Ég hef ákveðið að fjalla um einhverja mestspiluðu og elskuðustu plötuna mína:Living after midnight með Judas Priest.

Ég ákvað að breyta til í power-metal eftir að ég hafði verið að hlusta á Sabbath og Zeppelin soldið lengi. Ég tók frábæra ákvörðun og keypti mér þetta snilldarverk með þessum snillingum!

Line uppið:
Rob Halford:Söngur.
Glenn Tipton:Gítar.
K.K Downing:Gítar.
Ian Hill:Bassi.
Dave Holland:Trommur.
Scott Travis:Trommur.
Ég er samt ekki viss hvort að hljómsveitin hafi alltaf haft þetta lin-up.

Þess má líka geta að þeir eru byrjaðir að spila aftur og munu spila á Ozzfest!!!

01.Better by you,better by me.
Kom út snilldar plötunni Stained Class,flottur gítar og söngur.***/*****

02.Kom út á plötunni Hell bent for leather,frekar leiðinlegt poppað lag.*/*****

03.Green Manalishi(With the two pronged crown)Kom líka út á Hell bent for leather. Ágætis lag í alla staði.***/*****

04.Living after midnight.Kom út á British Steel,allgjört snilldar lag! Flott gítarsóló og Rob syngur mjög vel.****/*****

05.Breaking the law. Kom út á British Steel, mjög fínt lag.***/*****

06.United. Kom líka út á British Steel,flott lag sem hljómar eins og þjóðsöngur e-ð. Annars flott lag með háværum bassa.

07.Hot Rockin'. Mjög gott lag sem kom út af plötunni Point of entry,taktfast,flottur söngur og nett sóló.****/*****

08.You've got another thing. Þett snilldar lag kom út á plötunni screaming for vengeance,allir hafa heyrt þetta snilldar lag ef þeir hafa spilað gta:vice city.*****/*****

09.The hellion/Electric eye. Kom út af sama disk og seinasta lag. Var alltaf uppáhalds lagið mitt á disknum,frábært lag með flottum gítar. Snilldar sóló í þessu lagi.*****/*****

10.Freewheel Burnin'. Kom út af Defenders of faith,Rob Halford syngur eins og maniac og gítarleikararnir plokka gítarana af stakri snilld.*****/*****

11.Some heads are gonna roll. Mjög flott frekar rólegt lag.Kom út af Defenders of faith.****/*****

12.Turbo Lover. Kom út af disknum Turbo,sjaldan sem maður heyrir svona poppuð lög með Judas Priest…Samt er algjört snilldar gítarsóló í því.***/****

13.Locked In. Kom líka út af Turbo,frekar leiðinlegt en svona alveg´áagætt. Flottur söngur þó hjá Halford,með slakari lögum plötunnar.**/*****

14.Johnny B.Goode. Þessi eldgamli smellur kom í útgáfu Judas Priest á Ram it down. Frábær útgáfa af þessu lagi,á reyndar hana líka með The Grateful Dead sem er miklu betri.****/*****.

15.Ram it down. Kom út af samnefndri plötu,besta lagið á disknum að mínu mati,besta gítarsóló sem ég hef heyrt er í þessu lagi!!!*****/*****.

16.Painkiller.Kom út af samnefndum disk,þetta lag finnst mér ekkert vera mikið verra en Ram it down,Grjóthörð þungaviktin!!Elska þetta lag!Snilldar sóló í þessu lagi líka.*****/*****.

17.A touch of evil.Drungalegt lag sem kom út af Painkiller. Flottar trommur og söngur og eikkað hljómborðssull er inní.
****/*****

18.Night Crawler. Kom líka út af Painkiller og er eitt af uppáhalds lögum mínum. Það er einnig frekar drungalegt í byrjunninni.Mjög gott og taktfast lag.*****/*****

Takk Fyrir.
Carve another notch in your bedpost, whore. Lay back and tally up the score. Count the number of hearts you've ripped from chests.