Enda voru Metallica búnir að sanna það að gamlar underground Thrash hljómsveitir gætu alveg fengið spilun þar.
Sumir voru sáttari en aðrir, Nick Menza var það allavega ekki og tók hest sinn og hnakk og yfirgaf samkvæmið, mikill missir þar.
Jimmy DeGrasso, gamall bumbubani hjá Alice Cooper tók hans stað. Þrusu trommari þar á ferð en á engann hátt sambærilegur við Menza.
Allavega, þá henti Mustaine synthunum sínum og gerði aðra tilraun til að gera rokk plötu sem kæmist í spilun í útvarpi.
Útkoman var “Risk” sem kom út árið 1999.
Track Listi:
1. Insomnia - 4:34
2. Prince of Darkness - 6:25
3. Enter the Arena - :52
4. Crush ‘Em - 4:57
5. Breadline (Friedman/Mustaine/Prager) - 4:24
6. The Doctor Is Calling - 5:40
7. I’ll Be There - 4:20
8. Wanderlust - 5:22
9. Ecstasy - 4:28
10. Seven - 5:00
11. Time: The Beginning - 3:04
12. Time: The End - 2:26
Enn og aftur eru þeir að slást við meðalmenskuna, lögin eru reyndar ágætlega grípandi eins og td Crush ´em og fleiri en ekkert lag er neitt sem harður aðdáandi myndi setja á fóninn í staðinn fyrir “Rust in…” eða “Countdown…..”. Útvarpspilun varð ekkert sérstaklega mikil og áætlunarverkið tókst ekki.
Textarnir eru fínir, enda er Mustaine með bestu textahöfundum í bransanum, en enginn sem hittir mann beint í rassgatið eins og hann gerði hérna á árum áður….dæmið orðið þreytt.
Time lögin eru líka ágæt, skemtileg pæling sem hefði notið sín betur 10 árum fyrr.
Credit Listi:
Marty Friedman - Guitar
David Ellefson - Bass
Dann Huff - Producer
Dave Mustaine - Producer - Guitar
Jimmy DeGrasso - Drums
Sem fyrr þá held ég að eini maðurinn sem á einhver hrós skilið er David Ellefson, ég hvet alla áhugamenn um hljóðfæraleik og þá sem eru alveg með það á hreinu að Cliff hafi verið besti bassaleikari sögunar að tékka á honum Ellefson, hann er meistari.
Jimmy er góður trommari og stendur sig ágætlega, en því miður þá verður maður að bera hann saman við Menza og þar stendur hann frekar ílla á vígi….því miður.
Mustaine stendur sig svo sem þokkalega, ætti samt að skella sér í dópið aftur og fara svo í meðferð, allavega virkaði það á “Rust in…” og “Countdown…”.
Sköpunargleðin hjá Friedman er greinilega farin, spurning hvort að það að Menza skuli vera farinn hafi haft áhrif á hann, manni finnst stundum eins og hann hafi labbað inní stúdíóið og unnið sína vinnu, með annari hendi, og farið svo út.
Þessi plata og Cryptic Writings eru gott dæmi um það sem þessi hljómsveit á ekki að vera að gera. Þó svo að Metallica hafi náð að gerast poparar þá fer það einfaldlega ekki Megadeth, sennilega er það söngurinn sem skemmir það því músikin sjálf er alveg þokkalegur kandidat í það að verða hið fínasta pop.
Ég gef henni *1/2 af *****
Takk Fyri
ibbets úber alles!!!