Released: September 3rd, 1984 :: UK Chart Position: 2
Lineup:
Bruce Dickinson (söngur)
Adrian Smith (gítar)
Dave Murray (gítar)
Steve Harris (bassi)
Nicko McBrain (trommur)
Ójá, ója. Þetta er ein af þessum ódauðlegu metal plötum. Þessi plata er fyrsta platan sem þeir gefa út, án þess að breyta lineupinu einhvernveginn, yay! En það er bara gott mál. Að mínu mati besta lineupið þeirra fyrir utan það núverandi. Og þetta var sko hárétta lineupið fyrir þessa plötu, sem og komandi plötur. En þessi plata er að margra mati hátoppurinn á gullárum Maidens. World Slavery túrinn fylgdi svo á eftir sem er lengsti túr þeirra félaga. Þeir lögðu af stað í Ágúst ‘84 og komu heim í September ’85. Það eru 13 mánuðir og meira en 300 tónleikar í 28 löndum. En þeir gáfu líka út plötu eftir þann túr sem titlast ‘Live After Death’ og er það næst-besta live plata sem ég hef nokkurn tímann heyrt (Rock in Rio er betri :D). Á þessum túr seldu þeir upp 5 nætur í röð á Long Beach Arena og aðeins veikindi komu í veg fyrir það að þeir hefðu selt út 7 daga. Svo seldu þeir líka upp 4 kvöld í Hammersmith Odeon í London. ‘Live After Death’ var einmitt tekin upp á þessum 9 tónleikum. Svo spiluðu þeir líka fyrir 200.000 manns á Rock In Rio hátíðinni '85. Þeir bættu það met síðan á sama stað, á sömu hátíð, bara nokkrum árum síðar. En nóg komið um þessa blessuðu tónleikaferð.
Aces High (Harris)
'Aces High' heldur áfram með þessa bardagalagalaga þemu sem byrjaði með ‘Invaders’ og ‘The Trooper’. Það segir frá the Battle of Britain frá sjónarhorni bresks flugmanns. The Battle of Britain var bardagi á milli Þjóðverja og Breta og átti sér stað frá 10. Júlí til 31. Óktóber. 1940. Þetta var líka fyrsti bardaginn þar sem einungis var barist í flugvélum.
Eftir að Þjóðverjar náðu völdum í Frakklandi í Júní 1940 ætluðu þeir sér að ráðast inní Bretland. Það mission fékk code neimið ‘Operation Sea Lion’ og átti byrjunardagur þess að kallast Adlertag, Eagle's Day eða bara Arnardagur. Þeir ætluðu semsé að henda 160.000 þýskum hermönnum á 40km langa strandlengju á suð-austur Englandi. Þeir þurftu bara að losna við the Royal Air Force (RAF) fyrst (Það var flugher Breta…). En RAF var lítill. The Luftwaffe (þýski flugherinn) átti til taks rúmlega 2800 flugvélar í Frakklandi, Belgíu, Hollandi og Noregi og útnúmeraði þannig Bretana fjórir á móti einum. En Bretarnir voru á heimavelli og því var stutt að fljúga til baka og sækja bensín fyrir þá. En ekki fyrir Þjóðverjana. Þeirra vélar gátu bara verið á staðnum í rúmlega hálftíma. En Þjóðverjarnir voru samt með reyndari flugmenn og betri flugvélar; the Messerschmitt Bf 109. Besta flugvél sem þá hafði verið smíðuð. Svo 10 Júlí byrja lætin. Þjóðverjarnir ráðast á skip og á einhverjar herstöðvar. Tveim dögum síðar ráðast þeir á Breskar radar stöðvar, flugvéla verksmiðjur og flugvelli. Svoleiðis hélt þetta nokkurn veginn áfram. Operation Sea Lion byrjaði svo opinberlega 8 ágúst. Adlertag átti að vera 10 ágúst en var frestað vegna veðurs. Hann varð 13 ágúst. Þá gerðu Þjóðverjar einhverja mega árás á Bretland og voru nokkurn veginn komnir í forystu. En 25. Ágúst gerðust undur og stórmerki. Eða það var allavegna stór dagur… Þá tókst einhverjum þýskum snillingi að villast og sprengdi óvart upp miðborg Lundúna! Churchill skipaði strax fyrir árás á Berlín og 81 flugvél bombaði Berlín næstu nóttu. Þó svo sú árás hafi ekki gert mikinn skaða á Berlínarborg, þá meiddi hún egóið hans Hitlers alveg ágætlega. Og hann varð alveg fjúríus. Hann skipaði strax fyrir einhverja mad árás á London. 7. Sept, byrjaði the London Blitz, komið frá orðinu Blitzkrieg eða þrumustríð. Þá endaði Battle of Britain. 12 Óktóber hætti Hitler svo endanlega við Operation Sea Lion.
