Það er ekki oft sem maður sér fólk tala um almennileg bönd hérna á “metal” korknum á Huga
en nú er önnur saga
hins vegar er ég drullufúll yfir því hvað Wratchchild segir um The haunted og er því mjög ósammála (en þó sammála sumu)
Ég finn t.d. ekki áhrif frá In flames né Opeth hjá The haunted
ég er mikill aðdáandi allra þessara banda (reyndar hefur Opeth verið mitt uppáhaldsband í rúm 2 ár og þykist ég vita nákvæmlega allt um þá) og ég get ekki séð að þeir taki áhrif frá hvor annari, hins vegar er það “hið sænska yfirbragð” sem er sameiginlegt hjá þeim (GOTHENBURG METALL!!!)
Það er ekkert mál að verða sér úti um diska þeir Haunted-liða, ef maður er ekki einhver helvítis vælukjói sem vælir yfir því að þetta sé ekki til í Skífuni eða álíka ruslbúð, heldur reynir að gera eitthvað í því að redda sér diskunum
nú nýlega sá ég til dæmis The haunted made me do it í Japis á laugavegi (en var búinn að redda mér honum af netinu áður)
Adrian Erlandsson (nýji trommarinn í Cradle of filth, og einmitt bróðir Daniels Erlandsson, trommara í hinni STÓRKOSTLEGU Arch enemy) var í At the gates og fór í The haunted með þeim Björler bræðrum þegar At the gates hættu árið 1996
The haunted og At the gates eru bönd sem þið ættuð að tjékka á, þau eru tólf sinnum betri en cradle of filth. At the gates er næstbesta band allra tíma að mínu mati (fyrir utan hina heilögu snilld: Opeth)
Peter Dolving og Adrian Erlandsson hættu eftir frumburðinn (The haunted) og það var kannski ágætt, því mér fannst Peter aldrei góður söngvari en nýja diskinn og nýja söngvarann fíla ég endalaust (þótt ég sakni Adrian Erlandsson sem hefur yfirgefið sænska metalinn)
Þeir Björler bræður slá Hoffmann bræður út, og þá er nú mikið sagt!!! :)
I think I´ve made my point
GOTHENBURG METAL UP YOUR FUCKING ARSE!
-Haukur D