Loksins loksins er nýjasti diskur Dave Mustaine og félaga kominn út og ber hann hið frumlega nafn The System Has Failed
Seinustu tveir diskar Megadeth hafa verið hriklegir (Risk og Cryptic Writings) og verð ég að segja að þeir eru að koma með feitt comeback með The System Has Failed.
Gamlir meðlimir fá að líta dagsins ljós til að mynda þá spilar Nick Menza á trommurnar.
Track List
01. Blackmail The Universe
02. Die Dead Enough
03. Kick The Chair
04. The Scorpion
05. Tears In A Vial
06. I Know Jack
07. Back In The Day
08. Something I'm Not
09. Truth Be Told
10. Of Mice And Men
11. Shadow Of Deth
12. My Kingdom Come
Ætla nú ekki að segja frá hverju lagi því það er bara tímasóun og ekkert gaman að lesa um það. Diskurinn er reyndar opnaður með einu besta lagi diskins Blackmail The University sem er hrikalega flott lag. Hinsvegar þá er ég ekki alveg nógu sáttur með söng Mustaines því hann er ekki eins agressívur eins og hann var. Hinsvegar þá bætir hann það upp með þvílíkum riffum og sólóum að maður fær fullnægingu niðrí tær af því að hlusta á diskinn. Menza stendur náttla fyrir sínu með frábærum trommuleik, bassin er þarna en heyrist lítið í honum heldur aðalega rythmanum á lögunum.
Bestu lög diskins eru að mínu mati Blackmail The University, Die Dead Enough, Tears In Vail, Truth Be Told. Margir héldu eftir að Metallica gáfu út St.Anger með engum sólóum mundi Mustaine gefa út disk með 10 sólóum í hverju lagi en annað kom á tíman því Mustaine hefur tekist að setja saman einn besta disk Megadeth. Honum tókst það ekki með Risk og Cryptic Writings en þvílíkt comeback, og öruglega einn besta rokk disk sem hefur komið út í ár og seinustu ár.
Eina sem ég get sagt er “Hail Megadeth”