Þessi snilldar diskur var sá 5. sem KISS gaf út en hann kom út árið 1976 þegar að þeir voru orðnir mjög frægir fyrir ALIVE diskinn sinn,
sem var þeirra fyrsta gullplata.En ég ætla ekkert að hafa þetta langt…
1.Detroit Rock City
2.King Of The Night Time World
3.God Of Thunder
4.Great Expectations
5.Flaming Youth
6.Sweet Pain
7.Shout It Out Loud
8.Beth
9.Do You Love Me
1 - Detroit Rock City
Eitt besta og frægasta lagið,ekkert nema snilld Paul Stanley singur þetta lag eins og mörg önnur.
10/10
2 - King Of The Night Time World
Þetta er mjög gott lag samt ekki eitt af bestu á þessum disk,Paul Stanley syngur þetta lag.
8.5/10
3 - God Of Thunder
Geðveikt lag sem Gene Simmons syngur,þetta er svona mesta “heavy” lagið KISS ásamt Unholy á revenge sem kom út 1992.
9.5/10
4 - Great Expectations
Þetta er geðveikt fallegt lag sem Gene Simmons syngur svo kemur einhver kór inní viðlagið bara snilldar lag þetta er eitt af flottu rólegu lögunum KISS.
9.5/10
5 - Flaming Youth
gott lag sem er sungið af Paul Stanley,snilldar byrjun og þetta lag er bara mjög gott, samt eina lagið sem er ekki “snilld” og að mínu mati er þetta slappasta lag á disknum.
7.5/10
6 - Sweet Pain
fín byrjun og mjög flott lag sem Gene Simmons syngur,mér finnst flest lög sem hann syngur mjög góð.
8.5/10
7 - Shout It Out Loud
Þetta er geðveikt lag og eitt allrabesta lagið á þessum disk Paul Stanley syngur þetta lag,svo kemur Gene Með smá part líka.
10/10
8 - Beth
Þetta lag er örugglega besta rólega rokklag frá upphafi,snilldar lag sem Peter Criss Trommarinn söng.KISS fengu People's Choice verðlaun árið 1977 fyrir Beth.
10/10
9 - Do You Love Me
Þetta lag er mjög gott,og flottur texti í laginu,Paul Stanley singur þetta lag.
9/10
Að mínu mati Besti KISS diskurinn svo koma Love Gun,Rock and roll over,hotter than hell þar á eftir og kannski geri ég greinar um þessa diska.
og í heildina fær þessi diskur 9/10