Stofnað af Andrew Harris aka Akhenaten '92 undir nafninu Heidegger. Mér sýnist Andrew kallinn vera með blautann blett í buxunum fyrir heimspekingum því hann vitnaði sí og æ í Nietzsche og fyrra nafn hljómsveitarinnar er tekið frá Martin Heidegger, sem var víst afskaplega þekktur heimspekingur frá Þýskalandi. Akhenaten virðist hafa tilheyrt þeim hóp Ameríkana sem álíta að þekkinguna hafi verið að finna í Föðurlandinu, enda býr hann þar núna og nýtur sín eflaust vel (í landinu þar í þeir innlendu eru á góðri leið með að verða minnihlutinn vegna afskaplegra lélegrar löggjafar í innflytjendamálum).
Allavega… Kallinn tók upp demo rétt eftir að hafa breytt um titil á hljómsveitini árið 1993 en var ekkert að flýta sér að gefa neitt meira út og gaf því ekki út plötu fyrr en tveimur árum seinna, eða, ólíkt því sem er að gerast núna; átti hann bara í erfiðleikum með að finna hljómplötuútgáfu með áhuga. Ég hreinlega man það ekki.
Að mínu mati eru fyrsta platan, “The Cold Earth Slept Below”, sú besta. Kannski það sé sérstaklega vegna þess hversu óvanur maðurinn er nokkru öðru en gítarnum því það er eitthvað sérstaklega nett við það hversu hreint út sagt lélegur maðurinn er á trommunum. Það er viss sjarmi yfir lögum eins og “Wrath” og “Babylon” sem maður finnur ekki á seinni útgáfum Akhenaten, og vil ég meina að með auknum trommuhæfileikum Akhentanen hafi sjarminn horfið.
Auk þess að gefa út plötu nokkurn veginn á hverju ári, ásamt nokkrum sjötommum, spilaði Akhenaten einnig í Maniac Butcher, Sarcophagus, Weltchmach og Nargaroth. Maniac Butcher eru þá helst þekktir fyrir góðann svartmálm en einstaklega mikla ostaframleiðslu en það hefur löngum háð austur-Evrópskum hljómsveitum, fyrir utan Master’s Hammer. Sarcophagus eru eflaust minnst þekktir af því sem Akhenaten kom nálægt og ráðlegg ég langflestum að halda sig frá þessu, þetta er án efa einhver sú leiðinlegasta death/black hljómsveit sem komið hefur frá USA, mæli ég með að ef þið viljið upplifa sömu leiðindi og ég upplifiði þegar ég hlustaði á fyrstu breiðskífu þeirra þá gæti ein skeið af Lactoluzid niðurgangslyfinu dugað vel til. Weltmacht hefur mér þó líkað vel við. Mér hefur fundist Weltmacht vera “fyrra-dags” Judas Iscariot með betri hljóðfæraleik. Veit ég ekki með hvorri plötu þeirra ég ætti sérstaklega að mæla en segi þó að ef þið hafið ekki heyrt neinu af því sem Akhenaten hefur komið nálægt þá eru þessar fjórar plötur vel við hæfi að byrja á:
Judas Iscariot – The Cold Earth Slept Below
Weltmacht – And to Every Beast it’s Prey
Weltmacht – Call to Battle
Judas Iscariot - Dethroned, Conquered and Forgotten