Þetta var fjórða platan sem Maiden gerðu saman. Hún var tekin upp af EMI plötufyrirtækinu og var gefin út árið 1984. Var þetta önnur platan sem sungin var af meistara Dickinson (besti rokksöngvari ever) eftir að hann kom í staðin fyrir Paul Di'Anno. Bjóst fólk nú við að Maiden myndu ekki ná að toppa seinustu plötu sína, Number of the Biest. En viti menn, þeir náðu því og jafnvel er talað um að Maiden hafi sigrað heiminn á þeim túr, The World Slavery Tour. Á þeim sama túr settu þeir met. Þeir voru fyrsta hljómsveitin til selja upp á tónleika fjórar nætur í röð á Long Beach þann 14-17 Mars 84.
Adrian Smith (gítar)
Dave Murray (gítar)
Nicko McBrain (trommur)
Bruce Dickinson (söngur)
Steve Harris (bassi)
1.Aces High.(Harris) 9.5.
Þetta lag er um Breska flugmenn í seinni heimstyrjöldinni og finnst mér það vera alveg typical Maiden lag, það er hratt spilað og er sungið á svo gríðarlegum hraða að maður heyrir varla hvað Dickinson er að kvaka.
2.2 minutes to midnight (Smith/Dickinson) 8.5.
Þetta lag fjallar um , eins og flest önnur lög á plötunni, ofbeldi og stríð og er það án efa frægasta lagið á plötunni jafnvel þótt mér finnist það ekkert óvenjulega gott.
3.Losfer Words (Big Orra) (Harris) 8.0.
Þetta lag er instrumental og alls ekki mikið um það að segja.
4.Flash of the Blade (Dickinson) 9.5.
Í byrjun þessa lags má heyra sjúklega flott gítar stef sem mér finnst að mætti liggja í bakgrunni út allt lagið. Þegar ég heyrði það fyrst kom það mér einhvern veginn í þann fíling að ég væri St. George (sá sem lagið er um) og það væri verið að syngja um mig.
5.The Duelist (Harris) 7.5.
Án efa finnst mér þetta vera lélegasta lagið á plötunni en samt alls ekki lélegt lag. Það fjallar um stríð baráttur, eins og venjulega. Mér finnst lagið sjálft alls ekki lélegt en textinn finnst mér vera algjör hörmung. Harris hlýtur að hafa verið blindfullur þegar hann samdi lagið.
6.Back in the Village (Smith/Dickinson) 8.0.
Lítið er um þetta lag að segja nema að það byrja á gítarstefi á heimsmælikvarða og ég verð að segja að ég gæti ekki hugsað mér betri byrjun á lagi nema kannski Smoke on the Water eða eitthvað svoleiðis. Erfitt er að segja til um um hvað það fjallar en ef ég þyrfti að giska mundi ég segja stríð.
7.Powerslave (Dickinson) 10.
Þetta lag fjallar, eins óeðlilega og það hljómar, ekki um stríð heldur um einhvern karakter sem er dæmdur til að verða þræll dauðans. Sama þótt þú sért hnakki, poppari eða jafnvel kanína þá hlýturðu að hafa gaman að þessu lagi því að þetta er frábært rokklag í alla kanta.
8. Rime of the Ancient Mariner (Harris) 10.
Þetta lag er mesta meistaraverk sem Maiden hafa samið allir hljóta að hafa gaman að þessari sögu sem er hvorki meira né minna en 13 mínútur og 32 sekúndur að lengd og ég leyfi mér að giska á að það sé lengsta lag sem Maiden hafa samið. Það fjallar um sjóræningja sem lendir undir þeim álögum að hann eldist aldrei og segir sagan frá því hvernig það er fyrir hann, snilldarlag