Síðast var það AMON AMARTH…. Núna er það….
** INTO ETERNITY **
Mér er það alveg hrikalega mikill heiður að kynna þessa hljómsveit, enda í gríðarlegu uppáhaldi hjá mér.
Into Eternity mun spila tvenna tónleika á Íslandi 27. og 28. október. Þessi hljómsveit er á mála hjá Century Media þungarokksplöturistanum og gaf út sína þriðju og jafnframt bestu plötu, Buried in Oblivion, fyrr á þessu ári. Sveitin spilar samblöndu af progressive power metal og tæknilegu dauðarokki, eins ólíkar stíltegundir og þær nú eru, og tekst að blanda þeim saman á nær óaðfinnanlegan hátt.
Sveitin kemur frá Saskatchewan fylki í Kanada og hefur verið að spila saman síðan liðsmenn voru táningar. Þeir eru því alveg ótrúlega þéttir, enda hafa þeir túrað saman með böndum eins og Nevermore, Kataklysm, Dying Fetus og Hate Eternal.
Frekar kynning og upplýsingar um stað og upphitunarsveitir mun birtast síðar.
Tóndæmi (innlend download)
Af Buried in Oblivion:
Spiralling Into Depression -
http://pc.skjalfti.is/dordingull/mp3/06_-_Spiralling_into_Depression.mp3
Embraced By Desolation -
http://pc.skjalfti.is/dordingull/mp3/02_-_Embraced_by_Desolation.mp3
Video
Sjónvarpsstöðin Much Music gerði smá feature um sveitina fyrir nokkru, þar sem er tekið viðtal við hana, auk þess sem sýndar eru nokkrar glefsur af bandinu live.
http://www.intoeternity.com/video/ie-muchdoessask.wmv
Tékk it out !
Resting Mind concerts