Í tilefni af þessu, langar mig að spyrja fólk tveggja spurninga, og ég vil endilega fá fólk til að halda sig við að svara þær og gera það vel og segja svolítið frá.
1. Fyrsta spurningin er svo þessi: Hvaða hljómsveit vildir þú helst að kæmi aftur saman og tæki eina tónleika (sem þú gætir síðan séð)? Reglur fyrir svör þessa spurningu eru síðan þær að allir meðlimir verða að vera á lífi, og ég vil bara fá eitt svar, sumsé eina hljómsveit, ekki einhvern lista, og með þessu hljómsveitanafni vil ég fá útskýringu hvers vegna, og hvað ykkur finnst þessi hljómsveit hafa gert merkilegast.
2. Önnur spurningin: Hvaða hljómsveit vildir þú helst að kæmi aftur saman og tæki eina tónleika (sem þú gætir síðan séð)? Hér má síðan nefna hljómsveit sem hefur misst meðlim eða meðlimi frá, eða tónleikarnir eiga sér stað “back in the days” þegar fílíngurinn var annar o.s.frv. En aftur, bara eitt svar, engan lista, en endilega útskýringu hvers vegna o.s.frv.
Til að ríða á vaðið ætla ég að sjálfsögðu að svara þessu sjálfur:
1. Sú hljómsveit sem ég vildi mest sjá koma saman aftur, væri hin merka og yndislega hljómsveit Kyuss. Ekki veit ég nákvæmnlega hvenar þessi hljómsveit var stofnuð, en þeirra fyrsti diskur kom út árið 1991, og hét hann Wretch. Kyuss er ein merkasta stoner-metal hljómsveit allra tíma, en tímabil þeirra hljómsveita reis hvað mest upp úr 1990. Þeir urðu aldrei heimsfrægir, og seldu ekki mikið af diskunum sínum, en guð minn góður eru þessir diskar góðir. Út frá þessari hljómsveit hefur margt fagurt komið, “The Desert Sessions”, Queens of the Stone Age, og bara breytt form þungrar metal-tónlistar. Meðlimir hljómsveitarinnar voru: Josh Homme (nú í Queens of the Stone Age), Nick Oliveri (var í QOTSA þangað til frekar nýlega), Brant Bjork (nú í Fu Manchu) og John Garcia (verð bara að viðurkenna að ég veit ekkert hvar þessi maður er í dag). Mig langar ótrúlega mikið að sjá þessa hljómsveit á sviði einfaldlega vegna þess að ég held að það gæti alveg gerst, og vegna þess að diskar þeirra hafa haft svakalega góð áhrif á mig, ég hef hreinlega hrifist af þeim, og tel ég þessa menn ótrúlega listamenn. Framlag þeirra til góðrar og þungrar tónlistar hefur verið ótrúlegt, og finnst mér fáir diskar komast nálægt því að vera eins góðir og meistarastykkið “Welcome To The Sky Valley”.
2. Það er ein hljómsveit sem mig langar að sjá, en á aldrei eftir að gera það. Ég vildi helst geta farið aftur í tímann og séð eina ótrúlega tónleika þessarar hljómsveitar. Þessi hljómsveit er Pink Floyd. Maður þarf nú eiginlega ekkert að útskýra það hvers vegna þessi hljómsveit er fyrir valinu. Ég ætla ekki að fara að segja sögu Pink Floyd hér, en tónleikar þeirra voru nú víst allsvakaleg sjón, og þykir mér tónlist þeirra hreinlega ótrúleg. Maður getur bara sokkið inn í annan heim þegar maður er að hlusta á þessi snilldarverk, og er það synd, mikil synd, að maður eigi aldrei nokkurn tíman eftir að upplifa þetta “live”. Meistarastykki eins og “The Wall” og “Dark Side of the Moon”, standa óneitanlega upp úr.
Ég hef ekki hugmynd hvort grundvöllur fyrir svona umræðu sé hér, kannski, kannski ekki. En ef einhver vill koma með svör við þessum spurningum mínum með sæmilega gáfulegum texta, væri það gaman. Ef ekki, þá verður það bara að hafa það.
Ástæðan fyrir því að ég vil helst (ég náttúrulega ræð ekkert hvað fólk skrifar) bara fá eitt svar, er svo að menn verði svona að velja sitt allra mesta uppáhald, og séu þess vegna með góða útskýringu af hverju viðkomandi band varð fyrir valinu, í stað þess að fá bara einhvern dauðan og leiðinlegan lista yfir hljómsveitir eða tónlistarmenn.
Ég vona bara að það verði einhver áhugi fyrir þessari umræðu.
Takk fyrir…
What is love? Baby don't hurt me, don't hurt me, no more…