Into Eternity - Buried in Oblivion. Progressive thrash metal frá Kanada Borgin Regina, í Saskatchewan fylki í Kanada er þekkt sem sólríkasta fylkis-höfuðborgin þar í landi, jafnvel þó á borginni dynji stormveður í 30 tíma að meðaltali á hverju ári. Það er e.t.v. sú veðurfarslega andstæða sem getur hjálpað til við að útskýra hið hljóðræna jin/jang sem hljómsveitin Into Eternity stendur fyrir. Rétt eins og hin norðlega heimaborg þeirra sveiflast milli myrkurs og ljóss, þá nær þessi kvintett á óaðfinnanlegan hátt að blanda saman progressive power metal og tæknilegu dauðarokki, eins ólíkar stíltegundir og þær nú eru. Svo vel gera þeir það að bandaríska tímaritið Metal Maniacs lýsti því yfir nýlega að bandið hafi einfaldlega skapað sína eigin stefnu eitt síns liðs.

Kjarninn í bandinu, Jim Austin trommari, Scott Krall bassaleikari og gítarleikarinn Tim Roth byrjuðu að spila saman þegar þeir voru enn táningar. Demoupptökur sem þeir félagar gerðu snemma á ferlinum náðu eyrum hollensku útgáfunnar DVS records sem varð til að hún gaf út samnefnda fyrstu plötu bandsins árið 2000. Eftir að hafa spilað á fjölda stórra tónleika (m.a. á ProgPower Europe festivalinu og fjöldann allan af tónleikum í Kanada með Nevermore), sneri bandið aftur í hljóðver til þess að hljóðrita plötuna Dead or Dreaming, (2001). Fjölbreytileiki og gæði tónlistarinnar endurspeglaðist í því að tímarit og fjölmiðlar um heim allan héldu vart vatni yfir henni. Það varð til þess að langt tónleikaferðalag með Kataklysm, Dying Fetus og Hate Eternal fylgdi í kjölfarið.

Þriðja plata sveitarinnar og jafnframt fyrsta platan á þungarokkshljómplöturisanum Century Media, Buried in Oblivion kom svo út á þessu ári. Á meðan Dead or Dreaming gaf sterklega til kynna hvað í sveitinni bjó, þá setti Buried in Oblivion hreinlega ný viðmið um það hversu fjölbreytt þungarokk getur orðið. Bilið milli Dream Theater og Opeth var brúað. Aftur áttu tímarit ekki orð yfir gæðum þessarar sveitar enda valdi Metal Hammer Buried in Oblivion sem plötu mánaðarins þegar hún kom út. Þessi 10 laga plata - þar sem gítarleikarinn Rob Doherty og söngvarinn Chris Krall höfðu gengið til liðs við bandið - býður upp á lagskipta blöndu af risháum melódískum söng, harmóníum í stíl við klassískt rokk (Queen t.d.) og sótsvörtum dauðarokkssöng, allt bakkað upp af hreinum virtuoso hljóðfæraleik.

Rétt eins og heimabær sveitarinnar er athyglisverður vegna andstæðunnar milli hrjóstrugleika vetrarstormanna og hita sumarsólskinsins, þá er tónlist INTO ETERNITY merkileg fyrir þær sakir að þar ægir saman aggressífum metal við hljóðvegg af röddum og hressandi “stoppað-á-staðnum” gítarriffum. Ferskt og nútímalegt en samt óneitanlega með ræturnar í sígildu þungarokki - þetta er hljómur þungarokks framtíðarinnar.

Tóndæmi (innlend download)
Af Buried in Oblivion

Spiralling Into Depression
http://pc.skjalfti.is/dordingull/mp3/06_-_Spiralling_into_Depression.mp3

Embraced By Desolation
http://pc.skjalfti.is/dordingull/mp3/02_-_Embraced_by_Desolation.mp3

Tékk it out!
Resting Mind concerts