En aðeins um lagið kannski. Textinn er nokkuð magnaður. Þar eru orð eins og ‘Flak’ notuð, sem er stytting á þýska orðinu Flugabwehr Kanon (Anti-Aircraft Artillery). Núna er það svo komið inní Enskar orðabækur. Orðið ‘Scramble’ er líka notað. Það er orð sem flughermenn nota ennþá í dag og stendur fyrir neyðar flugtak, eða eitthvað svoleiðis. Klukkan er líka notuð til að segja frá staðsetningum og the ‘bandits’, orð sem flugmenn nota yfir óvininn. "Beware the Hun in the Sun" þýðir líka að óvinurinn komi líklegast úr þeirri átt sem er erfiðast að sjá hann, þe sólarátt.
2 Minutes to Midnight (Smith, Dickinson)
Sem og ‘Die With Your Boots On’ á þetta lag mjög vel við á þessum tímum. Það fjallar um pólítísku hliðina á stríði og eyðileggingu.
" As the madmen play on words
And make us all dance to their song
To the tune of starving millions
To make a better kind of gun“
Þessar línur sýna mjög vel réttu hliðina á sumum stjórnmálamönnum. Eins og ”Prime-time Belsen feast“ er líklegast tilvitnun í það að við fáum að sjá myndir af allskonar viðbjóði á nánast hverju einasta kvöldi í fréttunum. Bergen-Belsen voru líka einhverjar ógeðslegustu þrælabúðir Nasista. Nánast bara það að þetta skuli hafa verið til er alveg stórmóðgun við mannkynið. Vilja þeir þá ef til vill meina að svona hlutir séu enn að gerast í einu formi eða öðru. Þetta er eiginlega bara orðið að sýningum núna og fólki er almennt orðið nokkuð sama, það er fáir virkilega að reyna að stoppa þetta. Til gamans má benda á textabrot úr tveim lögum af ‘Brave New World’ plötunni þeirra. Það fyrra er úr ‘The Wicker Man’ og hljómar svo: ”You watch the world exploding every single night“ og það seinna er úr ‘Out of the Silent Planet’: ”Withered hands, withered bodies, begging for salvation".
Titill lagsins er bein tilvísun í Dómsdagsklukkuna, eða Doomsday Clock ( http://www.thebulletin.org/doomsday_clock/timeline.htm ), ein besta leið til að sýna fólki hversu langt það er í það að kjarnorkusprengingar eyðileggi þessa plánetu (miðnætti). Hún sló 23:58 í september 1953, eftir að Sovétmenn sprengdu einhverja svaka sprengju. Í dag vantar hana 7 mínútur í miðnætti. En þrátt fyrir skelfilegan heim sem við búum í, þá er gott að getað laggst niður og hlustað þetta lag, sem er með eindæmum gott lag.
En ég ætla aðeins að tala um smáskífuna. Coverið, málað af Derek Riggs, sýnir Eddie í hermannabúning, fyrir framan kjarnorkusprengju og bendir eins og Uncle Sam. En fánarnir fyrir aftan hann eru svolítið sniðugir, þeir eru, frá vinstri til hægri: Sovétríkin, Afghanistan, Írak, Íran, Bretland, Argentína, USA, Ísrael og Kúba. Það er ástæða fyrir því að þessi lönd eru valin. Þau voru öll í einhverskonar deilum þegar smáskífan var gefin út.
* Sovétríkin réðst inní Afghanistan árið 1979, og fóru ekki þaðan fyrr en 1988.
* Íran og Írak voru í stríði.
* Bretland og Argentína voru í Falklandsstríðinu
* Bandaríkin voru sekir um að styðja stríð og selja vopn hingað og þangað (Reyndar Sovétríkin líka).
