Black Sabbath - Upphaf og núið Athugið hér ætla ég að fjalla um tímabil þeirra þegar meðlimirnir voru Ozzy Osbourne (John Michael Osbourne), Tony Iommi (Frank Anthony Iommi), Bill Ward (William Ward) og Geezer Butler (Terence Butler). Árið 1968 - 1977 og 1978 - 1979.

Hér mun ég fjalla um hljómsveit sem að mínu mati er sú besta sem hefur uppi verið.

Áður en þeir kumpánar Ozzy Osbourne (John Michael Osbourne), Tony Iommi (Frank Anthony Iommi), Bill Ward (William Ward) og Geezer Butler (Terence Butler) komu saman og stofnuðu hljómsveit voru Iommi og Ward saman í hljómsveitinni Mythology en hún gerði það aldrei neitt rosagott. Svo voru það Geezer og Ozzy sem voru saman í Rare Breed sem einnig átti ekkert stóran aðdáenda fjölda.

Árið 1968 hættu svo báðar þessar hljómsveitir og þessir kumpánar komu saman og stofnuðu hljómsveitina The Pulka Tulk Blues Band en breyttu því síðan bara í Pulka Tulk og spiluðu aðalega blús, þarna voru þeir sex í hljómsveitinni og ekki hef ég hugmynd um hvað hinir tveir hétu.

En síðar breyttu þeir um tónlistarstíl og SKÖPUÐU doom metalinn góða, þannig er það að hann Geezer átti að hafa séð franska mynd að nafninu Black Sabbath sem var eitthver drungaleg mynd og hann stakk uppá því að þeir myndu kalla sig eftir myndinni, semsagt Black Sabbath.

Árið 1969 kom út fyrsta platan þeirra undir þessu nafni og hét hún Black Sabbath hún, eins og flestir vita sló í gegn og þar og með urðu þeir frægir og héldu áfram að gefa út plötur allt að 1977, þegar Ozzy varð að hætta vegna persónulegra ástæðna.

Á þessu tímabili gáfu þeir út átta plötur:

Black Sabbath
Paranoid
Master of Reality
Volume 4
Sabbath Bloody Sabbath
Sabotage
We Sold Our Soul for Rock & Roll
Technical Ecstasy

Allt eru þetta mjög góðar plötur

Síðan kom hann Ozzy kallinn aftur árið 1978 og þá gáfu þeir út aðeins eina plötu og hún hét: Never Say Die, en hún er ólík hinum á þann hátt að ekki er doom metallinn í fyrirrúmi en samt er þetta alveg fínasta plata, síðan árið 1979 er óvíst hvort Ozzy var rekinn, beðinn um að hætta eða bara hreinlega hætt.

Síðan komu hinir og þessir söngvarar og hljóðfæraleikarar en sá eini sem hætti aldrei var hann Iommi enda yrði útum Sabbath ef hann hætti.

Þess má geta að þetta lineup sem í ofangreindum texta (ORGINALINN!!!) munu spila á Ozzfest 2004.

Takk fyrir mig.