Hellirinn; Nýr tónleikastaður
Það er með gríðarmikilli ánægju sem ég tilkynni hér að nýr tónleikastaður, Hellirinn, hefur verið tekinn í notkun í Tónlistarþróunarmiðstöð (TÞM).
Þessi tónleikastaður er hrein og klár bylting og allar reglur sem búið er að prenta inn í hausinn á fólki hafa verið brotnar. Hér verða haldnir tónleikar fyrir alla, alltaf. Engin aldurstakmörk, engar kvaðir. Þið þurfið ekki að vera orðin tvítug til að geta komið og séð ykkar uppáhalds hljómsveitir, hér eru allir velkomnir. Við trúum því ekki að bjórsala sé eini grundvöllurinn fyrir því að tónleikastaður standi undir sér. Nú er komið að ykkur að afsanna þessa gömlu lummu með okkur.
Hellirinn rúmar 300 manns og mikið hefur lagt í að gera hann sem best úr garði gerðann. Þar er öflugt hljóðkerfi, stórt og gott svið og afslappað andrúmsloft. TÞM hefur verið kallað vagga rokktónlistar í Reykjavík og ekki að ástæðulausu. Þar æfir fjöldinn allur af hljómsveitum og nú höfum við bætt enn einni fjöður í rokkhattinn okkar með þessum frábæra tónleikastað.
Margir tónleikar eru í burðarliðnum, t.d:
26. september: I adapt, Hryðjuverk, Saktmóðigur, Terminal Wreckage og Tamlin. Byrjar klukkan 19:00, 500 kr. Inn.
5. nóvember: Hatesphere (Danmörk) ásamt fleirum.
Nú er bara um að gera að hafa samband ef hljómsveitin þín hefur áhuga á að setja upp tónleika.
Hellirinn er staðsettur í Tónlistarþróunarmiðstöð, Hólmaslóð 2, 101 Reykjavík. Hólmaslóð er úti á Granda og strætóleið #2 er með endastöð beint fyrir utan.
Munið að sjón er sögu ríkari! Endilega lítið við og tjekkið á þessu.
Um bókanir sér Gylfi Blöndal (sími 824.3002 eða gylfi@tonaslod.is)