Tulus, 1991 - 1999
Norska hljómsveitin Tulus var stofnuð 1991 af þeim Sarke (trommur) og Blodstrup (gítar/söngur). 1993 fengu þeir loksins Gottskalk á bassa og nokkru síðar, einhvern tímann 1994, gáfu þeir út “Samlerens Kammer” kassettuna og ári seinna “Midtvintermane” kassettuna. Þó svo að kassetturnar hafi ekki fengið mikla dreifingu þá urðu þeir strax frekar þekktir fyrir bassadrifinn svartmálm sinn.
Ári seinna, 1996, gáfu þeir svo út fyrstu hljómplötu sína, “Pure Black Energy”. Fyrsta upplagið gáfu þeir sjálfir út en ári seinna gaf Hot Records (sem var í eigu Shagrath úr Dimmuborgir) út seinni útgáfu vegna þess hversu fljótt fyrri útgáfan seldist upp. Þrátt fyrir ágætis sölu varð vart við óánægjuraddir því mörgum fannst bassinn hafa misst sess sinn á “Pure Black Energy”. Persónulega finnst mér það vera bull, tónlistin er hröð og hrá en þó í jafnvægi, ef svo má að orði komast, ekkert að þessu.
1998 gáfu Tulus út aðra breiðskífu sína, “Mysterion”, í gegnum Hot Records. Einhvern veginn finnst manni eins og þeir hafi verið að flýta sér eitthvað rosalega með þessa hljómplötu því hún er steingeld og illa gerð, finnst mér. Það segir dáltið að kápan er meiraðsegja illa gerð í alla staði, og ekki mikið til þessarar plötu að koma.
1999 voru þeir komnir með samning hjá Hammerheart Records og gáfu út þriðju, og jafnframt síðustu, breiðskífu sína, “Evil 1999”. Ég er ekki að geta valið á milli fyrstu og þriðju breiðskífu þeirra þegar kemur að því að velja þá bestu en held ég nú að þeir hafi gert góðann hlut þegar þeir lögðu Tulus á hilluna, því þeir hefðu ekki getað toppað “Evil 1999”. Þarna er maður líka búinn að sjá þróun frá “Pure Black Energy”, sem mér finnst vera mun hraðari plata yfir í aðeins hægara og vandaðri svartmálm á “Evil 1999”.
Árið 2000 kom svo út safnskífan “Cold Core Collection”, sem inniheldur tvær fyrstu plötur Tulus og svo öll þrjú demo þeirra. Mæli ég eindregið með að fólk byrji á þessari útgáfu, því þar er náttúrulega verið að fá mest fyrir peninginn, og fólk getur séð þróun hljómsveitarinnar frá 1991-1997. Einnig er gaman að byrja á þeim disk því hann inniheldur tvær ábreiður, önnur er “Slowly We Rot” eftir Obituary en hin er “Ziggy Stardust” eftir David Bowie, sem er lag sem ég hefði ekki búist við að finna á disk með svartmálmshljómsveit.