Ronnie James Dio
Það hefur verið svolítið vesen með þetta. Þannig er mál með vexti að AMG segir Dio hafa fæðst 1949, en sumar 1942. En það stenst varla að hann hafi fæðst ’49, svo ég hef það hinsegin. Tam. Þá stofnaði hann Prophets ’61 samkv. mínum heimildum. Og varla gerði hann það 12 ára, þannig að ég býst við því að AMG hafi rangt fyrir sér í þetta sinn.
Ronnie James Dio, fullu nafni Ronald James Padavona, fæddist í Cortland, New York þann 10. júlí 1942. Foreldrar hans voru Ítalskir innflytjendur. Fyrsta hljóðfærið sem hann lærði á var trompet, og var hann nokkuð fær á það og spilaði í Cortland High Jazz Band. Síðar byrjaði hann að spila á bassa. Ronnie útskrifaðist úr Cortland menntaskólanum vorið 1960. Þar var hann ma. bekkjarforseti og bekkjarfélagar hans lýstu honum sem snyrtilegum og viðkunnalegum nánunga. Semsagt, útlit hans á þeim tíma er algjör andstæða við þungarokkarann sem hann er í dag. Á skólagöngu sinni stofnaði hann hljómsveitirnar The Vegas Kings, The Rumblers, og The Redcaps. Þeir spiluðu klassíska tónlist frá 6. og 7. áratugnum. Ronnie og The Redcaps spiluðu oft á bar á aðalgötu Cortland, sem hét Domino’s.
Seint á árinu 1961 stofnaði hann Prophets. Á þeim tíma breytti hann eftirnafni sínu í Dio, sem þýðir guð á ítölsku. 1963 þá tóku þeir upp tónleika sína á Domino’s, og innihélt útgáfan meðal annars kóver útgáfu af Great Balls of Fire, eftir Otis Blackwell, en Jerry Lee Lewis gerði það frægt árið 1957. Æfingahúsnæði Prophets var í heimatilbúnu stúdíói í Tompkins St., í Cortland. Þetta var lítið húsnæði, einangrað með eggjabökkum. Undir áhrifum frá bítlunum breyttu þeir nafninu í The Electric Elves árið 1967, og brátt einfaldlega í The Elves.
Ronnie, ásamt Prophets, lenti í slæmu bílslysi er hljómsveitin var að ferðast eftir tónleika í Connecticut. Besti vinur Ronnie á þeim tíma, Nicky Pantas, einn gítarleikari sveitarinnar lest eftir að drukkinn bílstjóri missti stjórn á bílnum. Ronnie sat í farþega sæti sendiferðabílsins og meiddist alvarlega og þurfti að sauma í hann um 100 spor. Hljómborðsleikarinn Doug Thaler varð fyrir varanlegum meiðslum og hinn gítarleikarinn, David Feinstein, ökklabrotnaði og það eina sem hann man frá þessum viðburðum var að vakna á sjúkrahúsi og Ronnie var í næsta rúmi við hann. Á þessum tíma var hann að fara að flytja frá Cortland. Seinna nefndi borgarstjórn Cortland götuna sem Ronnie ólst upp í Dio Way. Hann giftist stúlku frá Cortland, Lorettu Berardi, sem er eins og nafnið gefur til kynna, ítölsk. Þau ólu soninn Danny. Skömmu síðar skildu þau. Loretta og Danny búa bæði enn á Cortland svæðinu.
Með tilkomu nýrra þungarokksveita á borð við Deep Purple, Black Sabbath og Led Zeppelin fór Ronnie að færast í þungarokkið sjálfur. Hann flutti til New York og breyttu þeir nafninu úr The Elves í Elf. Þeirra fyrsta plata kom út árið 1972. Á plötunni spilaði Ronnie á bassa, þetta var jafnframt eina platan sem hann gerði það á, áður en hann fór að einbeita sér að söng. Á plötunni spilaði David Feinstein úr Prophets á gítar, Mickey Lee Soule á piano og Gary Driscoll á trommur. Platan hét einfaldlega Elf og var próduseruð af engum öðrum en Roger Glover, bassaleikara Deep Purple. Glover leyst vel á þessa sveit og fékk þá til að hita upp fyrir Purple. Næsta plata Elf, Carolina County Ball(sem hét reyndar L.A. 59 í Bandaríkjunum og Japan) kom út 1974. Fyrsta lagið, Carolina County Ball er frábær blanda af jazzi og rokki og annað lagið L.A. 59 með frábærum píanóleik. Þessi tvö lög og Rockin' Chair Rockin' Roll Blues eru bestu lög plötunnar. Seinasta plata Elf kom árið eftir. Þeirra sterkasta plata að margra mati. Uppi hafa verið sögusagnir um að Ritchie Blackmore hafi spilað hluta plötunnar, en það er þó hvergi staðfest. Á plötunni voru þeir að færa sig yfir í harðara efni, augljóslega undir áhrifum frá Deep Purple og fleiri Breskum þungarokkssveitum.