* Ísrael var ekki í neinu opinberu stríði, en orðin ‘Ísrael’ og ‘stríð’ voru oft (og eru) notuð allt of oft saman.
* Kúba réðst inní í Angóla og önnur Afrísk ríki, og voru líka frægir fyrir að stofna heiminum í hættu síðan þeir létu sprengjum rigna í Október 1962.
Dómsdagsklukkan var líka 3 mín í miðnætti 1984. Opinber ástæða var:
"The arms race accelerates. "Arms control negotiations have been reduced to a species of propaganda. [...] The blunt simplicities of force threaten to displace any other form of discourse between the superpowers.".
Á þessari smáskífu er líka lagið ‘Rainbow’s Gold' með hljómsveitinni ‘Beckett’. En að sjálfsögðu voru Maiden að taka þetta lag þarna. Steve fékk smá bút úr þessu lagi lánaðann þegar hann skrifaði ‘Hallowed by thy Name’. Þeir voru allir mjög hrifnir af þessari hljómsveit og gaman að geta þess að áður en Rod Smallwood gerðist umboðsmaður Maiden var hann umboðsmaður Becketts. En á þessari smáskífu er líka rifrildi milli Steves og Nickos. Það skeði á The World Slavery Tour þegar Nicko var að gera trommusóló og Steve átti í einhverjum vandræðum með bassann. Hann bað því einhverja hjálparhellu að segja Nicko að lengja sólóið. En greyið vissi ekkert hvernig hann átti að segja Nicko það, hann var jú í miðju trommusólói. Hann klúðrar þessu alveg og Nicko ruglast alveg hrikalega. Eftir tónleikna kýlir Nicko síðan þennan gaur alveg kaldan, þá fara þeir að rífast. Seinna þegar þeir eru orðnir rólegir labbar Bruce inn til þeirra með upptökutæki og byrjar rifrildið aftur. Þetta er ótrúlega fyndið og mæli ég með því að allir reyni að nálgast þetta. Þetta heitir ‘Mission to ’Arry'.
Losfer Words (Big 'Orra) (Harris)
Þetta er instrúmental lag, en það þýðir ekkert endilega að það sé ekki hægt að tala neitt um það. Þetta er ágætt lag að mínu mati. Þó svo að ‘Transylvania’ og ‘Ghengis Khan’ séu bæði með flotta climaxa, þá er enginn í ‘Losfer Words’. Það er eiginlega bara synd þegar kemur að instrúmental lagi. En titilinn er nokkuð sérstakur, því við erum jú öll íslensk og frekar sjaldgæft að menn séu vel að sér í svona London Cockney hreim. Nú, þetta þýðir í rauninni bara “Lost for words” eða “Ég veit ekki hvað ég á að segja”. “'Orra” er framburðurinn á “horror” í þessum London Cockney dæmi. Þannig að það gæti verið að Harris hafi ekki líkað þetta nógu vel og því ákveðið að skýra lagið ‘Big Horror’.
Flash of the Blade (Dickinson)
Það þarf ekki að spá mikið til að fatta það að þetta lag er skrifað útaf þessari þvílíku ást Bruces á skylmingum. Gott lag um ungan mann sem er að þjálfa sig í skylmingum til að geta hefnt sín á þeim sem drap fjölskylduna. En þetta lag var í myndinni ‘Phenomena’ eða ‘Creepers’ eins og hún hét á Bandaríkjamarkaði. Hún er um unga stúlku sem hefur þennan “magnaða hæfileika” að getað tjáð sig við skordýr… Alveg frábært… En hún er flutt í einhvern Svissneskann skóla og þar getur hún notað þessa hæfileika sína til að leysa morðmál. Dario Argento gerði þessa mynd og þó svo að hún eigi ekki að vera neitt æðislega góð skartar hún frábærri tónlist, þar á meðal artistum eins og Iron Maiden og Motörhead. Þið getið fundið trailerinn inná http://www.videodetective.com (urlið inná trailerinn sjálfan er alltof langt, þannig að allt fer í klessu). Leitið bara að Creepers.
