Sumir hafa kannski séð þessa grein þar sem hún var upphaflega
á Dulspeki. En ég hafði ekkert að gera og ákvað að skella henni
upp aftur..en bara hér núna :)


Svarið er nei. Bull og vitleysa er þetta.
Þó eru til margar þungarokkshljómsveitir sem iðka kannski
en sýna þó sterk ummerki um djöfladýrkun. Deicide er þar á meðal
en nafnið þýðir “sá sem myrðir Guð” og innihalda textarnir
ýmsa djöfladýrkunn. Slayer er einnig djöfladýrkandi hljómsveit
með sína öfugu róðurkrossa og hvað og hvað. Hver hefur ekki heyrt
söguna um að KISS, Iron Maiden, Led Zeppelin, AC/DC, Judas Priest,
Ozzy og Alice Cooper séu djöfladýrkendur. Bull!
allir hafa heyrt um að KISS standi fyrir Kids In Satans Service
eða Knights In Satans Service, það er bull og vitleys. Ef innihald
texta þeirra er skoðað þá má sjá að þeir fjalla varla um neitt
annað en partý og uppáferðir. Var Gene Simmons mest bendlaður
við djöfladýrkunn þar sem hans karakter var “The Demon” og var
hann að spúa eldi og æla blóði og öllu því. En, svo kemur í
ljós að hann er gyðingur fæddur í Ísrael og hét upprunalega
Chaim Witz. Eftir að þessi vitneskja kom til skilana þagnaði
skyndilega mest allur áróður gegn KISS, og eins og Paul Stanley
sagði eitt sinn í viðtali “I don´t think that it is scary or
something, that people claim that KISS is satanic, but the fact
that someone would acctually believe that”. Paul Stanley er einnig
gyðingur. Iron Maiden gáfu út plötu sem hét The Number Of The Beast
og er snilldar plata, og innihélt hún lagið The Number Of The Beast
þar sem var talað um að djöfulinn myndi senda dýrið til jarðar,
eins og talað er um í Openberunnarbókinni. Þetta lag var samið
af bassaleikaranum Steve Harris og hann samdi þetta lag eftir að
hafa fengið martraðir, svo mikið var það nú. Það hafa nú allir heyrt
söguna um Led Zeppelin og falda boðskapinn í Stairway To Heaven ef
lagið er spilað aftur á bak. Þar heyrist skýrt og greinilega
“I live with” svo heyrist bara eitthvað sem fólk hefur haldið fram
að sé Satan. Ein spurninginn er: Hver nennir að hlusa á allt
lagi aftur á bak? Svar: Þeir sjálfir, einhvernveginn fatta þeir það
að það heyrist eitthvað aftur á bak og leka því út og þar með er
þessu saga kominn. AC/DC gefa út lag sem heitir Hells Bells og er
með þeirra bestu lögum og eru þeir þá stimplaðir djöfladýrkendur

Hell's Bells, Satan's comin' to you
Hell's Bells, he's ringing them now
Hell's Bells, the temperature's high
Hell's Bells, across the sky
Hell's Bells, they're takin' you down
Hell's Bells, they're draggin' you around
Hell's Bells, gonna split the night
Hell's Bells, there's no way to fight, yeah

jæja, ég viðurkenni að þetta er kannski ekki beint voða “kristilegur”
texti, en varla til að stimpla einn né neinn djöfladýrkanda.
Jæja, kannski trúa þeir ekki beint á Guð en varla djöfladýrkendur.

Judas Priest, allir hafa heyrt um að þeir hafi skellt földum textum
líkt og Led Zeppelin inní sín lög, en þeir gerðu það nú varla.
Ætli sé ekki best að nota orð upptökustjóra þeirra “Þeir voru svo
útbrenndir að þeir áttu erfitt með að hafa lögin rétt, hvað þá að
skella einhverjum földum boðskap inní þetta”.
Ozzy, allir vita hver það er fyrrum söngvari Black Sabbath sem var
einnig stimpluð sem djöfladýrkunar hljómsveit. Hann Ozzy hoppaði um
á sviðinu eins og fífl og rak upp vúdú öskur,. Hann er nú ekki beint
kristilegur að sjá en hann hefur aldrei sagt að hann væri djöfladýrkandi
(ekki svo ég viti amk). Þó að sagan segi að hann hafi bitið haus af hænu
en ég veit ekki hvort það sé satt.
Alice Cooper, hann er með sitt ótrúlega horror
stage show, lætur gerviköngulær bíta sig á háls og fallexi skera af
sér höfuðið. Allir hafa heyrt um að hann henti hænu í áhorfendaskarann
og var hún drepin þar. Það sem raunverulega gerðist var það að einhver
hendir hænu upp á svið til hans, hann var ekkert alltof skarpur, og
hendir henni upp í loftið af því að hún er fugl og á að geta flogið,
en nei, hún dettur niður og áhorfendur tæta hana í sig.
Í fyrstu var Alice Cooper alltaf í kvenmansfötum á sviðinu, en það
“datt úr tísku” og hann ákvað að koma með horror show í staðinn.

Fyrst við erum í þessu stage show-i þá er hægt að benda á hljómsveitir
eins og Slipknot og MSD. Slipknot ganga með ógnvekjandi grímur og
vekja ótta og ugg á mörgum. En eru flestir um þrítugt giftir með börn.
Og án efa vænstu karlar. MSD hinsvegar ganga lengra, og eru ekki bara
í ógnvekjandi búningum, heldur maka þeir gerviblóði yfir sig á tónleikum
ef þið viljið sá myndir af því lítið þá á: Heimasíðu þeirra
ef þetta virkar ekki þá er urlið: entermsd.com

Svo er til tónlistar stefna sem kallast Black Metal og eru það mest
hljómsveitir frá Norðulöndunum, og eru þetta flestir ásatrúarmenn og
djöfladýrkendur, þó að sumir séu eflaust guðhræddir.

Svo má nefna það að Wagner og Beethoven voru á sínum tíma taldir
vera að semja tónlist djöfulssins.
Svona hefur þetta breyst í aldaraðir.

Jæja, þetta ætti að duga í bili þó að hægt sé að skrifa mun meira um þetta
en hér er komið.

ps. hvar er hægt að nálgast geisladiska með Dimmu-Borgum hér á Íslandi?

PhD|Saul