Iron Maiden, fyrsta stúdíóplata Iron Maiden. Nokkur lög á þessari plötu eru endurútgáfur frá ‘The Soundhouse Tapes’. Lögin eru líka lög sem þeir hafa verið að spila og semja í töluvert mörg ár, og þess vegna er erfiðara að greina einhvern sérstakan stíl, en það gerir hana bara sérstakari að mínu mati. Will Malone hét/heitir maðurinn sem átti að hafa pródúsað hana, en hann var eiginlega aldrei með þeim. Þannig að pródúsering stimplast mest á bandið og upptökustjórann. En platan í heild sinni er alveg að springa af hrárri orku og krafti og er hún alveg ómissandi í safnið.
Prowler (Harris)
Þetta lag er alveg æðislegt, hrátt og fallegt. Ótrúlega catchy tjúna í þessu, æðisleg melódía og bara gott lag, þrátt fyrir að það sé um einhvern geðbrjálæðing sem læðist um í myrkrinu og ‘hrekkir’ konur. Prowler var á hinum goðsagna kenndu ‘Soundhouse Tapes’, sem var fyrsta materialið sem Maiden gaf út. Ég las það líka einhversstaðar að það væri mun hraðara og eiginlega bara skemmtilegra á ‘Iron Maiden’. Þess má til gamans geta að þeir fóru með the ‘Soundhouse Tapes’ til Neal Kay, sem var DJ í norður London, þá setti hann Prowler efst á einhvern lista, og ‘Soundhouse Tapes’ varð alveg mega vinsælt. Og það er einmitt ástæðan fyrir því að þeir gáfu líka út plötuna ‘Soundhouse Tapes’.
Sanctuary (Harris)
Þetta frábæra lag kom fyrst út á ‘Metal for Muthas’ safnplötunni. Þetta var singúll númer 2 og komst uppí 29 sæti í Bretlandi. Hratt og gott lag um glæpamann sem er að flýja örlög sín. Setningin ‘I’ve never killed a woman before, but I know how it feels' er nok merkileg. Gæti hann verið að Eddie, sem sést ‘myrða’ Margaret Tatcheer á coverinu á smáskífunni? Nei, líklega ekki, því Derek Riggs fékk hugmyndina af myndinni af þessari setningu. Auðvelt er líka að tengja lagið við söguna í ‘Murders In The Rue Morgue’, þar sem tvær konur eru drepnar, og morðinginn flýr.
Það er spurning hvort það sé útaf morðunum, eða bara það að hafa séð slátruð líkin, en það er nokkuð augljóst að söguhetjan er búin að missa vitið gjörsamlega, hann er jú ‘laughing at the wind and howling at the rain’.
Remember Tomorrow (Harris, Di'Anno)
Samkvæmt Di'Anno, þá fjallar textinn um afa hans, þó svo að það sé ekkert greinilega sagt frá því í textanum. Þetta er hægt lag (eða svona meirihlutinn) með bæði rólegum og disortuðum köflum, og með alveg ógeðslega flottum sólóum. Sumir halda að afi Di'Anno gæti hafa verið flugmaður í WWII. Líklega útaf setningum eins og; “The clouds take me higher” (Það sem flugmaður sér úr cockpittnum), “I shall return from out of the fire” (Hann ætlar að lifa stríðið af) og “Out in the madness the all seeing eye/Flickers above us to light up the sky” (Leitarljósin sem lýstu upp himininn). Þó svo Di'Anno hafi ekkert sagt um þetta, þá gæti það svosem alveg verið…
Running Free (Harris, Di'Anno)
Fyrsta smáskífan sem Maiden gaf frá sér! Þetta lag er algjör klassík, en miklu skemmtilegra þegar það er spilað live. Ég frétti einhverstaðar að það hefði einu sinni verið sóló með Murray inní þessu lagi. En svo var því hennt út, ég veit ekki afhverju, ég veit ekki hvernig það hljómaði þá, ég hef einfaldlega ekki heyrt það. Um hvað er lagið? Jú, þar sem allir kunna ensku núorðið og ég nenni engan veginn að þýða þetta, þá peista ég bara svari Di'Annos frá því þegar Shan Siva, frá battlehelm.com spurði hann: “'Running Free' is about me as a kid. My mum ruled my life, but she said to me, ‘You live in a shit area, but do what you can do and see what happens… As long as you don’t hurt anybody, just get on with it’. But I did get into trouble with the law a few times and that’s the only thing I wish I could change… The grief I gave my poor mama. I never really knew my real dad, but my step dad was really cool. Sometimes, he’d surprise us and walk in when we were doing some spee, but he’d just brush it off as long as it wasn’t heroin or the hard shit. I don’t have the same attitude with my kids, though – if I catch 'em with anything I’ll kick the crap outta them.”
Gaman af þessu :)
The Phantom of the Opera (Harris)
Þessa sögu ættu nú flest allir að þekkja, þótt kannski ekki allir hafi heyrt lagið… eða öfugt. En það er inspærað af sögunni ‘The Phantom of the Opera’ sem Franski rithöfundurinn Gaston Leroux samdi árið 1910 (áfram google :D). Fyrir þá sem hafa aldrei heyrt um þessu sögu, þá skulið þið bara googla hana, það er einfaldast í heimi. Lagið sjálft er uppáhald margra Maiden aðdáenda (sem og Hallowed be thy Name), og það þarf ekkert að spyrja afhverju. Ég ætla samt að segja ykkur það. Instrumental kaflinn í þessu, byrjar hægur, fer síðan og verður retarded flottur, og verður hraðari. Svo endar þetta allt saman í tveimur (nánast) flottustu sólóum sem ég hef heyrt á ævinni. En það er ekki allt. Hraðinn í laginu, stemningin, söngurinn, bassinn, trommurnar og að sjálfsögðu gítararnir, þetta smellur allt saman æðislega vel saman og útkoman er bara algjör snilld.
