Iron Maiden - The Number of the Beast Iron Maiden - The Number of the Beast
Released: March 29th, 1982 :: UK Chart Position: 1

Já, loksins er ófétið hann Paul Di'Anno farinn, og meistarinn mikli Bruce Dickinson kominn á míkrófóninn. Þegar Iron Maiden hituðu upp fyrir Samson, gömlu hljómsveit Bruce, í Rainbow 1980 þá var Bruce baksviðs og horfði á. Honum fannst þetta alveg wünderbar og sagði við sjálfan sig að einhvern tímann ætlaði hann að syngja fyrir þá. Það rættist, sem betur fer og er þetta meistaraverk fyrsta plata hans með Iron Maiden. Platan sjálf er líka alveg ógeðslega góð og skaut þeim langt uppá við, þar sem tók við frægð og frami. Jú og brjálaðar mömmur sem sögðu þá vera útsendara djöfullsins. Mikið af sögum spruttu upp, um skrýtna hluti sem gerðust þegar þeir voru að taka upp plötuna, ljós kveiktu og slökktu á sér, skrýtin hljóð heyrðust og fleira því um líkt, en þetta sagði Bruce um það á tónleikum í Palladium í New York:

“While we're on the subject of strange goings on, a few of you might know we had a few weird things happen on the album right, that one or two people have attributed to be the work of Satan or the devil or this kind of nonsense, right? Just want to say to all the people who play records backwards and burn albums out in the streets, they can go and get… stick their heads up their arse or something like that ‘cause… we ain’t interested.”
– Bruce Dickinson, 29th June 1982

Sko kallinn. En það hefur enginn gaman af þessu bulli, ég ætla að skrifa um lögin.


Invaders (Harris)
Þetta æðislega, kraftmikla, hraða lag er fullkomin byrjun á þessari dimmu og ‘ofbeldisfullu’ plötu. Það segir frá víkingum sem réðust inní Evrópu á sínum tíma. Þetta lag er eiginlega þróunin á lagi sem heitir ‘Invasion’. Það lag birtist fyrst á ‘The Soundhouse Tapes’ og svo líka á ‘Woman in Uniform’ smáskífunni. Þetta lag er líka byrjunin á fleiri bardagalögum sem Maiden sömdu, eins og td ‘The Trooper’, ‘The Duellist’ og mörg mörg fleiri. En þar sem ég geri ráð fyrir því að einungis Íslendingar eigi eftir að lesa þessa grein, þá nenni ég ekkert að vera að skrifa eitthvað um víkinga, það vita allir allt um þá.


Children of the Damned (Harris)
Þetta lag er örugglega eitt af eftirminnilegustu lögum sem Maiden hafa spilað. Flott og rólegt fyrst, svo er þetta æðislega gítarsóló og alveg ótrúlega mikill fílingur í Bruce. Hann sagðist sjálfur vera undir miklum áhrifum frá ‘Children of the Grave’ með Black Sabbath þegar hann söng það. En lagið er byggt á mynd sem gerð var 1963 og heitir einmitt ‘Children of the Damned’. Myndin fjallar um 6 krakka sem fæðast hér og þar um heiminn og eru með einhverja super psychic powers. Þeir eru svo allir fluttir til London á meðan rannsóknarmenn frá Sameinuðu Þjóðunum ákveða hvað eigi að gera við þau. En á meðan er herinn líka að reyna að nota krakkana einhvern veginn. Það endar að sjálfsögðu með að þau drepast öll og segir lagið einmitt frá dauða seinasta krakkans. Þetta er ekkert sérstaklega fallegt lag þegar maður spáir í því. Krakkinn er brenndur af bæjarbúum (sem koma einmitt með heygafflana og læti) og er sagt frá seinustu andartökunum í lífi hans (“(”melting his face, screaming in pain, peeling the skin from his eyes") og það fá líklega allir hroll sem ímynda sér þetta þegar þeir hlusta á lagið. En samt gott lag.


