Í tilefni að því að þessir nýbökuðu Íslandsvinir heimsóttu okkur hér á klakanum fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan og heiðruðu okkur frændur sína með tvennum tónleikum, þá hef ég ákveðið að draga smá pistil um þetta magnaða “víking metal” band. Ég varð alveg einstaklega spenntur þegar ég heyrði um komu þeirra hingað til lands, þá um svona miðjan Febrúarmánuð, en ég hafði samt aldrei heyrt neitt með þeim áður. Það er samt alltaf einhver ákveðin spenna í loftinu þegar erlent metalband, sérstaklega í sömu stærðargráðu og Amon Amarth, stígur fæti á Frón. Og svo þýðir það einnig að frekar mikill fjöldi mætir á svæðið, en það er ávallt gaman á fjölmennum tónleikum. Í öllum æsingnum í kringum tónleikanna og hvað allir voru að segja mér hversu frábært þetta band var í rauninni ákváð ég að kíkja á nokkur lög með þeim, þá að mestu leyti af þeirra nýjustu afurð, ‘Versus The World’. Ég get vægast sagt að ég hrifinaðist mjög en lög eins og ‘For the Stabwounds In Our Backs’ eru ennþá í daglegri spilun hjá mér og ef meira en einn dagur líður milli hverrar hlustunar líður mér eins og ég hafi nánast gleymt laginu. Þessi kraftur var alveg óviðjafnlegur og þetta ótrúlega þétta og “punchy” sánd er eitthvað sem fleiri metalbönd ættu að tileinka sér. Fleiri lög settu sinn svip á mitt daglega líf, þá lög eins og ‘Bloodshed’, ‘Death In Fire’ og fleiri lög af ‘Versus the World’, en fyrr en varði var ég búinn að ná mér í alla diska þeirra nema ‘Once Sent From The Golden Hall’. Þetta er band sem er svo sannarlega búið að skapa sér sinn eigin stíl og sánd, þróast og orðið betri með hverri plötunni. Ég tók líka vel eftir þeim mun sem er á milli hins nýjasta og þeirra eldri, eins og ‘The Crusher’, en sándið á þeim disk er mun sóðalegra og flatara. ‘Versus the World’ sándið er alveg sér á báti og þétt, fínnpússað og kraftmeira, enda tekið upp í Berno Studios sem er mun fjölhæfara og betra hljóðver en Abyss hljóðverið þar sem hinar Amon Amarth plöturnar voru teknar upp.
Á föstudagskvöldinu var ég búinn að verma græjurnar vel með ‘The Crusher’ stilltann á hæsta styrk og beið spenntur eftir þessum tónleikum sem voru kvöldið eftir, en þeir voru því miður nokkuð svekkjandi. Ég kom inn svona 40 mínutum eftir að húsið hafði opnað og kom að Sólstöfum að spila, og eyddi þá mestum tíma með félögunum inn í reykherberginu með einn Lucky Strike pakka eða í Nintendo í tölvuherberginu, líka með einn Lucky Strike pakka. Svo stigu Andlát á stokk eftir að Dark Harvest höfðu flutt sitt erindi og þá var nú aðeins slett úr klaufunum en maður varð nú samt orðinn frekar órólegur en jafnframt spenntur fyrir þessu bandi. Eftir að hafa farið út, ennþá með pakkann í hendinni og slakað aðeins á þá fór maður nú alveg að missa getuna til að standa kyrr. En þá loksins fylltist salurinn alveg og bandið kom á sviðið. Ég var orðinn mjög æstur í að þetta byrjaði en þá loksins kom þessi þursalega risastóri söngvari á sviðið og leit út eins og sannur norrænnn víkingur, svo vígalegur að sjálfur Egil Skallagrímsson hafði skitið í brækurnar. Þegar lýðurinn fagnaði stíft sagði þursinn tröllslegum rómi: “Hello Iceland, We are Amon Amarth…from Sweden…and our first song is called….DEATH!!!….IN!!!!……FIRE!!!!”