Smábærinn Wacken í norður-Þýskalandi breytist einu sinni á ári mekka þungarokkarans þegar Wacken Open Air hátíðin er haldin þar fyrstu helgina í ágúst. Í ár verður hátíðin haldin helgina eftir verslunarmannahelgina, eða 5.-7. ágúst. Um er að ræða þriggja daga festival, frá fimmtudegi - laugardags (þó fimmtudagskvöldið sé stutt) þar sem böndin spila á fjórum sviðum.

Í ár er 15 ára afmæli hátíðarinnar og menn ætla að halda upp á það með sérstaklega flottu programmi. 53 bönd hafa verið staðfest til að spila eins og staðan er núna, en þau eru:

After Forever
Amon Amarth
Anthrax
Arch Enemy
Astral Doors
Bal-Sagoth
Brainstorm
Böhse Onkelz
Cannibal Corpse
Cathedral
Children of Bodom
Death Angel
Deicide
Destruction
Dio
Dionysus
Disbelief
Doro & Warlock
Dr. Rock
Ektomorf
Eläkeläiset
Everfest
Feinstein & the Rods
Grave Digger
Griffin
Gutbucket
Helloween
Hypocrisy
J.B.O .
Knorkator
Kotipelto
Mayhem
Misery Index
Mnemic
Motörhead
Mystic Prophecy
Nevermore
Nocturno Culto
Orphanage
Paragon
Quireboys
Raunchy
Reckless Tide
Satan
Satyricon
Saxon
Schandmaul
Supersoma
T hora
Thunderstone
Voodoma
Weinhold
Zodiac Mindwarp


Hópur af Íslendingum (sem er alltaf að stækka) er á leiðinni á þetta festival. Hagstæðast er að fljúga ódýrt til Kaupmannahafnar og fara þaðan til Wacken, sem er um 70 km fyrir norðan Hamborg. Reyndar ætlar þessi hópur að skella sér í rútuferð sem fer frá Kaupmannahöfn beint til Wacken en verðið í rútuna (fram og tilbaka) er 850 danskar krónur, eða 1350, ef menn kaupa sér einnig miða á festivalið í gegnum þá sem sjá um rútuferðina.

Ég hef tekið að mér að skrá fólk í þessa rútuferð en 12 manns hafa skráð sig nú þegar og það eru alltaf fleiri að bætast við. Rútan fer frá Köben um 8 leytið á miðvikudagsmorgninum. Ætlunin er að slá upp heljarinnar íslenskum tjaldbúðum á Wacken svæðinu, þannig að það er um að gera að hafa samband við mig ef menn vilja vera með! Annaðhvort með einkapósti eða email á thok at heimsnet.is

Hvernig væri að sleppa því að fara eitthvert um verslunarmannahelgina og fara í staðinn á kickass metal festival í Þýskalandi í ágúst??

Þorsteinn
Resting Mind concerts