The Duellists (Harris)
Annað skylmingalag. Frábært. Það er byggt á myndinni ‘The Duellists’ sem var gerð af Ridley Scott árið 1978. Myndin var síðan byggð á bókinni ‘The Duel’ eftir Joseph Conrad, sem kom út 1908. Hún er um tvo franska hermenn á Napóleon tímanum og eru þeir alltaf að skylmast og rífast og eitthvað…
Back to the Village (Smith, Dickinson)
Ójú, það er sko hægt að segja mun meira um þetta lag en að það byrji á gítarmelódíu á heimsmælikvarða. Eins og (lagið) ‘The Prisoner’ þá fjallar þetta lag um 17. Þátt í bersku þáttaröðinni ‘The Prisoner’. Leyndardómsfulli staðurinn sem þetta gerist allt saman á heitir einmitt “The Village”. Sá staður er til í alvörunni og er í bænum Portmeirion í Norður-Wales. En já, þetta lag er seinni hlutinn af þættinum, þar sem Number Six er gabbaður til að fara aftur í “The Village”.
Nokkuð nett, í versi númer 2 segir hann "I see sixes all the way“. Þar er lágt hvísl undir sem er mjög líklega einhver að segja six six six. En svona hlutir eru alltaf getgátur og því ætla ég mér engan veginn að staðfesta þetta. En ég hef líka heyrt að textinn sé líka mikið um flugvéla dæmi eitthvað. Td. í fyrsta versi segir Bruce ”Drop your bombs and let them burn“. Seinna í laginu segir hann ”There's a fox among the chickens“. Þegar flugmaður droppar einhverju og segir frá því er það kallað ‘fox (númer)’. Sprengja sem stýrð er af infrarauðum geislum er td ‘fox 2’. Radarstýrð sprengja er ‘fox 1’ og áfram þannig. Napalm sprengjur eru hins vegar ‘fox 6’. Það gæti verið það sem hann er að vitna í þegar hann segir ”I see sixes all the way“. En ”There's a fox among the chickens" gæti náttúrulega alltaf átt við Number Six, þar sem hann á að vera nokkuð óhollur fyrir The Village og er þannig nokkurn veginn refur á meðal hæna.
Powerslave (Dickinson)
Þetta er án efa toppurinn á plötunni. Það segir frá egypskum faraó sem syrgir það hversu slappur hann sé. Hann er víst að fara að deyja og eitthvað voða vesen. En þetta er alveg frábært lag, instrúmental kaflinn alveg með þeim bestu sem ég hef heyrt, byrjar á hægu og fallegu sólói, sem brýst síðan útí tvö brilliant alvöru gítarsóló, sem eru aðskilinn af flottum bassakafla.
En “Eye of Horus” er talað um í laginu. Þetta var nokkuð merkilegt tákn og er einmitt á ‘Powerslave’ coverinu og líka á ‘Somewhere in Time’ Coverinu. Fyrir Egyptana til forna var Eye of Horus eða wedjat - sá “heilagi” - kraftmikið merki verndunar. Það átti líka að veita vísidóm, heilsu og velgengni. Hórus, sem þýðir ‘Sá sem er fyrir ofan’ er í rauninni (tjekkið á þessu) latínsk þýðing, á gríska orðinu yfir egypska nafnið Heru eða Hor, vá! En Hórus var sólar guð Egyptana og var með svona fuglshaus. Hann var voða merkilegur kall meðal guðana og hægri augað á honum var sólin og það vinstra átti að vera tunglið. Svipað og í laginu ‘Revelations’ á ‘Piece of Mind’ og því ekkert skrýtið að Bruce hafi valið þennan karakter. Hann var sonur Ósíris, sem var Guð undirheimana, og Ísis, sem var einhver mamma bara held ég… Ósírís var drepinn af bróður sínum, Set, sem var víst voðalega vondur kall og Hórus drap síðan Set og missti við það augað. En það var einhver gladrakall að nafni Thoth sem galdraði það bara aftur og það gaf Hórusi mátt til þess að endurvekja Ósíris og gat hann því lifað í undirheimunum og varð því Guð undirheimana. Eins og segir í laginu "Enter the risen Osiris, risen again". Það er svosem alveg hægt að tala um þetta blessaða auga í nokkur ár, en þar sem ég einfaldlega nenni því ekki bendi ég bara á þessa -> http://eyeofhorussymbol.homestead.com/ síðu og svo líka google.com
En semsagt þessi faraó, sem er að deyja sér þetta auga sem missir hans á kröftum sínum til dauðans. “Risen Osiris” er líka svona svipað dæmi og maðurinn með ljáinn hjá okkur. Eða bara alveg eins… Hann líka sér lífið sitt þjóta hjá og virðist ekkert yrðast þess hversu slæmur hann var við fólkið. Hann fagnar arftaka sínum síðan með blóði og rauðvíni og vonar að einræðisstjórnin haldi áfram.