. Og með miklum látum byrjaði þetta allt saman en þeir sem hafa heyrt lagið sjálft ættu að kannast við það sem ég á við. Sándið var kraftmikið og sæmilega einangrað þótt það skipti að vísu ekki miklu máli þarna, hljómaði svipað og á plötunni. En þar sem leið á lagið varð einhver ákveðinn missir frekar ábernandi í flutningum, sándið var verra og verra og eftir circa þrjú lög var þetta sánd komið algjörlega út um allt og bergmálaði mjög leiðinlega út um alla veggi. Enda voru haldnir einni eða tveimur vikum eftir tónleikanna aðrir tónleikar þar sem allur ágróðinn rann til TÞM til að kaupa nýtt hljóðkerfi. Þó voru nú einhver lög þar sem einhver kraftur var í þegar á leið á þessa tónleika, en lag númer tvö var ‘Masters Of War’ ef mig minnir rétt og síðan varð það ‘For the Stabwounds In Our Backs’ sem var heldur öflugt og eina lagið þar sem eitthver “pyttur” myndaðist við. Minnið fer síðan að bregðast mér en ég man því miður ekki mikið meira þar sem þetta voru frekar ósannfærandi tónleikar og ég var nú bara í salnum í svona helminginn af tímanum. Ég man að þeir kynntu síðasta lagið, sem ég man ekki því miður hvað var, sem “This will be our last song for tonight, because we have to go and drink beer, y’know.” En ég ætla að koma mér að efninu. Ég fór létt svekktur heim en í stað þess að gráta út í horni fór ég mun frekar að pæla meira í bandinu og hlusta meira á þá og skilgreina þá aðeins meira. Og hér sit ég við tölvunna og hef ákveðið að rekja sögu bandsins nokkuð aftur í tímann og segja ykkur meira frá þessari mögnuðu hljómsveit.
Amons saga Amarth
Já, þeir hata ekki bjórinn, þessir. Amon Amarth reis úr ösku bands sem kallaði sig Scum og var stofnað um áratugamótinn 1980-1990. Ég veit í þeim skilningi lítið um tónlist Scum, en nafnið gæti bennt til kynna einhver áhrif frá Napalm Death og það segir kannski eitthvað um tónlistina. Eða hvað? Ég geri mér nú samt í hugarlund að þetta sé eitthvað annað en ,,víkinga metall’’ í anda Amon Amarth. Hljómsveitinn stofnaði síðan undir nafinu Amon Amarth árið 1992 af Johann Hegg söngvara (hinum ofangreinda víkingi), Olli Mikkonen og Anders Hansson (báðir gítarleikarar), bassaleikaranum Ted Lundstrom og trymblinum Niko Kaukinen. Ekki leið á löngu þar til að þeir fundu sig tónlistarlega í norrænni goðafræði og vildu heiðra guðina með yfirþyrmandi þungarokki. Þrátt fyrir að vera flokkaðir af metalpressuni sem ,,death metal’’ band finnst mér þeir vera lítið skyldir þeirri tónlistarstefnu, ef söngurinn er ekki hafður í huga. Þeir náðu strax mikilli athygli og sumarið 1993 fór bandið í Lagret hljóðverið til að taka upp demoið ,,Thor Arise’’. Þetta demo var til allrar ólukku aldrei gefið út, en eftir því sem greinarhöfundur best veit svipar lögunum á þeirri upptöku nú eitthvað til eldra efnis bandsins. Ég get ekki sagt neitt meira vegna þess að ég veit ekki einu sinni sjálfur hvaða lög voru á þessari upptöku. Ástæðan fyrir því að útgáfan varð aldrei að veruleiki er sú að þeir náðu aldrei að fullklára þetta vegna fjárhagsvandræða og áttu ekki pening til að mastera lögin. Stuttu síðar var annað demo tekið upp, ‘The Arrival Of Fimbulwinter’ og var gefið út í 1000 eintökum. Á upptökunni voru þrjú lög: ,,Burning Creation’’, ‘’The Arrival Of Fimbulwinter’’ og ‘’Without Fear’’. Þessi tími var upphaf gullaldar Amon Amarth og fengu þeir óskerta athygli margra plötufyrirtækja eftir að hafa selt öll 1000 eintökin á stuttum tíma. Afleiðingin var undirritaður plötusamningur við Signapore útgáfufyrirtækið Pulverised Records. Sá samningur hljóðaði upp á eina plötu.