The Prisoner (Smith, Harris)
Þetta lag er inspærað af 17. þætti af bresku þáttaröðinni ‘The Prisoner’ og byrjuðu allir þættir einmitt á sama díalog og lagið byrjar á. (We want information… information… og það allt saman). Það er sagt frá því þegar þeir fá leyfi til að nota þetta á ‘The Number of the Beast’ dvd disknum. En það er líka sagt frá því í ‘Run to the Hills’, ævisögu Iron Maiden skrifaða af Mick Wall. Og ætla ég bara að fá að nota það og vona bara að enginn fari að klaga :D

(…) the recording of Number Of The Beast, like any Maiden album, also had its lighter moments, none more memorable than the evening Rod sat down to phone actor Patrick McGoohan and ask for his permission to use a recording of his voice on the album. Taking its title from the name of the cult ‘60s TV series, the band had come up with the idea of prefacing ’The Prisoner' with McGoohan (who played the central character, known simply as Number Six) uttering his famous catchphrase from the show: “I am not a number, I am a free man!” DJ Tommy Vance had helped out by lending them an original recording of the quote from the show, but they still needed McGoohan's permission before they could go ahead.

Steve recalls how, for once, their unflappable manager looked almost star-struck as he nervously dialled on the phone. “Oh, bloody ‘ell,” Rod moaned later. “It’s alright dealing with these arsehole rock stars, but he's a real bona fide superstar actor. I was fucking terrified!” The rest of the band watched and laughed as Rod hesitantly began explaining the details to the actor, who was speaking from his home in Los Angeles. “What was the band's name again?” he asked. “Iron Maiden,” Rod replied. “A rock band, you say,” McGoohan mused. “Do it!” he snapped in the most imperious manner of his TV character and hung up the phone. So they did.

– Mick Wall (2001) Run To The Hills – The Authorised Biography of Iron Maiden – Revised Edition bls. 227.

En í þessum sautjánda þætti af ‘The Prisoner’ þá nær Number Six að flýja frá The Village (sem er líklega pleisinn sem honum er haldið föstum í). Svo er hann plataður til að fara aftur þangað og er þannig kominn á reit 1 aftur. En hins vegar í laginu, þá nær hann að flýja. Það er ekki fyrr en í laginu ‘Back to the Village’ á Powerslave, þar sem þessari sögu lýkur. En mér finnst þetta lag alveg ótrúlega flott. Flottur söngur, flottur bassi, flottar trommur og æðislegir gítarar. Sólóin eru líka með þeim betri sem ég hef heyrt.


22, Acacia Avenue (Harris, Smith)
22, Acacia Avenue var fyrst lag eftir Adrian Smith, sem hann samdi þegar hann var 18 ára og spilaði með hljómsveitinni Urchin. Það sem er furðulegast er þó að þegar hann var að spila þetta lag eitt sinn með Urchin, þá var Steve Harris á þessum tilteknu tónleikum. Þá þekktust þeir ekki baun. Svo seinna þegar þeir eru að gera klárt fyrir The Number of the Beast, þá spyr Steve hann uppúr þurru hvaða lag þetta hafi verið sem hann var að spila með Urchin og fer síðan að mumbla lagið. Adrian sýnir honum svo lagið og Steve bætir það aðeins og viti menn, það er komið á eina af bestu rokk plötum heimsins. En lagið sjálft er merkilega flott. Flókið og hálffurðulegt, sett saman úr mörgum ótrúlega ólíkum köflum sem samt passa svo rosalega vel saman og gerir það það að einu sérstakasta og sérkennilegasta lagi í metal heiminum.


The Number of the Beast (Harris)
Ótrúlega klassíkt Maiden lag, án efa með frægari lögum þeirra, ef ekki bara frægasta. Það er lauslega byggt á myndinni ‘Omen II’ og martröð sem Steve Harris fékk.

Woe to you, oh Earth and Sea,
for the Devil sends the beast with wrath,
because he knows the time is short…
Let him who hath understanding reckon the number of the beast
for it is a human number, its number is Six hundred and sixty six.

– Opinberunarbók Jóhannesar 13:18

Þetta er reyndar ekkert úr 13:18, bara seinni hlutinn, sá fyrri (Woe to you, oh Earth and Sea, for the Devil sends the beast with wrath, because he knows the time is short…) er úr 12:12. Bara svona uppá gamanið ætla ég að peista báðum þessum köflum hérna og hafa þá full version af þeim.

