Follow The Reaper Follow The Reaper er diskur eftir finnsku power/speed/death metalsveitinni Children Of Bodom. Follow The Reaper var þeirra þriðja í röðinni og kom út árið 2000.

Credit List
Vocals, guitars: Alexi Wildchild Laiho
Bass: Henkka Blacksmith
Drums: Jaska Raatikainen
Keyboards: Janne Warman

Track List:
01. Follow the Reaper
02. Bodom After Midnight
03. Children of Decadence
04. Everytime I Die
05. Mask of Sanity
06. Taste of My Scythe
07. Hate Me!
08. Northern Comfort
09. Kissing the Shadows
10. Hellion [bonustrack, cover]

Follow The Reaper 9/10
Alexi fer með smá texta.Byrjar lagið sem er aljör snilld og hreinlega segjir að maður eigi að hlusta á diskin frá upphafi til enda. Hvað get ég annað sagt

Bodom After Midnight 7,5/10
Veiki hlekkurinn á disknum ekki alveg að gera sig. Það er hægt að lýta á það þannig að það vantar nokkur almennileg sóló sem Alexi gerir svo eftirminnilega. Annars er Janne fínn.

Children Of Decadence 8/10
Gott lag en ég er ekki alveg að fýla það nógu vel eitthvað sem pirrar mig við trommurnar eru ekki alveg í takt finnst mér. En Alexi gerir vel í sólóunum sem heldur laginu þannig uppi.

Everytime I Die 10/10
Besta lagið á disknum. Ekki hægt að setja útá neitt. Alexi og Janne spila mikið hlutverk í því að gera þetta lag að því sem það er. Alexi sér um að syngja með sinni ögrandi röddu og sólóin er hrein snilld, Janne hvað get ég sagt annað en að hann sér hreinlega um það að halda rythmanum í laginu og hvernig sólóin eru váááá maður fær bara hroll af því hversu fallegt þetta er.

Mask OF Sanity 10/10
Annar slagari maður bjóst hreinlega ekki við því að þeir næðu einhvern tíman að gera aftur svona gott lag og hvað þá á sömu plötu. Hrein snilld. Hef séð Alexi spila þetta lag LIVE reyndar bara á upptöku. Þar sá ég hversu góður gítarleikari hann er í raun og veru. Þvílíkur snillingur sér hreinlega um allt á sviðinu. Rythman spilið og söngur þar sem rythmin er nokkur erfiður og sólóin eru bara vel gerð. Annars er þetta lag bara frábært í alla staði mæli með því

Taste of My Scythe 8,5/10

Meðal lag á disknum. Enn og aftur talar Alexi einhver texta á undan og er það viðbjóðslegt ef maður pælir aðeins í því.
“Rip and cut and mutilate the innocent,
his friends, and again and again and on and on”. Svo byrjar nokkur harður kafli sem heldur eiginlega alveg út allt lagið sem er í smá Pantera fýling hvað það er þungt og svoldið hægt en svo kemur harði og hraði kaflin sem hefur einkennt Children OF Bodom svo lengi.

Hate Me! 10/10
Þriðja lagið sem fær 10 hjá mér. Enda er þetta snilld, er hvað hrifnastur af kaflanum þegar að þeir syngja allir “'I don't give a fuck of you hate me!”. Annars er þetta virkilega hratt og flott lag, ekki langt en heldur þér við efnið allan tíman


Northern Comfort 9/10
Flott lag þar sem aðalin við lagið er Alexi með sín sóló og er það eina sem hreinlega gerir lagið flott. En samt fær það 9 fyrir sóló og ágætis söng

Kissing The Shadows 9,5/10
Tel að Alexi hafi lagt ágætis tíma í textan á þessu lagi því það er margt sem bendir til þess að þetta lag hefði átt að vera slagarinn á plötunni. Er samt sem áður rosalega flott lag, með mögnuðum riffum og sólóum og loksins kemur góður trommuleikur. Flott lag sem fær mann til þess að brjálast með gítarleiknum og trommmunum. Hljómborðið spilar ekki mikið inní en kemur aðeins.

Hellion 6/10
Lang slakasta lagið á að vera cover af þessu lagi eftir einhvers sem ég veit ekki. Er eiginlega svona þunglindislag með söngvi Alexi sem er hrein hörmung, hann er að reyna eitthvað sem hann á ekki að vera gera. Gítarinn er ekki að gera sig.

Að mínu mati er þetta lang besti diskurinn hjá Children Of Bodom hingað til en vonum bara að þeir komi með einhvern til að toppa hann. Allt lagt í sölurnar til að gera tónlistina útvarpsvænni sem er svo sem allt í lagi. Gef honum 9,5 í einkunn og mæli með því að fólk sem vill heyra eitthvað nýtt líti á þennan disk því hann er nokkur þéttur og flottu