hljómsveitin er skipuð þeim Heimi(bassi+söngur), Gústa (gítar+backup söngur) og Gunna, fyrrverandi Anubis meðlimum, og Heiðari (trommara) úr hljómsveitinni Delta9
tónleikarnir voru lítið sem ekkert auglýstir og mættu því ekki margir, að utanskildum um það bil 10 brjáluðum headbangerum, og einhverju gömlu fólki sem var að halda þessa hátíð þarna
nevolution stigu á sviðið 17:20 og þar sem sviðið var bara 30cm (eða svo) á hæð þá voru áhorfendurnir alveg ofaní hljómsveitinni, og gátu hljómsveitarmeðlimir og áhorfendur talað saman eins og ekkert væri (þegar þeir voru ekki að spila þ.e.a.s.)
þrátt fyrir fámenni voru þetta snilldar tónleikar, þó ég muni ekki alveg playlistann þá spiluðu þeir amk nothology, sea of faces (song of fishes eins og Gústi orðaði það), Blackened (metallica lagið), Suiciety (sem er mitt uppáhalds Nevolution lag(þó að það sé ekki beint nevolutiom)) og left hand of god, og svo eitt eða tvö í viðboð.
fóru þeir á kostum og þegar þeir þóttust vera hættir gaf Heiðar brotinn Crash cymbala brjáluðum headbanger :), svo tóku þeir eitt lag (The Left Hand of God) og hoppuðu Gústi og Gunni niður af sviðinu, og inn í hóp brjálaðra headbangera og slömmuðu af sér hausinn með þeim.
Þetta voru mjög skemtinlegir tónleikar með góðri hljómsveit, og mæli ég með að þið kynnið ykkur þá (hægt er að ná í kynningardiskinn þeirra á heimasíðunni www.thenevolution.com) og vil ég benda á (eins og stendur á síðunni) að þeir eru á leiðinni til rvk, og spila þar á þremur tónleikum
vona að þetta hafi verið skemtinleg lesning, og endinlega kynnið ykkur þessa frábæru hljómsveit
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF