Ég hreinlega neita að trúa því að einhver ykkar hafi ekki heyrt um Watain ennþá. Þetta er einhver alræmdasta hljómsveit Svíþjóðar núna fyrir öfgafulla tónlist, öfgafulla sviðsframkomu og síðast en ekki síst öfgafulla djöfladýrkun. Eilífir þjónar myrkraherrans.
Hljómsveitin Watain var stofnuð 1998 með það að markmiði að gera svartmálminn aftur hættulegann eins og hann hafði verið á árunum 1990 – 1993. Í augum margra eru þau ár bestu ár svartmálmsins, en spurningin er hvort þau séu gleymd, grafin og komi aldrei aftur? Eftir að hafa sjálfir gefið út “Go fuck your Jewish God” (æfingarupptökur) og “Black Metal Sacrifice” (tónleikaupptökur) kassetturnar gaf Grim Rune Productions út sjötommu-vínilinn “The Essence of Black Purity”. Hljómsveitin sjálf segir að þá hafi þeir í raun byrjað og kassetturnar hafi einungis verið forsmekkur af stærri og betri hlutum.
Eftir að hafa gefið út sjötommuna fengu þeir samning hjá franska plötufyrirtækinu Drakkar. Hjá Drakkar hafa þeir meðal annars gefið út CD útgáfuna af “Rabid Death’s Curse” (2000) og svo endurútgáfu “RBD” á þessu ári. Auðveldlega hægt að fá þá útgáfu og inniheldur hún meira efni en fyrsta útgáfan. Eftir að fyrstu breiðskífu þeirra gáfu þeir út sjötommu hjá Spikekult, deildu þeir vínil með annari sænskri hljómsveit, Diabolicum. Lag Watain hét “My Fists are Him” og hefur Erik, söngvari Watain, sagt þetta um textagerð sína; “It is hard to say what inspires and what does not. My role as an enlighted servant is enough to have words bleeding straight from my hands. I put hours into lyrics, and see it as a incredibly big part of our work, since it is more than just ‘lyrics for a band’ but also a proclamation of the might which we serve. I write not to bless others put to transform my righteousness and demons into chantings and praisings to all that you may hate and fear. The messages we bring forth are not simple words of inconsequent cuntlicking as most blasphemic ‘Black Metal’ lyrics of today, and if the lyrics were read correctly by the people that layed their hands on them I doubt that we would have that many listeners left from outside the real Black Metal scene. For His might, which we are heralds of, has NOTHING and again NOTHING to do with anything that may be considered as ‘cool’ or ‘tempting’ by the normal human being. We proclaim the blackest misery and tragedy, upon all of mankind including ourselves! Such things as romanticised evil and joyful dark lust has as much to do with us as Black Metal has to do with human scum, thereby nothing.”
Eftir sjötommuna með Diabolicum gáfu þeir sjálfir út “The Ritual Macabre” (Tónleikaupptökur frá Belgíu) kassettuna en hún inniheldur lög af “Rabid Death’s Curse” ásamt einni ábreiðu, “Transilvanian Hunger” með Darkthrone.
Núna síðast gáfu Watain út “Casus Luciferi”. CD útgáfan í gegnum Drakkar en vínil útgáfan í gegnum Norma Evangilum Diaboli. Seinna plötufyrirtækið hét áður End All Life Records og gaf einmitt út vínilútgáfu “Rabid Death’s Curse” þegar sú plata kom fyrst út. Sú plata hefur fengið mjög góða dóma og hefur maður heyrt marga segja að Watain verði eflaust ein af stærri svartmálmshljómsveitunum eftir nokkur ár ef þeir halda svona áfram. Það á þó eftir að koma í ljós, hvort að meðlimir Watain kæri sig nokkuð um það.