðinni á bærinn sem hann býr í eftir að fara í rúst. Það trúir honum enginn og hann veit ekkert hvað hann á að gera. Svo eyðileggst bærinn bara. Það er ekki tekið fram hvað skeður eiginlega fyrir bæinn, en sólóið hans Murray hefur líklega ownað þetta bara. En bærinn fer í rúst og þá kenna allir Alvin greyinu um. En það að enginn skuli hafa trúað honum bendir til þess að framtíðin hafi þegar verið ákveðin.

Það minnir mig á bók eftir Robert Silverberg frá árinu 1967 og heitir því ágæta nafni ‘The Gate of Worlds’. Þar er talað um heiminn þegar Svarti Dauði er búinn að herja á Evrópu, en mun meira en hann gerði í alvörunni. Þá er Robbi að rannsaka möguleikana á því að það gætu verið nokkrar framtíðir til, fyrir hvert og eitt móment og ræðst það bara tilviljunum hvað skeður. Eins og til dæmis, hvað hefði skeð ef Hitler hefði dáið í Passchendaele 1916? En það sem er frábrugðið við söguna af Sjöunda Syninum er það að það sem á að ske, það skeður. Framtíð hans gat ekki breyst sama hvað og bærinn sem eyðilagðist átti að eyðileggjast.


The Clairvoyant (Harris)
Þetta ágæta lag er síðan um það bregst við kröftunum og lífi sínu. Hann er nú orðinn alvöru spámaður og hefur lært að stjórna sýnunum sem hann fær. En þær verða alltaf sterkari og sterkari og á endanum rugla þær hann og hann er hættur að sjá muninn á nútímanum og framtíðinni. Eina leiðin til að komast úr þessu víti er fyrir hann að deyja og það gerir hann, en það er ekki sagt hvernig. Hvort kraftar hans hafi drepið hann eða hvort hann hafi framið sjálfsmorð. En það skiptir kannski ekki öllu, eins og svo oft áður hefur komið fram var framtíð hans þegar ákveðin og hann réð engu um það. En í enda lagsins er enn önnur tilvísun í endurfæðingu. Þetta er mjög gott lag og var á sínum tíma mjög vinsælt á tónleikum. Sólóin eru ef til vill örlítið stutt, en það er eini mínusinn. Smáskífan ‘The Clairvoyant’ innihélt síðan live útgáfur af lögunum ‘The Clairvoyant’, ‘The Prisoner’ og ‘Heaven Can Wait’.


Only the Good Die Young (Harris, Dickinson)
Þetta lag klárar síðan söguna og spekúleringarnar um lífið og dauðann. Þetta er flott og kraftmikið lag, en heldur stutt. Lengri instrúmentalkafli, svipaður og í ‘To Tame a Land’ hefði ef til til vill gert lagið mun betra. En þetta er gott lag og góður endir á frábærri plötu.

Það fjallar meira um dauðann en lífið og eru þetta kenningar um að lífið gangi í hringi. Sólóið sem Dave tekur í endann er meira að segja sama sólóið og hann tekur í ‘Moonchild’. Það er líka tilvísun í það að enginn deyji syndlaus ("So until the next time, have a good sin“) og að hið illa lifi alltaf áfram (”all the evil seem to live forever“) eins og kemur fram í ‘The Evil that Men Do’. En það er samt eins og Sjöundi Sonurinn sé að rífast við Djöfulinn í versunum. Eða þá að Bruce hafi skipt verulega oft um skoðun meðan hann var að semja textann, en ég held að fyrri kenningin sé réttari. En þá vill Djöfullinn halda því fram að það sé ekkert líf eftir dauðann á meðan Sjöundi Sonurinn heldur andstæðunni fram. Það er líka hægt að túlka þetta lag sem útdrátt af plötunni. Hann fer yfir flest allt sem skeði, til dæmis þegar íbúarnir vildu ekki trúa honum að bærinn væri að eyðileggjast, þá ætlar hann bara að ”leave you with your bishops and your guilt". En eins og hann segir þá trúir fólkið frekar eldgamalli bókaskræðu en spámanni sem er fyrir framan þá.


En allt í allt er þetta alveg hreint mögnuð plata. Lögin eru heldur stutt, en þá hlustar maður bara aftur á þau. Textarnir eru líka þeir alflottustu sem ég hef séð og það er greinilegt að Maiden voru að semja texta um eitthvað sem aðrar hljómsveitir voru ekki einu sinni að hugsa um. Frábær, mjög klassísk plata sem fær 8,7 hjá mér.

Takk fyrir mig.
indoubitably