Rejoice then, O heaven and you that dwell therein! But woe to you, O earth and sea, for the devil has come down to you in great wrath, because he knows that his time is short!
- Opinberunarbók Jóhannesar 12:12

This calls for wisdom: let him who has understanding reckon he number of the beast, for it is a human number, its number is six hundred and sixty-six.
- Opinberunarbók Jóhannesar 13:18

Fyrri hlutinn er um það þegar Satan var hent útúr himnaríki eftir mikinn bardaga við erkiengilinn Gabríel og kompaní. Samkvæmt sögunni þá var Satan líka erkiengill. En seinni hlutinn er um skrímsli númer 2 í heimstortímingu heilags Jóns (Saint John's Apocalypse, ég afsaka hræðilega þýðingu :P), en ekki Djöfulinn sjálfan. Ástæðan fyrir því að fyrri hlutanum var breytt yfir í ‘For the Devil sends the beast with wrath’, er líklega bara til þess að gera þetta flottara. Þetta er samt ekki rétt en finnst mér það bara allt í lagi.

En ef ég held áfram með introið, þá sagði Bruce það einhverntímann í útvarpsviðtali í Skotlandi að þeir hefðu verið að reyna að fá Vincent Price til þess að lesa inn þennan texta, en hann vildi ekki gera það fyrir minna en 25.000 pund. Maiden menn höfðu þá heyrt um mann sem las draugasögur í einhverju útvarpi og fengu hann til að gera það. Hann var leikhúsleikari og vissi því lítið um Maiden, en sló til. Þeir báðu hann um að hafa svona Vincent Price brag á þessu og hann stóð sig alveg frábærlega kallinn.

En lagið sjálft er alveg kyngimagnað, frábært verse, frábær chorus, frábær sóló og allt þar á milli alveg frábært. Þeir voru mikið böggaðir fyrir þetta lag, aðallega af hægri sinnuðum könum og mömmum, sem sjaldnast nenntu að hafa fyrir því að hlusta á lagið. En það var svosem í lagi, þetta fékk bara fleiri unglinga til að hlusta á þá. Þess má kannski geta að myndbandið er að einhverjum hluta byggt á ljóði eftir Robert Burns sem heitir ‘Tam O’ Shanter' og má finna það þarna -> http://www.robertburns.org/works/308.html


Run to the Hills (Harris)
Ég hef hitt marga hnakka á minni lífstíð, sem fíla Maiden… En hafa þó bara heyrt ‘Run to the Hills’… Ég hef eiginlega aldrei fílað þetta lag. Einfalt og hálfleiðinlegt bara. En ég er líklegast einn um það :/ Þetta lag er ef til vill þekktasta lagið þeirra og fyrsti risastóri smellurinn. Hratt lag og gaman að því að trommurnar minna mann svolítið á hestahljóðið (gobbedí gobb) og mjög einfalt að lifa sig inní það. Það segir frá baráttu indjána og kúreka og gaman að segja frá því að þessi setning: “the only good Indians are tame” er komin frá “málsháttinum” “The only good indian is a dead indian”. Sú setning er komin frá anarri setningu, sem átti að hafa verið sögð í janúar 1969, í Fort Cobb, sem var á þeim tíma indjána svæði, núna Oklahoma, stuttu eftir bardaga Custers við Black Kettle Cheyenne indjánana. Þá var höfðingi þeirra Old Touch-a-way að reyna að heilla General Philip Sheridan. Hann hafði þá lært smá ensku og sagði við hann: “Me, Toch-a-way; me good Injun.” Þá svaraði Generalinn að bragði: “The only good indians I ever saw were dead.” En svona til að segja aðeins meira frá laginu, þá er fyrri hlutinn sagður frá sjónarhorni indjánana, en sá seinni frá sjónarhorni kanana. Nú meikar textinn kannski aðeins meira sense fyrir suma.


