Ég ætla aðeins að segja frá þessum disk frá snillingunum úr Dimmu Borgir. Það er dálítið síðan hann kom út (1999), ekki hefur verið skrifað um hann þannig að ég geri það.
1. Reptile
2. Behind The Curtains Of Night - Phantasmagoria
3. Dreamside Dominions
4. United In Unhallowed Grace
5. The Promised Future Aeons
6. The Blazing Monoliths Of Defiance
7. The Insight & The Catharsis
8. Grotesquery Conceiled
9. Arcane Lifeforce Mysteria
10. Masses For The New Messiah
1. lag - Reptile
Geðveikt lag með frábærum hljómborðsleik. Flott viðlag sem ICS Vortex syngur, það ætti að heyrast oftar í honum í lögum með Dimmu Borgum. Endar á geðveikum kafla.
9.5/10
2. lag - Behind The Curtains Of Night - Phantasmagoria
Ágætis lag hér á ferð. Vantar samt kraftinn í það, ekki meðal betri lögum þeirra en það er bara mín skoðun.
6/10
3. lag - Dreamside Dominions
Gott lag með flottum gítar/hljómborðsleik. Flott lag, með betri lögum á disknum. Lagið einkennist mikið af hljómborðsleik og er gott í alla staði.
8.5/10
4. lag - United In Unhallowed Grace
Byrjar með krafti og er alveg ágætt en það vantar eitthvað upp á það, dálítið einhæft en allt í lagi með það.
7/10
5. lag - The Promised Future Aeons
Byrjar mjög rólega en það er bara cool, síðan kemur ekkert smá flottur kafli. Lagið helst síðan vel út með flottum gítarsólóum og ágætis hljómborðsleik. Geðveikt lag. Eitt af betri lögum frá þeim að mínu mati.
9.5/10
6. lag - The Blazing Monoliths Of Defiance
Ágætt lag með flottum köflum inn á milli en ekki neitt meistarverk miðað við önnur lög frá þeim en þó ágætis lag.
7/10
7. lag - The Insight & The Catharsis
Flott lag hér á ferð. Byrjar svona mellow en svo koma flottir kaflar seinna. Geðveikir kaflarnir þegar Vortex syngur, ekkert smá flott samspil á milli gítars og hljómborðs gerir þetta lag af eitt af þremur bestu lögunum á disknum.
9.5/10
8. lag - Grotesquery Conceiled
Flott lag hér á ferð með ágætis köflum með flottum gítarleik, byrjar hratt fer svo hægar og það er bara snilld. Ekkert slæmt um þetta lag að segja.
8/10
9.lag - Arcane Lifeforce Mysteria
Byrjar mjög vel, rólega og fer síðan yfir í flottan gítarleik og síðan verður það aðeins hraðara og heldur sér þannig út lagið. Ágætis lag, í rólegri kantinum með ágætum söng.
8.5/10
10. lag - Masses For The New Messiah
Þetta lag er bónuslag á japönsku útgáfunni af disknum en hvað með það. Þetta er alveg ágætt lag með flottum, rólegum köflum en samt nær það ekki að vera með bestu lögum á þessum diski.
7/10
Að mínu mati einn af þremur bestu diskum þeirra (ásamt Puritanical Euphoric Misanthropia og Enthrone Darkness Triumphant) Geðveikur diskur, er búinn að hlusta á hann mikið, Einkennist meira af hljómborðsleik en aðrir diskar með þeim, heyrist mikið í Vortex sem er snilld því hann hefur geðveika blackmetalrödd. Ekki mikið um hraða bassatrommu sem Dimmu Borgir eru þekktir fyrir en allt í lagi með það enda kom Nick Barker ekki í Dimmu Borgir fyrr en eftir að þeir gáfu út þennan disk, en nóg um það. Geðveikt flottur diskur, mæli með honum.
9/10