Oft hefur verið sagt að umslag plötunnar Somewhere in time með Iron Maiden sé eitt alflóknasta plötuumslag sem hefur komið fram á sjónarsviðið en á því eru margar tilvísanir í sögu hljómsveitarinnar og meðlima hennar. Ég ætla með þessari grein að varpa smá ljósi á umslagið og vona ég að þið hafið gagn og gaman af.
1: “This is a very boring painting” Þetta stendur skrifað afturábak fyrir aftan hægri fótlegg Eddie.
2: Aftan á umslaginu neðst til vinstri er Ruskin Arms klúbburinn. Þeir spiluðu þar oft í upphafi ferilsins.
3: Á brúnni yfir götuna: West Ham 7 : Arsenal 3. Uppáhaldsliðið þeirra með gott forskot á andstæðinginn.
4: Klukkan er 23:58 (2 minutes to midnight).
5: Aces High barinn, fyrir ofan hann flýgur Spitfire orrustuflugvél.
6: The Rainbow bar. Annar staður sem þeir heimsóttu oft.
7: Myndirnar Life after death og Blade Runner í bíó. (Undir brúnni)
8: Bíóið heitir The Philip k. Dick cinema eftir manninum sem skrifaði bókina “Do Androids Dream of Electric Sheep?” sem myndin Blade Runner er byggð á.
9: Marquee klúbburinn. Spiluðu þar oft.
10: Phantom Opera leikhúsið.
11: “Bollocks again and again” undir Phantom Opera House. Þetta gæti verið tilvísun í “Bollocks” skilaboðin á Powerslave.
12: Ancient Marnier sjávarréttaveitingahúsið.
13: Herbert Ails stendur á brúnni. Gæti verið tilvísun í Frank Herbert sem skrifaði bókina “Dune” og vildi ekki leifa þeim að skíra lagið “To tame a land” eftir bókinni.
14: “Tonight Gypsy´s Kiss”. Fyrsta hljómsveit Steve Harris.
15: Hammerjacks, einn af uppáhaldsbörum þeirra í Bandaríkjunum. Hann lokaði 1. Jan. 1994.
16: Long Beach Arena sést þarna skýrt og greinilega.
17: Nicko er með gamaldags flugmannagleraugu á höfðinu vegna þess að hann er með flugpróf.
18: Nicko er líka klæddur í bol sem á stendur “Iron what?”.
19: Aftaná efst til hægri má sjá Icarus falla með vængina í björtu báli eftir að hafa flogið of nálægt sólinni. Sjá lagið Flight of Icarus (Piece of mind)
20: Pýramídarnir eru tilvísun í umslagið á Powerslave.
21: Gatan sem Eddie stendur á er Acacia Avenue, það vísar auðvitað til laganna “Charlotte the Harlot” og “22 Acacia avenue”.
22: Í einum glugganna við Acacia avenue má sjá stúlku sitja í stól (sennilega Charlotte the Harlot).
23: Bruce heldur á heila (Piece of mind)
24: Tehe´s bar er staðurinn þar sem þeir fundu gaurana sem sungu bakraddirnar í “Heaven can wait”.
25: Auga Horus (guð himins hjá Egyptum) sést til vinstri við byssuna sem Eddie heldur á.
26: Við vinstri fótlegg Eddie er nákvæmlega sama ruslafatan og er á þeirra fyrstu plötu.
Hér er reyndar ýmsu sleppt en ég vona að þið hafið haft gaman af þessari lesningu.
Að lokum læt ég fylgja með tengil inn á upprunalegu útgáfu þessa texta:
http://ironmaiden.webvis.net/faq.html#somewhere