Ég var að fá sent promo með sænskri sveit sem heitir því skemmtilega nafni Hellfueled. Diskurinn heitir Volume One. Ég setti hann undir geislann og …. WOW!
Ozzy reborn!!!
Fyrsta lagið á disknum er hreint magnað. Það heitir Let me Out og inniheldur þvílík gítarhooks að sjálfur Zakk Wylde gæti orðið öfundsjúkur.
Tékkið á laginu hérna:
http://w1.361.telia.com/~u36117806/MP3/Hellfueled%20V olume%20One%20-%20Let%20Me%20Out.wma
Heimasíðan þeirra: http://www.hellfueled.com/
Þessi plata, Volume One, var valin plata mánaðarins í júníhefti hins virta þungarokkstímarits Rock Hard í Þýskalandi. Frægðarsól þeirra í Svíþjóð er ennfremur sífellt að hækka og þeir hafa komið margsinnis fram í útvarpi þar og tónlist þeirra spiluð.
Coverið á nýju plötunni:
http://w1.361.telia.com/~u36115064/Vol%201.J PG
Resting Mind concerts