En þriðja versið fjallar um bölvun múmíunar, sem var búin til af rithöfundum fan fiction sagna á 19. Öld og síðan ýkt af blaðamönnum snemma á 20. Öldinni, þegar vísindamenn voru að finna heilan helling af grafreitum og slíku. Það er að vísu löngu búið að afsanna það allt saman, en það passar vel inní þessa egypsku menningu.
Orðið “Powerslave” á líka vel við Maiden á þessum tíma. Þeir höfðu aldrei verið frægari og var alveg brjálað að gera hjá þeim. Þeir gáfu út plötu, fóru á túr, fóru í viðtöl og svo mætti lengi telja. Það virtist ekkert vera að enda og samdi Bruce lagið með þetta í huga.
Rime of the Ancient Mariner (Harris)
Það er eitt orð sem á vel við þetta lag; vá! Byggt á ljóði eftir Samuel Taylor Coleridge sem skrifað var 1798 og hét þá ‘The Rime of the Ancyent Marinere’ en var síðan endur-skrifað 1817 og fært yfir í nútímalegri (þátímalegri) búning og fékk það þá nafnið ‘The Rime of the Ancient Mariner’. Þetta lag er bara einfaldlega merkasta epíska ballaða sem Maiden hafa gefið frá sér og skartar meira ein 13 og hálfri mínútu af tónlistalegri snilld. Coleridge hitti mann að nafni William Wordsworth árið 1795 í Bristol og varð samvinna þeirra einhver sú besta meðal breskra bókmennta þó svo hún væri á köflum frekar stormasöm. Þeir fóru alltaf í göngutúra og ræddu þá um hina og þessa hluti og varð ‘The Rime of the Ancient Mariner’ einmitt til útfrá einum af þessum göngutúrum. Þó svo að draugaskips hugmyndin hafi komið frá einum nágranna Coleridges í Somerset, bónda að nafni John Cruikshank, sem hafði dreymt svona draugaskip, en það virkaði þannig að fólk sá í gegnum það. Sjómaðurinn (Mariner) er einhverskonar afbrigði af Ahasuerus, Gyðingurinn Ráfandi, frá sögunni um gyðing sem bannaði Jesú að hvíla sig á leiðinni í krossfestinguna og var útaf því dæmdur til þess að ferðast um og segja sögu sína þar til Kristur kæmi í annað sinn. En ljóðið skiptist upp í sjö parta og ætla ég að fjalla um hvern og einn þeirra hér og nú:
1. Partur
Sjómaðurinn stöðvar brúðkaupsgest einn og fer að tala við hann. Brúðkaupsgesturinn hefur lítinn sem engan áhuga á þessu, enda á leiðinni í brúðkaup, en er hálf-dáleiddur af þessu "glittering eye“ sem sjómaðurnn er með. Gesturinn hefur þar með engan valmöguleika en að hunsa gleðilegan hávaða (”merry din“) hinna brúðkaupsgestana og sests á stein einn og hlustar á sögu sjómannsins, eða the ”bright-eyed Mariner" eins og segir í ljóðinu og er það fyrsta vísbendingin um að hann sé bara nokkuð góður gaur. En hann segir frá því þegar hann silgdi skipi sínu suður, fram hjá miðbaugi og að lokum að Suðurskautslandinu, þar sem ísinn er grænn á litinn. Það er einhverskonar andlegur hæfileiki sem nokkrar af persónum Coleridges hafa. En þegar skipið er fast í ísnum kemur albatross nokkur og fer að fljúga hjá skipinu. Áhöfn skipsins fagna komu hans og halda að hann sé merki um að nú fari eitthvað gott að gerast. Og viti menn, stuttu eftir það brotnar ísinn og skipið kemst norður. Albatrossinn flýgur síðan með þeim alla leið, alveg þar til sjómaðurinn ákveður að skjóta hann með lásaboga. En það er eitt af þeim smáatriðum sem benda til þess að þetta gerist á miðöldum.
