Eftir frábæra tónleika í gær í Tónabæ, er komið að næstu tónleikum í Skarkala röðinni.

Ég ráðlegg ykkur að koma í kvöld að sjá þessi bönd.
það kostar 500 kall inn og þetta hefst klukkan 21:00

Fyrir ykkur sem mættuð ekki í gær, þá misstuð þið af frábærri stemmingu sem hljómsveitirnar héldu uppi alveg frá því að I adapt fór á svið þangað til að rappmetal hausarnir í Millsbomb komu á svið.

Nánar um böndin:
Millsbomb minnir mig á H-Blockx, Dog Eat Dog og slík bönd með aðeins meira metal áhrifum, og eru annsi skemmtilegir á sviði. Í hljómsveitinni eru 2 söngvarar sem rappa og syngja til skiptis með alveg ágætum árangri. Þetta er ekki tónlist sem ég hlusta mikið á en þeir eru góðir í þessu og þeir meiga eiga það að flest allir á tónleikunum í gær fíluðu bandið að einhverju leiti. Ef þið viljið vita meira kíkið á heimasíðu bandins: www.millsbomb.net.

Dispirited er dauðarokksband eins og þau gerast best. Þetta band var sko gaman að sjá, ég skemmti mér alveg sérstaklega vel við að sjá hár sveiflast út um allt í takt við þrumadi gítarriffa bandins, það er ekki oft sem maður heyrir massífa gítarsóló-a hérna á íslandi. Ekki var slæmt að heyra þá taka Refused/Resist með Sepultura. www.listen.to/dispirited.

Ég þarf auðvitað ekkert að segja frá íslensku böndunum, en þau stóðu auðvitað fyrir sínu.

valli