Transylvania (Harris)
Þetta er æðisgengiðslega flott instrúmental lag, fyrsta af aðeins fjórum instrúmental lögum sem Maiden hafa gert. (Hin eru ‘The Ides of March’, ‘Genghis Khan’ og ‘Losfer Words (Big ’Orra)', man allavegana ekki eftir neinu öðru í augnablikinu.) En, fyrir utan titilinn, þá er eiginlega ekkert hægt að segja mikið um þetta lag. Jú, það er hratt, melódískt og ótrúlega gaman einhvern veginn að hlusta á það. En Transylvania er staður í Romaníu. Það varð að frekar frægum stað þegar Bram Stoker samdi söguna um Dracula, sem átti að hafa búið þar. En Vlad Tepes, var módelið af Dracula. Hann var kóngur í Wallachia á 15 öldinni, og eru til allskins sögur um hann og er ég ekkert að fara að tala um þann kauða hér. EN upprunalega þá voru Maiden menn komnir með söng melódíu fyrir lagið, en þegar þeir spiluðu það þá hljómaði það bara svo andskoti vel að þeir nenntu ekkert að vera að semja texta.
Strange World (Harris)
Transylvania gæti nú svosem líka bara verið intró af þessu lagi, þar sem þau renna ósköp notalega saman. En ég efa það. Því þetta lag byrtist fyrst á ‘Soundhouse Tapes’, en ekki ‘Transylvania’. Rólegt og notalegt lag. Gott að vakna við það. Hmm.. Eitt af tveimur alveg rólegum lögum sem Maiden hafa gert í gegnum sína lífstíð. (Hitt er ‘Journeyman’ af ‘Dance of Death’) Veit ekkert um hvað þetta lag er, en já, það er nokkuð flott og gaman af því. Murray fannst víst voðalega gaman að spila sólóið í þessu lagi live…
Charlotte the Harlot (Murray)
Jess! Þetta er frábært lag. Fyrra lagið í seríunni um Charlotte. Þessi lög fjalla um sársaukan og tilfinningarnar sem fylgja því að eiga hóru sem kærustu. ('22 Acacia Avenue' er hitt lagið í seríunni). Seinna meir tóku þeir þetta lag aftur upp og henntu því inn sem aukalag á ‘The Evil that men Do’ smáskífunni 1988. En hver var Charlotte the Harlot? Var hún til í alvörunni? Þeir hafa aldrei í rauninni svarað þessarri spurningu. Nema þá einu sinni. Og einmitt í sama viðtali og ég vitnaði í áðan. Og ég hef bara sama stíl á því og áðan. “Yep, it's true. Her real name is High Hill Lil and she’s basically an old prostitute. Well, actually she was more of a slut, ha ha! I mean, if you turned up to her house with some booze or some speed you were more or less guaranteed a lay. She was a legend in Walthamstow, everyone knew her… She was about 45 but a real rock out bitch… She’d take any guy from 15 upwards, ha ha! The song says that she lived on Acacia Avenue but its actually Markhouse Road, just before you go into Leyton ‘cause that’s the area where I lived.” Þetta var Hr. Paul Di'Anno úr viðtali sem Shan Siva tók, frá battlehelm.com. En Paul kallinn er þekktur fyrir að segja hluti sem voru ekkert endilega alveg sannir, þannig að ég ætla ekkert að selja þetta dýrara en ég keypti það.
Iron Maiden (Harris)
Þetta er bara klassi. Það muna allir hversu flott það var á Rock in Rio plötunni. En þetta var þriðja lagið á ‘Soundhouse Tapes’. Og þó svo að það sé ekkert svakalega flókið, þá líður mér alltaf betur ef ég hlusta á þetta lag. En iron maidenið sjálft var pyntingartæki í gamla daga. Það var svona einskonar líkistuskápur, þar sem búið var að troða spjótum í ‘hurðina’. Af einhverjum ástæðum man ég eftir því að það var nokkurn veginn svoleiðis tæki í kvikmyndinni Matilda… En þó ekki eins, því þessi gömlu áttu alveg að drepa gaurana sem voru inni. Þá áttu spjótin að þrýstast inní gaurinn og ekkert svakalega hratt. En nóg um það, mig langar að dreyma vel í nótt. En iron maiden var líka nikkneimið hennar Maggie Tatcher. Hún sést á coverunum á ‘Sanctuary’ og ‘Woman in Uniform’ smáskífunum.
Já, þetta er stálslegin vel samin, vel flutt plata í alla staði. Nema söngurinn. Ég hef alltaf hatað Paul Di'Anno og því fær platan bara 6.5 af 10 mögulegum í mínum dómi. En af gefnu tilefni vil ég benda fólki á það að 10 er hin fullkomna plata, það á ekki að vera hægt að toppa það. Þannig að hættiði að spreða stigum hægri vinstri eins og allar plötur og öll lög séu súper góð!
Takk fyrir mig.
indoubitably