Ritchie Blackmore var á þessum tíma gítarleikari Deep Purple og heillaðist af söng Ronnie. Skömmu eftir Stormbringer plötuna, í maí 1975, hætti Ritchie í Purple og þegar hann var að leita að nýju verkefni leitaði hann til Ronnie og bað hann um að stofna með sér band. Saman stofnuðu þeir hljómsveitina Rainbow, byggða í kringum Elfl. Allir meðlimir Elf nema David Feinstein voru með í sveitinni. Þaes. Ronnie James Dio, Gary Driscoll, Craig Gruber og Mickey Lee Soule. Þeirra fyrsta verk kom út sama ár, 1975, og hét einfaldlega Ritchie Blackmore´s Rainbow. Lög eins og Man on the Silver Mountain og Sixteenth Century Greensleeves urðu vinsæl meðal þungarokks aðdáenda í Evrópu. Ronnie sagði seinna að þetta væri hans uppáhalds Rainbow plata.
Fyrir næstu plötu losaði Ritchie sig við alla Elf meðlimina fyrir utan Ronnie, og fékk sér nýtt sett af hljóðfæraleikurum. Að flestra mati var það óþarfi, þar sem þeir voru allir afar góðir tónlistarmenn. En í staðinn fékk hann Cozy Powell, fyrrum trommara Jeff Beck, bassaleikarann Jimmy Bain og hljómborðsleikarann Tony Carey. Svona skipaðir gengu þeir inn í Musicland stúdíóið í febrúar 1976. Afraksturinn var platann Rainbow Rising. Platan innihélt 6 lög, öll samin af Blackmore og Dio. Að margra mati besta plata þeirra.
Næstu tvö ár gáfu Rainbow út tvær tónleikaplötur, báðar mjög góðar. Á þessum tíma var ósætti milli Ronnie og Ritchie. Ritchie vildi breyta um stefnu og syngja útvarpsvænar ástarballöður eins og Foreigner og Boston gerðu á þeim tíma. En Ronnie vildi halda áfram að syngja um galdrakalla, dreka og kónga og þannig lagað. Þeirra seinasta plata Long Live Rock N Roll kom út 1978. Ein betri plata rokksögunnar og innihélt hún ma. L.A. Connection, Gates of Babylon, Kill The King og Rainbow Eyes. Það er aðeins eitt ástarlag á plötunni, Rainbow Eyes. Lagið var líklega hugmynd Ritchie. Ronnie syngur stundum um konur, en ekki eins og ástsjúkur unglingur.
Eftir að Ronnie yfirgaf Rainbow hélt Blackmore áfram með sveitina. Meðal þeirra sem áttu að fylla skarð Ronnie voru Joe Lynn Turner, Graham Bonnet og Doogie White. Blackmore var á efa hæfileikaríkur gítarleikari, en það var býsna erfitt að vinna með honum. Tam. Þá voru frá maí 1975 til apríl 1978 höfðu í Rainbow verið með 3 söngvara, 4 trommara, 5 bassaleikara og 5 hljómborðsleikara.
Á þessum tíma hafði Tony Iommi, gítarleikari Black Sabbath samband við Ronnie og hittust þeir á klúbbi í Los Angeles, sem hét einmitt The Rainbow. Sabbath höfðu nýlokið við hina arfaslöku plötu Never Say Die. Tony og Ozzy Osbourne, þáverandi söngvari Sabbath áttu í alvarlegum deilum og á endanum var Ozzy rekinn fyrir drykkjuskap og mikla fíkniefnaneyslu. Ozzy eyddi næstu 6 mánuðum á hótelherbergi þar sem hann drakk og dópaði og var nær dauða en lífi. Dio var ráðinn í staðinn fyrir Ozzy og nýtt tímabil hófst.