2. Partur
Partur tvö er um það þegar sjómaðurinn er kominn með skipið í Kyrrahafið og siglir meðfram ströndum Suður-Ameríku. Þegar mikil þoka skellur síðan á þá, kennir áhöfnin Sjómanninum um, því hann drap jú þennan good-luck fugl sem kom með vindinn. En svo fer þokan bara og allt verður gott og blessað. Þeir halda þá áfram norður þangað til að þeir koma að svæði þar sem það er nákvæmlega enginn vindur og þeir eru bara fastir. Þegar áhöfnin fer síðan að verða þyrst, þá skipta þeir aftur um skoðun og kenna Sjómanninum um þetta. Aftur er fuglinn kominn inní þetta og ákveða þeir að hengja albatrossinn utanum háls Sjómannsins, í staðinn fyrir kross sem hann var með.
3. Partur
Þarna kemur síðan draugaskipið inní söguna. Það birtist allt í einu og Sjómaðurinn verður voðalega glaður og öskrar "A Sail! A Sail!“ En þegar skipið kemur nær tekur hann eftir draugalegri konu á skipinu. Hún á að vera ”Nightmare Life-in-Death“ og er að spila teningaspil við Dauðann. Hann heyrir hana síðan öskra ”I've won! I've won!“ Sem þýðir þá að hún hafi nú unnið Sjómanninn og hann verður að lifa meðal áhafnar sinnar. Nema hvað að nú droppa þeir niður, einn af örðum. Það er einmitt einhver gamall kall sem segir þetta í instrúmental kaflanum í laginu:
”One after one, by the star-dogged moon,
Too quick for groan or sigh,
Each turned his face with a ghastly pang,
And cursed me with his eye.
Four times fifty living men,
(And I heard nor sigh nor groan)
With heavy thump, a lifeless lump,
They dropped down one by one."
Þetta var einmitt endirinn á 3 parti.
4. Partur
Semsagt, í enda 3 kafla er Sjómaðurinn einn eftir með shitload af dauðum gaurum. Í byrjun 4. Parts er Brúkaupsgesturinn orðin hálfsmeykur, hann heldur að sögumaðurinn sé draugur. En Sjómaðurinn fullvissar hann um að hann hafi verið á lífi í heimi þeirra dánu: "Alone, alone, all, all alone.“ En já, hann er lifandi og allir hinir dauðir, nema einu lifandi hlutirnir sem hann sér eru ”thousand slimy things“ í sjónum. Og það bætir ekki úr sök að allir dauðu gaurarnir stara á hann, eins og þeir kenni honum um. Eftir sjö daga og nætur í heimi hinna dauðu, stendur hann á dekkinu undir góðum áhrifum stígandi tunglsins (sem er vinsælt hugtak hugsjónarmanna á hugmyndaríkri sýn). Hann tekur fram að skuggi skipsins í tungsljósinu sé ”still and awful red“. Það er sniðugt nok, að hann segir að þeir séu þeir fyrstu til að sigla í Kyrrahafinu, það er líklegast stærsta vísbendingin til þess að þetta sé að ske á miðöldum. Skipin á þeim tíma voru samt frekar lítil og hvernig í ósköpunum Coleridge datt í hug að það hefðu verið 200 menn (”four times fifty living men“ droppuðu niður dauðir) á þannig skipum er hulið fyrir mér. En staðreyndin að þetta sé alveg hreint frábært ljóð bætir fyrir þau mistök. En núna kemur siðfræðilegur og heimspekilegur miðdepill þessarra sögu í ljós. Í töfrandi tungsljósinu sér hann þessa sömu sjó-snáka sem hann lýsti sem ”slimy things“ viku fyrr og eru þeir töluvert öðruvísi. Þessi tilgangslausi hlutur, þegar hann drap albatrossinn gerði hann fráhverfann venjulegu fólki. Núna þegar hjartað hans er búið að hreinsast vegna einmannaleikans segja þessar verur í vatninu að hann sé trúarlega fallegur. Kannski sniðugra bara að koma með þann part úr ljóðinu, hálf leiðinleg þessi íslenska.
”Within the shadow of the ship
I watched their rich attire:
Blue, glossy green, and velvet black,
They coiled and swam; and every track
Was a flash of golden fire.
O happy living things! no tongue
Their beauty might declare:
A spring of love gushed from my heart,
And I blessed them unaware:
Sure my kind saint took pity on me,
And I blessed them unaware."
Þessi partur endar svo á því að hann tekur albatrossinn af sér og hendir honum í sjóinn. Og það vill svo til að hann sökk eins og blý.
5. Partur
Núna þegar hann er búinn að frelsast og allt orðið voða fínt, sofnar hann og það byrjar að rigna. Rigning er einmitt alþjóðlegt tákn yfir yngingu. Þetta þýðir að hann getur núna farið heim. Það kemur einhverskonar "troop of spirits" sem tekur yfir líkin af dauðu gaurunum og þannig getur skipið siglt. Þeir fara meira að segja að syngja. En þegar þeir eru búnir, skipið komið á gott steam þá bara fara þessir blessuðu andar, en skipið heldur áfram að sigla. Þó svo að skipið fari alltaf í sömu átt, þá fer það áfram á svona litlum hoppum á öldunum og verður það til þess að Sjómaðurinn dettur niðrá dekk og rotast. Refsingunni er greinilega ekki lokið ennþá.
6. Partur
Skipið fer áfram á ótrúlegum hraða þegar Sjómaðurinn rankar við sér. Hann kemur nær og nær Norðurhluta jarðar og hann fer að sjá merki um það að hann sé að nálgast heimaland sitt. Núna þarf Coleridge að gera nokkuð erfitt, hann þarf að losa sig við helvítis skipið. Þá fljúga andarnir á brott og skilja Sjómanninn eftir, með helling af líkum. Ætli þeir hafi ekki komið aftur á meðan hann var í roti. En höfnin nálgast og hafnarstjórinn, strákurinn hans og einsetumaðurinn nálgast skipið.
7. Partur
Wordworth (félagi Coleridges) stakk upp á því að hann myndi láta skipið bara sökkva, óútskýranlega. Það gerði hann. Svo koma þessir þrír kallar og bjarga honum. Þessi einsetumaður (Hermit) sem er þarna er einhverskonar heilagur maður, frá einhverjum skógi. Hann blessar Sjómanninn og þeir fara í land. Sjómaðurinn fer svo og hittir mikið af fólki sem þarf að heyra sögu hans, heyra það að það á ekki að drepa aðra lifandi hluti nema að hafa ástæðu til þess. Eins og td. Brúðkaupsgesturinn. Hann býður síðan Brúðkaupsgestinum að koma og biðja með sér. Hann neitar, en vaknar næsta dag sorgmæddari, en vitrari.
Til að skilgreina þetta ljóð nánar, þá má skilja það á þrjá mismunandi hátta. Fólk virðist stundum ekki taka eftir 2 af þeim.
* Það er náttúrulega bókstaflega merkingin, fólk getur lesið þetta bara sem skemmtilega sögu.
* Svo er boðskapurinn. Hægt er að lesa ljóðið sem dæmisögu um syndir, syndabót og afplánun, sem sýna þessi basic kristnu skilaboð. Sjómaðurinn drepur fuglinn og er það svona þessi original sin. Honum er síðan refsað og má líkja því við krossfestingu. Svo er hann dæmdur til þess að ferðast um og segja sögu sína og er það nokkurn vegin afplánun hans og endurfundur hans við samfélagið. Þó svo að ýmind hans sem Kristur passi eiginlega ekki…
* En svo er það táknsögulega merkingin. Hún er eiginlega sú sama og boðskapurinn, nema bara mínus Jesús dótið. Ljóðið segir frá þessum normal gaur sem gerir eitthvað rangt og er refsað fyrir það. Hann verður semsagt að lifa af einn langtfrá samfélaginu. Smá Róbinson Krúsó í þessu.
En ég ætla að enda þetta á því að benda ykkur á ljóðið sjálft, sem þið getið fundið þarna -> http://www.poetryconnection.net/poets/Samuel_Coleridge/232
Ég ætla þar með að setja punktinn hér og gefa plötunni 8,3. Mér finnst það af einhverjum ástæðum passa óendalega vel við plötuna…
Takk fyrir mig.
indoubitably