Daginn.
Fyrir stuttu reddaði ég mér disk með “hljómsveit” að nafni Falkenbach, sem heitir Magni Blandinn Ok Megintiri.
Þetta er eins manns project.
Sá sem stendur bak við gerð þessa efnis kallar sig Vratyas Vakyas.
Á þeim síðum sem ég hef skoðað um þessa “hljómsveit” stendur að maðurinn sé frá Íslandi (!).
En í viðtali sem ég las við hann kemur fram;
Is Vratyas Vakyas of Icelandic origin?
This is of no interest at all.
Og sama svar kom hann með þegar hann var spurður að hinu raunverulega nafni hans.
Margir lagatitlar hans benda alveg eins til Íslensks uppruna, en þau heita t.d;
“Galdralag”, “Laeknishendr”, “Skirnir” og eitthvað í þá áttina. Já, og svo heitir annar diskurinn sem hann gaf út “…En Their Medh Riki Fara…”
Ef einhver veit meira um þetta mál, þá langar mig að vita það :) .
En nóg um það… mig langar að gagnrýna þennan disk, því hann finnst mér einn sá besti sem ég hef heyrt lengi.
Diskurinn byrjar á laginu “…When gjallarhorn will sound.”
Lagið byrjar á frábærum hljómborðsleik í svona ca. mínútu, og svo byrjar lagið með látum í enda þess. Þá er sungið með flottri svona Clean
röddu, sem ég get ekki alveg líst, en hún minnir mig á eitthvað víkingadót (kemur oft við sögu aftur í gegnum diskinn…), enda er sagt á netinu að
Falkenbach spili Viking Metal.
Svo kemur kór sem syngur Úúúú í smástund, og hægist svo á. Svo byrja lætin, og fjandinn hafi það, ég hef ekki heyrt jafn svakalega gott lag síðan
ég man ekki hvenær!. Glæsilegur trommuleikur, hljómborðið alger snilld, gítarinn.. allt fullkomið. Stórkostlegt lag!
10/10
Við fyrstu hlustun er brosið ekki enn farið af andlitinu þegar næsta lag byrjar, en það heitir “…Where the blood will soon be shed”.
Byrjunin er ekki alveg eins góð og á fyrsta laginu, en lagið nær sér svo á strik, og verður mjög gott. Fellur svolítið í skugga snilldarinnar sem When
gjallarhorn will sound er. En samt sem áður mjög svo gott lag. Ég hef ekkert mikið um það annað að segja.
9/10
Á þessum tímapunkti er maður mjög sáttur, en vonar að meira í líkingu við …When gjallarhorn will sound líti dagsins ljós á þessum disk. “Towards
the hall of bronzen shields” er næsta lag titlað, og er það mjög gott. Eiginlega bara sungið Clean í þessu lagi, og svo kemur einhver úber
djúpraddaður náungi og talar eins og andskotinn sjálfur. Gott lag.
9/10
“The heathenish foray” heitir næsta lag, og að mínu mati er það eina lagið sem kemst næst því að vera eins frábært og When gjallarhorn will
sound. Flauta þarna inní laginu, sem kemur mjög skemmtilega út… Söngurinn er Clean í þessu lagi, mjög gott lag. Verður kannski reyndar of
einhæft eftir smá stund, svo maður má ekki hlusta mjög mikið á lagið.
8.5/10
“Walhall” heitir næsta lag. Þarna í byrjun finnst mann soundið hafa breyst mjög mikið. En það lagast eftir intro-ið. Eins og í hinum lögunum er
eiginlega bara sungið Clean, sem er svosem ekkert slæmt, en hitt finnst mér betra :). Glæsilegt lag, og þarna verður maður sammála
gagnrýnendum sem segja að Falkenbach sé Viking Metal… Mikið gott lag.
10/10
“Baldurs Tod” heitir síðasta lag þessarar góðu plötu. Introið minnir svolítið á hina stórgóðu sveit Dimmu Borgir. Það breytist þó stuttu seinna
þegar lagið byrjar fyrir alvöru, og er þetta mjög gott lag. En ef maður hlustar svolítið á lagið og hugsar aðeins, þá, mikið fjandi held ég að lagið
væri ömurlegt ef ekki væri hljómborðið. Það spilar mjöög stórt hlutverk í þessu lagi, og í raun á mestöllum disknum. Lagið er Instrumental
(semsagt enginn söngur), og er alveg hreint helvíti gott lag.
10/10
í heildina er þetta mjög fín plata, en eftir svona 2 vikna stífa hlustun er …When Gjallarhorn Will Sound eina lagið sem maður jaðrar ekki við að vera
kominn með leið á.
Ég ætla að setja 8.5/10 á þessa plötu, og mæli alveg með að fólk tékki á henni, og fleiri plötum sem Falkenbach hefur gert. En þær eru;
Laeknishendr (Demo) - 1995
…En Their Medh Riki Fara… - 1996
…Magni Blandinn Ok Megintiri… - 1997
Ok Nefna Tysvar Ty - 2003
Og ef einhver hérna veit meira um hvort þessi maður er Íslenskur, eða ekki, þá endilega láta mig vita. :)
kv,
Quadratic.