Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að kanadíska hljómsveitin Into Eternity er að fara að spila hérna eftir einungis eina viku.

Það eru að verða síðustu forvöð fyrir fólk að kynna sér sveitina, því metalhausar og aðrir eiga eftir að verða súrir ef þeir missa af þessu og uppgötva svo sveitina síðar (ég hef prófað slíkt sjálfur!).

Tekið af dordingli:

"Into eternity - Buried in oblivion
[Centurymedia] 2004
www.intoeternity.com

Frá borginni Regina í Saskatchewan-fylki í Kanada koma þessir piltar. Mér varð það ljóst að mikið efni var í þeim þegar félagi Þorsteinn Kolbeins kynnti þá fyrir mér árið 2001. Það kemur engan veginn á óvart að þetta er þeirra besta verk því þeir hafa farið batnandi með hverri plötu. Ég veit ekki hvar ég á að draga þá í dilka en þetta er vissulega progressive/thrash/death metal genre mixing þ.e. stefnusamsuða og þeir gera það vel.
Liðskipan bandsins er að nokkru leyti breytt því að nýr gítarleikari( af alls tveimur) og nýr söngvari Chris Krall sem er bróðir bassaleikarans Scott Krall hafa bæst við hópinn. Það eru 5 manns í bandinu og sjá þeir allir um að syngja þó að aðalsöngvararnir séu 2( og sjá um báðir clean og death söng sem skiptist gróflega í hlutfallinu 60/40% yfir plötuna). Dauðarokksraddirnar finnst mér meira sannfærandi en áður og meira brútal(t.d. í Embraced By Desolation). Clean raddirnar eru melódískar og geta farið hátt upp og verið skemmtilega cheesy á nokkrum köflum. Stundum er sungið með fleiri en einni rödd en það getur komið fyrir að það er ekki alltaf hægt að átta sig á því hve margir syngja og hver er að syngja hvað!
Ég gaf því gaum að þeir hafa losað sig við hljómborð að mestu nema í smáköflum í lokin á plötunni en það kemur ekki að sök því að þeir ná svo breiðu sviði með gíturum sínum að sjálfir Dream Theater gætu farið að vara sig! Framúrstefnunni er eigi ógnað miðað við fyrri afurðir heldur er hún betrumbætt. Teknískar beygjur og breytingar eru í hvívetna. Kremjandi þung riff og lemjandi trommur hafa aldrei verið betri ( heyr lög: Splintered Visions & 3 Dimensional Aperture) Mjúk lög eru í endann; titillagið og síðasta lagið með klassískum gítar og tilfinningaþrungnum söng.
Svo virðist sem textarnir fjalli um andlega erfiðleika og geðræn vandamál.
Pródúsjónin (eða hvað segir maður hljóðritun? framleiðsla?) er betri en á fyrri verkum.
Þessi plata er meira true og meira brútal en fyrri afurðir. Of mikið death fyrir melódísku prog pjúrista og á hinn bóginn of mikið clean/“gay” fyrir death & blackmetal og core hausa? Ég vona ekki og býst við að fólk geti tekið þessari sveit vel sama í hvernig hóp það þykist falla.
Eitt af undrum Kanada eru Into Eternity orðnir að mínu mati( með Devin Townsend og Jeff Waters ofarlega)

Topplög:
Splintered Visions
Three Dimensional Aperture
Spiralling Into Depression

Toppeinkunn

Berserkur"

Tóndæmi:
Af Buried in Oblivion (2004):
Spiralling Into Depression -
http://pc.skjalfti.is/dordingull/mp3/06_-_Spiralling_into_Depression.mp3
Embraced By Desolation -
http://pc.skjalfti.is/dordingull/mp3/02_-_Embraced_by_Desolation.mp3
Splintered Visions -
http://notendur.centrum.is/~drastl/IE/Into_Eternity_01_Splintered_Visions.mp3

Af Dead or Dreaming (2001):
Dead or Dreaming -
http://notendur.centrum.is/~drastl/IE/IntoEternity_DeadorDreaming_deadordreaming.mp3
Resting Mind concerts