Fyrsta plata hans með Sabbath kom út árið 1980. Áður hafði Ozzy ekki samið mörg Sabbath lög, heldur látið Bill Ward, Geezer Butler og Tony sjá um það. En nú tók Ronnie völdin í lagasmíð. Platan kom út um vorið og fékk nafnið Heaven And Hell. Á plötuumslaginu voru 3 englar að reykja og spila á spil. Þetta var frábær plata og ein þeirra langbesta, að margra mati betri en Paranoid. Lög eins og Neon Knights, Heaven And Hell og Die Young eru algjör snilld. Black Sabbath voru snúnir aftur, betri en aldrei fyrr. Vinnie Appice tók við af Bill Ward og í nóvember kom út platan Mob Rules. Innihélt hún 9 lög, öll samin af Ronnie Tony og Geezer, og var hún ekki mikið síðri en Heaven And Hell. Lög eins og Voodoo, Over And Over og Turn Up The Light standa upp úr. Skömmu eftir Mob Rules túrinn hætti Ronnie í sveitinni þar sem hann langaði að stofna sveit þar sem hann væri aðalmaðurinn, en í Sabbath var hann svolítið í skugganum af Tony Iommi. Það seinasta sem kom frá Sabbath með Ronnie var Live platan Live Evil, tekin upp á Mob Rules túrnum og kom út 1983.
Eftir að Ronnie hætti í Sabbath stofnaði hann sína eigin hljómsveit og skýrði hana Dio. Hana skipuðu fyrrum Black Sabbath trommarinn Vinny Appice, fyrrum bassaleikari Rainbow, Jimmy Bain og gítarleikarinn Vivian Campbell. Þeirra fyrsta plata, Holy Diver, kom út 1983 og fékk verðskuldaða athygli og seldist í milljónum eintaka. Mörg klassísk lög eru á plötunni og þar á meðal Dont Talk To Strangers, Rainbow in the Dark auk titillagsins. Á plötu umslaginu sést ‘lukkudýr’ Ronnie, malakovískur(?) risi að nafni Murray, drekkja presti. Á þeim tíma kenndu margir trúarlegir hópar myndina við satanisma. Platan er án efa með þeim betri þungarokksplötum allar tíma. Árið eftir kom platan The Last In Line út. Hún varð ekki eins vinsæl og sú fyrri, en seldist vel, að einhverjum hluta til vegna velgengni Holy Diver. 8 lög, hver öðru betra eru á plötunni og meðal annars er þar lögin The Last In Line, We Rock og Egypt(The Chains Are On).
Platan Sacred Heart kom út 1985. Þetta var síðasta platan sem Vivian Campbell spilaði á. Hún olli miklum vonbrigðum meðal aðdáenda Dio. Á plötunni voru ma. lögin Rock N Roll Children og King of Rock And Roll. Þegar að hér er komið, er Vivian Campbell hættur og í hans stað kominn Craig Goldy. 1986 kom út tónleikaplatan Intermission. Á plötunni eru lög af sumartúrnum 1985. Árið 1987 gaf Dio út nýja plötu, undir nafninu Dream Evil. Á umslaginu má sjá barn, sofandi í rúmi sínu, með þumalinn í munni sér. Í glugganum er Murray og undir og í rúminu eru ýmsar skepnur. Þetta var mjög umdeilt á sínum tíma. En að plötunni sjálfri. Eftir undanfarin vonbrigði þá var Dream Evil þrælgóð plata og lög eins og All The Fools Sailed Away eru klassík.
