Mercenary - 11 Dreams - Plata ársins? Kæru hálsar, ein besta metalplata sem komið hefur frá Danmörku fyrr og síðar er fundin. Hljómsveitin heitir <b>Mercenary</b> og platan heitir <b>11 Dreams</b>.

Það hefur verið alveg gríðarleg uppsveifla í dönsku þungarokki síðustu ár, sem hefur skilað sér í afbragðsplötum frá böndum eins og Urkraft, Raunchy, Mnemic, Hatesphere og Mercenary. Mercenary kom sér einmitt á kortið fyrir 2 árum með plötunni sinni Everblack sem landaði sveitinni samning með risann Century Media.

11 Dreams er svo fyrsta plata þeirra á Century Media og hérna hafa þeir virkilega fundið sinn stíl. Mercenary er 6 manna hljómsveit sem hefur á að skipa 2 söngvörum, einum clean og öðrum growl. Clean söngvaranum hefur verið lýst sem besta metal söngvara Danmörku og er stíllinn hans í ætt við Warrel Dane úr Nevermore/Sanctuary. Samvinna hans með growl söngvaranum er einnig allsérstök, því raddir þeirra blandast það vel saman að úr verður þriðja röddin þegar þeir syngja saman.

Tónlistin er þung, melódísk, aggressív, soft, brutal og sinfónísk… hehe furðuleg blanda, en diskurinn er einfaldlega það margbrotinn að metal aðdáendur úr sitthvorum enda metalsins ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Þessi plata er (reyndar eins og Everblack) að fá alveg magnaða dóma og hvert metal tímaritið á fætur öðru gefið því fullt hús stiga eða því sem næst því.

Danska dagblaðið BT, sem er eitt af stóru dagblöðunum í Danmörku birti um helgina dóm um þessa plötu þar sem gagnrýnandinn segir m.a. <i>"[11 Dreams er] Ein besta metalplata sem ég hef heyrt í mörg ár og ein besta danska metalplatan fyrr og síðar.“</i>

Umsögnina er hægt að lesa í heild sinni hérna:
<a href=”http://www.bt.dk/underholdning/anmeldelser/artikel:aid=302144">http://www.bt.dk/underholdning/anmeldelser/artikel:aid=302144</a>

En það stoppar ekki þar…
Metal Hammer (þýska útgáfan) valdi plötuna einnig plötu mánaðarins í september hefti blaðsins.

Danska vefritið Danish Metal (www.danishmetal.dk), sem er líklega stærsta danska vefritið um metal gaf plötunni einnig fullt hús stiga (6/6) þar sem gagnrýnandinn segir:
<i>Ég vil bara segja strax í byrjun að þetta er með því besta í dönsku þungarokki sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Gleymið öllu um síðustu dönsku útgáfur sem hafa verið nokkuð góðar [Mnemic, Raunchy, Urkraft og Hatesphere hafa allar gefið út diska nýverið], þetta er einfaldlega toppurinn á kransakökunni! Ef manni fannst Everblack var mjög góð, þá er það ekkert samanborið við 11 Dreams.</i>

Platan er komin út, kom út 23. ágúst.

Get it!
Resting Mind concerts