Slayer - Reign In Blood Ein af betri metal plötum allra tíma. Það eru fáar plötur sem komast nálagt þessari og enn færri sem hafa haft svona mikil áhrif á rokkheimin eins og Reign In Blood.

Platan er opnuð með hinu gríðarlega lagi “Angel Of Death” þar sem Tom Araya byrjar hlutina með öskrum. Hann öksrar hvern textan á fætur öðrum um morð og allt það sem kemur því nálægt. Hraði söngsins lætur mann hafa gaman af því að fylgja þeim eftir, þangað til að maður hefur lært alla textana utan af.

Kerry King og Jeff Hannenmann hafa samið ein hörðustu riff í sögu rokksins. Þessi riff ná því að vera þau sneggstu í rokkinu á meðan engin mun efast harðkjarnan þeirra. King og Hannenmann eru ekki tæknilegustu gítarleikarar heimsins, en sólóin þeirra á Reign In Blood eru ólýsanleg, í lögunum “Necrophobic”, “Jesus Saves” og “Raining Blood” myndir þú sverja að það væri verið að slátra dýrum fyrir framan þig, þú getur nánast fundið fyrir hverju höggi þegar King stígur á fretið, ekki alveg metal sóló en þau virka hins vegar

Maðurinn á bakvið Slayer hefur alltaf verið Dave Lombardo með frábærum trommuleik. Á þessari plötu sannar hann það að hann sé besti “double kickari” í heimi. Þú þarft ekki vera búin að hlusta á plötuna lengi til þess að fá sönnun á því, sólóið í endanum á Angel Of Death er hrein snilld. Svo er hann hraður sem helvítið sjálft

Með þó ekki nema 28 mínútna disk, hlusta á Reign In Blood er eins og að fá spark í hneturnar og ég lofa að allur vindur mun fara úr ykkur. Á meðan þetta er ekki besta METAL plata í heimi er þetta án efa ein af betri THRASH plötum í heimi.