Ég var svona að velta því fyrir mér hvort það væri einhver markaður fyrir því að fá Bandarísku hljómsveitina Nevermore hingað til lands til að spila.
Þeir sem þekkja ekki þessa hljómsveit, þá bendi ég á að sveitin mun spila á Dynamo hátíðinni í maí, ásamt Wacken hátíðinni í ágúst. Heimasíða hljómsveitarinnar: http://www.the.nl/nevermore
Þar segir gagnrýnandinn m.a. “Dead Heart In A Dead World er einfaldlega besti þungarokksdiskur sem hefur verið gefinn út í heiminum síðustu 4-6 árin!! Ég veit að ég er að taka mér ansi stóra staðhæfingu í munn hér, en að mínu mati er þetta engu að síður staðreynd.”
Það er ekkert að marka þann gagnrýnanda, hann er rugludallur! hehehe
nei nei hann er einn af mínum langbestu vinum og hefur mikið vit á því sem hann er að tala um nýji diskurinn er algjör snilld, því er ég sammála (kaus hann bestu plötu ársins 2000) en það fá þá á tónleika er meira en að segja það ;(
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..