5 laga smáskífa, eða E.P-diskur, ‘Sorrow Throughout the Nine Worlds’ var útkoman. Diskurinn var tekin upp á fimm dögum í Abyss hljóðveri Peter Tagtgren úr Hypocrisy, sem meðal annars pródúseraði ,,breakthrough’’ plötu Dimmu Borgir, ,,Enthrone Darkness Triumphant’’, í sama hljóðveri aðeins tveimur árum seinna. Árið 1996 kom gripurinn út og vakti ótvíræða athygli. Nú var Amon Amarth umtalaðri sem aldrei fyrr og mikið var um tónleikaferðalög og margt kynningabrask í gangi. Um það leyti yfirgaf Nico Kaukinen bandið og í hans stað kom snillningurinn Martin Lopez (já, hinn eini sanni). Sá trommari vegnar vel í dag sem trommari í einni frægasta metalbandi nútímans, Opeth, og sem einn sá besti í brasanum, en það er hægt að sjá á nýútkomnum DVD-diski Opeth, ‘Lamentations’, sem heldur skýrslu yfir allt upptökuferli ‘Deliveriance’ og ‘Damnation’ diskanna, hversu fær Lopez er. Martin Lopez slóst í för með þeim kumpánum í Amon Amarth rétt fyrir upptökur á ‘Once Sent From the Golden Hall’, þeirra fyrstu breiðskífu, sem skaut bandinu á stjörnuhiminin í metalheiminum. Amon Amarth var nú eitt umtalaðsta sænska metalbandið og hélt á margar ótroðnar slóðir ásamt böndum eins og Brutal Truth, Six Feet Under og sjálfum sonum djöfulsins, Deicide. Um svipað leyti hætti svo Hansson og gítarleikarinn Johan Söderberg kom í staðinn fyrir hann. Nú var mannskipanin fullkomnuð um visst skeið. Á nokkra mánuða tímabili spiluðu þeir á allmörgum tónleikum og sýndu fram á hversu geðveikir þeir eru á sviði, enda hafa þeir orðspor út í heimi fyrir að vera alveg sjúkt live-band, þótt ég sú nú ekki sannfærður eftir Íslands heimsóknina. En endalaus tónleikaferðalög geta verið þreytandi og breytt skapandi athöfnum í óspennandi vinnu, sem leyddi til þess að Lopez yfirgaf bandið stuttu áður en að þeir héldu í Abyss hljóðverið enn á ný til þess að taka upp ‘Avenger’ plötuna. Í staðinn fengu þeir sjálfan Frederik Andersson úr Marduk til að tromma með sér á disknum, sem var margfalt kröftugri en sá fyrri. Nú var komið stöðugt line-up sem hefur haldið sér ennþann dag í dag, en þetta line-up steig á stokka hérlendis.
Árið 2001 gáfu þeir svo út ‘The Crusher’, sem var þeirra mest ‘brutal’ diskur þótt mér finnist hann reyndar vera mun aðgengilegri en hinir fyrri. Lög eins og ‘Bastards Of A Lying Breed’ eru auðveld að muna og eflaust mikil live-favoreit. En krafturinn og sándið hafði staðnað einum of mikið þannig að bandið var hljómaði þreytt og eins og þetta væri bara vinna frá 9-5. Hljómsveitinni sárvantaði breytingu, sem kom til með ‘Versus the World’ disknum, sem ég fór betur yfir ofarlegra í greininni. Diskurinn er einn sá söluhæsti í sögu MetalBlade fyrirtækins, sem gaf út allar plötur eftir ‘Sorrow throughout the Nine Worlds..’ og Amon Amarth var fljótt framan á næstum því öllum þekktustu metalblöðum og heimsóttu margar nýjar slóðir, þar á meðal Ísland.
Í haust er svo von á þeirra fyrsta safni af nýjum lögum í meira en tvö ár, undir nafinu ,,Fate Of Norns’’. Nafnið vísar í örlaganornirnar í okkar gömlu goðafræði, Urður, Verðandi og Skuld, og er því einhverskonar ,,concept-plata’’ á ferðinni. Lög á þessum disk munu koma fram undir nöfnunum, ,,Arson’’, ,,The Fate Of Norns’’, ‘’An Ancient Sign Of Coming Storm’’, ,,Sealed In Blood’’, ,,The Valkyries Ride’’ og einhverjum fleirum. Ég þakka fyrir mig.
Kv. 9nine9.