Fyrir næstu plötu komu yfir 5.000 gítarleikarar í prufu en Ronnie valdi á endanum hinn 18 ára Rowan Robertson. Trommari AC/DC, Simon Wright bættist einnig í hópinn fyrir plötuna. Platan sem fékk heitið Lock up the Wolwes kom út 1990. Platan fékk ekki góða dóma og var þeirra verst selda plata fyrir utan ‘live’ plötuna Intermisson. Það var því ljóst að staða þeirra í þungarokks samfélaginu var að versna og fóru þeir að missa aðdáendur smátt saman. Árið 1991 kom út platan, Diamonds: Best Of Dio, og innihélt hún öll hans bestu lög. Þar má nefna Holy Diver, Rainbow in the Dark og Don’t Talk To Strangers. Árið 1994 kom út platan Strange Highways. Á henni spiluðu með Ronnie Vinnie Appice á trommur, Jeff Pilson, úr Dokken á bassa og óþekktur gítarleikari að nafni Tracy G. Platan fékk ágæta dóma og innihélt ma. Pain, Firehead og Give Her The Gun.
1996 gaf Dio út Angry Machines. Platan fékk ekki mjög góða dóma og var það álit margra að Dio væri að missa það. 1998 gaf Dio út Anthology, sem innihélt lög af öllum plötunum. Holy Diver, Rainbow In The Dark og All The Fools Sailed Away voru ma. á henni. Sama ár kom út tónleikaplatan Inferno: Last In Live. Á heimstúrnum 96-97 með Vinnie Appice, Tracy G, Larry Denilson og Scott Warren tók Dio lög af löngum ferli sínum, Rainbow lög eins og Man On The Silver Mountain og Long Live Rock N Roll. Sabbath lög á borð við Mob Rules og Heaven And Hell auk Dio laganna góðu. Þetta var án efa það besta sem hafði komið frá Dio í langan tíma því þó illa gengi að semja efni sem fékk góða dóma voru þeir frábærir á tónleikum.
Næsta breiðskífa Dio, Magica kom út í mars 2000. Magica er frábær plata þar sem Craig Goldy, Jimmy Bain og Simon Wright snúa allir aftur. Frábær plata þar sem Ronnie semur um ma. baráttu góðs og ills, að hans sögn undir áhrifum Lord Of The Rings sagnanna eftir JRR Tolkien. Platan inniheldur flott lög eins og Lord Of The Last Day, Fever Dreams, Turn To Stone og Feed My Head. Þetta var án efa besta breiðskífa Dio í mörg ár. Í október sama ár kom út The Very Beast of Dio sem innihélt ma. tónleikaútgáfu af Man on The Silver Mountain. Anthology Vol. 2 kom út 2001. Á henni voru ma. Don’t Talk To Strangers, Dream Evil og tónleikaútgáfur af Rainbow In The Dark, We Rock og Long Live Rock N Roll.
Killing The Dragon hét næsta plata og kom hún út á 60 ára afmæli Ronnie, árið 2002. Á henni spilar Doug Aldrich, en Bain og Wright eru enn á sínum stað. Platan fékk fína dóma og lög eins og Rock & Roll, Guilty og Killing The Dragon eru meðal laga.
Stand Up and Shout: The Dio Anthology kom út 27. maí 2003. Á henni eru heil 29 lög, allt frá Elf til Dio, og auðvitað eru gömlu góðu Rainbow og Sabbath lögin þarna líka. Þetta safn er alveg þvílík snilld og ættu allir þungarokksáhugamenn að eiga það. Sama ár kom Evil or Divine DVD inn út. Á honum er ma. Heaven And Hell með Sabbath Man on the Silver Mountain með Rainbow og Holy Diver. Í síðasta mánuði kom út platan Master of the Moon. Á þeirri plötu spila Simon Wright, Scott Warren, Rudy Sarzo og Craig Coldy, en þeir mynda hljómsveitina Dio nú í dag. Platan fékk nokkuð góða dóma og One More Fore The Road, Master Of The Moon og The Man Who Would Be King er meðal góðra laga.
Þá var það ekki fleira að sinni, takk fyrir mig.
Mynd af Ronnie frá skólaárunum http://hem.passagen.se/diomagic/Dioarticle_files/image003.gif
Mp3 download frá fyrri árunum ‘Ronnie And The Redcaps to Elf
http://www.dimwhit.com/dio/mp3.html
Viðtal við Ronnie
http://www.dimwhit.com/dio/interview.html
Viðtal við Mickey Lee Soule(úr Elf og fyrstu Rainbow plötunni)
http://www.dimwhit.com/dio/interview_mls.html