SKARKALI
Tónlistarhrina í Reykjavík 27.-28. mars
Þriðjudaginn 27. og Miðvikudaginn 28. mars fara fram tónleikar í Reykjavík undir yfirskriftinni Skarkali. Á þessum tónleikum munu nokkrar þéttustu harðkjarna rokksveitir Íslands troða upp ásamt tveim Evrópskum hljómsveitum, Millsbomb frá Austurríki og Dispirited frá Svíþjóð.
————————————–
Millsbomb…var stofnuð árið 1996 í Graz, Austurríki. Bandið spilar harðkjarna- og metal rokk með rapp og hipp hopp áhrifum og hefur spilað á fjölda tónleika og tónlistarhátíða í Austurríki og víðar í Evrópu. Fyrsta og eina breiðskífa Millsbomb til þessa, Not a bomb of truth, kom út árið 1998, en í lok maí er vænanleg önnur plata frá hljómsveitinni sem enn hefur ekki fengið nafn. Frekari upplýsingar um Millsbom ásamt myndefni og hljóðdæmum er að finna á heimasíðu þeirra; www.millsbomb.net.
Dispirited… var stofnuð árið 1998 í Stokkhólmi, Svíþjóð, eftir að bandið Skelletor, sem þrír af fimm meðlimum Dispirited spiluðu með, leystist upp. Bandið spilar þétt metal rokk og hefur til þessa að mestu spilað innan landamæra heimalandsins. Frekari upplýsingar um Dispirited ásamt myndefni og hljóðdæmum er að finna á heimasíðu þeirra; www.listen.to/dispirited.
Íslensku böndin…Ekki ætti að þurfa kynna Mínus, Vígspá og Snafu fyrir nokkrum rokkhundi hérlendis enda hérna á ferð stærstu harðkjarnabönd landsins. Hins vegar má minnast á það að nýjasta breiðskífa Mínus, Jesus Christ Bobby, hefur fengið frábærar viðtökur víða um heim og stórgóða dóma í tónlistarblöðum á borð við Kerrang (sem er eitt stærsta rokktímarit heims). Mínus virðist því ætla að verða útfluttningsvara “íslenska tónlistariðnaðarins”. I Adapt spilar einnig harðkjarna rokk, en Mictican og Immodium eru meir á metal rokk tippinu.
————————————–
Skarkali - Dagskrá
Tónabær, Safamýri 28 – Þriðjudagur 27. mars
[Allir velkomnir - Ekkert aldurstakmark – Aðgangseyrir er 400 kr]
Fram koma: Millsbomb (Austurríki), Dispirited (Svíþjóð), Mínus, Vígspá, Snafu, I Adapt, Mictian og Immodium.
Tónleikarnir hefjast klukkan 18:00
Gaukur á Stöng, Tryggvagata 22 – Miðvikudagur 28. mars – klukkan 21:00
[18 ára aldurstakmark – Aðgangseyrir er 500 kr]
Fram koma: Millsbomb (Austurríki), Dispirited (Svíþjóð), Mínus, Vígspá, Snafu og I Adapt.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00
Millsbomb og Dispirited koma einnig stuttlega fram sem gestahljómsveitir á Músíktilraunum Tónabæjar. Dispirited spila á fjórða tilraunakvöldinu fimmtudagskvöldið 29. mars og Millsbomb á úrslitakvöldinu þann 30. mars.
————————————–
PS Millsbomb og Dispirited eru staddar hér á landi vegna verkefnis á vegum Youth áætlunar Ungs fólks í Evrópu. Tilgangur verkefnisins er meðal annars að efla samvinnu ungra Evrópskra hljómsveita.
Millsbomb og Dispirited koma hingað til lands í dag og eru tilbúnar í viðtöl og myndatöku fyrir fjölmiðla. Annars veitir undirritaður allar frekari upplýsingar og myndefni.
————————————–
Eva Einarsdóttir
S: 691-3351 / evalif76@hotmail.com