Aðvörun: Þetta er ekki merkileg grein og það er engin að halda örðu fram og biðjist þið lesa hana á þeim forsendum.
Heilir.
Ég er að skrifa þetta til að vekja álit á umræðunni af grein hér fyrir neðan, sem kallast “Það er kúl að vera metalhaus”.
Fyrir mitt leiti finnst mér þessi grein og umræðan alveg út í hött. “Það er kúl að vera metalhaus”?
Ég skil þessa setningu ekki einu sinni. Hvað er það að vera Metalhaus? Er það ekki að tileinka sig þungarokkinu einungis? Er það ekki þá eiginlega það sama og þröngsýni og fáfræði? ég bara spyr.
Ég verð að segja að ég myndi nú persónulega ekki fá háa einkun á Metlahaus prófi, til að sanna hollustu mína við þungarokkið. Ég er nýlega komin úr skápnum með að ég fýla Sometimes, með Britney Spears og finnst það bara fínt. (“Wanna fight about it?”) :P
En ég á einnig mest allt My Dying Bride safnið, til að nefna dæmi og hlusta á þá óspart.
Þeir sem þekkja mig persónulega myndu ekki hika við að fullyrða það að ég veit þónokkuð um flesta tónlist, þar á meðal Metal og Rock. En ALDREI myndi ég kalla mig Metalhaus, ekki frekar en ég myndi kalla mig nýbúa, þótt að partur af mér sé hvoru tveggja. Það ætti að vera svo miklu meira sem sérkennir okkur (Metalhausar eða ekki) en einhver EIN tónlistarstefna. Ég er ekki Metal-Haus né nýbúi, ég er Crestfallen fjandin hafi það! Sjálfumkrýnd tónlistarleg alfræðiorðabók :P
Korn, Slipknot og Linkin Park er ekkert verri tónlist heldur en Megadeth, Slayer eða At the Gates, þótt að fyrrnefndu böndin njóti meiri vinsælda. Þetta er bara spurning um að hvaða tónlist höfðar til einstaklingsins. Þótt að ég viðurkenni sterklega að þessi fyrrnefndu bönd höfða ALLS ekkert til mín, þá er hverjum sem er frítt að hlusta á þau, ef það veitir þeim ánægju. og ef það er eitthvað að fara í pirrurnar á lengra komnu þungarokks aðdáendum, ekki vera þá með stæla og leiðinda fordóma. Ef þetta fer svona í fólk, þá er bara að kynna nýjar hljómsveitir fyrir þeim.
Sama þótt að manni finnst hálf-fullorðið fólk kjánalegt fyrri að hlusta á Busted,(Er til í alvörunni) þá lagar það ekki neitt að rakka það niður! Hvað þá að kvarta undan fordómum í sinn garð á meðan!?
Lánið þessu fólki bara eintak af uppáhalds Black Sabbath disknum ykkar (Eða eitthvað) til að byrja með og búið til nýjan þungarokks aðdáanda, með þeim hætti.
Ég er að skrifa þetta, því að ég hef verið sekur um þetta í mjög langan tíma og jafnvel litið niður á fólk útaf tónlistarlegri fáfræði (Dæmi: “Nirvana er besta og áhrifamesta hljómsveit í heiminum”). En ekki lengur. Maður fær einfaldlega ekkert úr því að reyna að troða skoðunum sínum upp á fólk, þótt það segi kjánalega hluti að okkar mati og oft hluti sem bara sögulega standast ekki.
Ég reyni að vera opin fyrir sem flestu, sem hefur oftast reynt mér mjög vel. Eins og t.d. þá gat ég einu sinni ekki hugsað mér að hlusta á Power metal því hann er svo ótrúlega kjánalegur með sínar 80´s fantasy metal klisjur, en núna hef ég mjög gaman af honum, Tek hann kannski ekkert rosalega alvarlega, en ég hef mjög gaman af honum og hlusta mikið á Iced Earth, Hammerfall, Blind Guardian, Manowar og þannig bönd. Þetta er bara eitt dæmi um ótal stefnur sem hefðu farið framhjá mér, hefði ég bara brennimerkt mig sem Guns n´ Roses fýlandi Rockara, eins og ég var á mínum yngri árum.
Ég vill meina að mitt sérsvið innan Metalsins sé Doom Metal og legg ég mig mikið fram í að vita sem mest um hann og finnst það bara nokkuð fínt, því mér finnst þetta skemmtileg tónlist. En ég þekki líka fólk sem dýrkar Nu Metal og veit virkilega mikið um þá stefnu og setur sig mikið inn í hana og stúderar hana, rétt eins og ég stúdera Doom metal. Samt væri það alveg fáranlegt fyrir mig að setja mig á enihvern háan hest yfir Nu Metal aðdáandan, því að mín stefna er með þeim minnst þekktustu innan Metalsins. Það er ekkert betra en eitthvað annað, það er bara mismunandi hvað höfðar til einstaklingingsins
“Amatör Rockarar” eða “Metal-Hausar”, þá höfum við öll okkar skýrnarnöfn og þau hafa öll jafn mikin rétt á sér og verðskulda sömu virðingu og við vljum að aðrir sýna okkur.
Crestfallen
ps. Byðst afsökunar á hvað þetta er illa skrifuð grein. Er að flýta mér og er að skrifa þetta eins og ég hugsa það :P