Tristania - Beyond the Veil Ég var bara svona að velta því fyrir mér hvort einhverjir hérna hefðu heyrt í sveitinni Tristania?

Þessi sveit spilar svokallað Beauty and the Beast Metal, sem er stefna samansett úr gothic, black metal, death og klassískri tónlist.

Fyrir stuttu sagði ég hérna frá hljómsveitinni After Forever, sem einnig tilheyrir þessari tónlistarstefnu, en sú sveit er einmitt að fara að spila á Dynamo hátíðinni.

Ólíkt After Forever, þá er Tristania búin að vera mun lengur starfandi og gerir mun meira út á extreme þáttinn í tónlist sinni, enda er black metal söngurinn leiðandi hjá þessari hljómsveit.

Ég hvet ykkur til þess að kynna ykkur þessa hljómsveit á slóðinni http://www.tristania.com

Þorsteinn
Resting Mind concerts