Gangland (Smith, Burr)
Þegar ég var lítill og var að gramsa í gamla plötusafninu hans pabba, fann ég einmitt þessa plötu. Ég skoðaði hana ótrúlega vel, ákvað svo að Iron Maiden yrði uppáhaldshljómsveitin mín einhverntímann og ‘Gangland’ átti einmitt að vera besta lagið með þeim. Þetta sagði ég meira að segja nokkurm vinum mínum. ‘Gangland’ er langt frá því að vera besta lagið þeirra… Það er jafnvel bara nær því að vera versta lagið þeirra. En þrátt fyrir það er þetta alveg gott lag, bara ekki á Maiden skalanum. En lagið fjallar um hræðsluna og óvissuna um lífið á fjórða áratugnum í Bandaríkjunum. Eða jafnvel í EastEnd í London á sjöunda áratugnum þegar Kray bræður réðu öllu. En það er um svona mafíu dæmi eitthvað allavegana. En bandið þurfti að velja á milli þessa lags og síðan ‘Total Eclipse’ og völdu á endanum þetta lag. Alveg síðan hafa þeir verið á því að það hafi verið röng ákvörðun, en þeir gátu þó sett ‘Total Eclipse’ á geisladisks útgáfuna og urðu mjög ánægðir með það. Líka nok sniðugt að þessi lög eiga það sameiginlegt að vera einu lögin sem Clive Burr samdi með þeim.


Total Eclipse (Harris, Murray, Burr)
Já, þetta lag var ekki á plötunni sjálfri, en kom út á ‘Run to the Hills’ smáskífunni. Og svo á geisladisknum. En lagið er að mínu mati mun betra en ‘Gangland’ nokkurn tímann. Nema kannski áður en ég heyrði það, hehe. En lagið er dómsdags lag og lýsir hörmulegum endalokum heimsins á vistfræðilegan hátt. Ekki spyrja mig, ég las þetta bara einhversstaðar… En þetta lag passar alveg æðislega vel inní plötuna og er bara mjög góð viðbót á geisladiskinn.


Hallowed by thy Name (Harris)
Þetta er örugglega lag er örugglega bara eitt flottasta lag sem ég hef heyrt á ævinni. Að hlusta á þetta lag er eiginlega bara eins og að horfa á bíómynd. Þetta segir frá seinustu mínútum í lífi manns, sem er verið að fara að hengja. Fyrst kemur angist, svo skelfing og í lokin von, um að hann snúi aftur. Textinn í þessu lagi er þó ekki allur þar sem hann er séður, hann er sláandi líkur textanum í laginu ‘Rainbow Gold’ með hljómsveitinni Beckett. Það lag var síðan coverað af Maiden og sett á bakhlið ‘2 Minutes to Midnight’ smáskífunnar.

And though the end is near I'm not sorry
Catch my soul, it's willing to fly away

– Hallowed Be Thy Name

And your bird she's singing
Catch your soul, he's willing to fly away

– Rainbow's Gold

Já, þeir eru svona líkir. En eins og ég sagði áðan, þá vonast greyið náunginn að hann geti snúið aftur, en eins og segir í seinustu setningunni; “just a strange illusion”. Ég las einhverstaðar að það væri einhver mega boðskapur í þessari línu. Það er verið að vitna í það að margi telji lífið bara vera blekkingu. Þeir lifa þessu lífi því þeir halda að þetta sé lífið sem þeir áttu að lifa, það var valið fyrir þá. Þess vegna fer fólk ekki og reynir að uppfylla drauma sína. En talandi um lagið, þá er erfitt að lýsa því, öðruvísi en ótrúlega flott og bara brillíant. Langur instrúmental kafli, sem er á svipuðum skala og ‘The Phantom of the Opera’, og að maður tali nú ekki um textann og tilfinningarnar, eitthvað sem ég hef sjaldan heyrt í öðrum lögum. Ég held barasta að þetta gæti verið eitt af bestu lögum sem nokkurn tíman hafa verið samin og hvet ég alla til þess að fara nú og hlusta á Rock in Rio útgáfuna af þessu lagi.


Já, þetta er sko ein af mínum uppáhaldsplötum. Kraftmikil, flott, vel samin og bara ógeðslega góð. Og mikið rosalega er ég feginn að Bruce var á þessarri plötu, ég stórefast um að Paul hafi nokkurn tíman getað gert þetta svona vel. En ég held ég sé búinn að tilbiðja þessa plötu nóg, ég ætla að gefa henni 9.5 í einkun, þetta er að öllum líkindum besta plata sem ég hef hlustað á.
indoubitably