Af hverju hefur fólk ekki tekið sig til og skrifað smá um snillingana í In Flames. Maður hefur lesið nokkrar greinar um þá en ekkert almennilegt. Þess í stað ákvað ég að taka minn uppáhalds disk með þeim Clayman.
Track List:
01. Bullet Ride
02. Pinball Map
03. Only For The Weak
04. …As The Future Repeats Today
05. Square Nothing
06. Clayman
07. Satellites And Astronauts
08. Swim
09. Brush The Dust Away
10. Suburban Me
11. Another Day In Quicksand
12. World Of Promises
13. Strong And Smart [bonus track]
Ég hef nú ákveðið að vera ekki að fara yfir hvert lag hreinlega nenni því ekki. Ætla frekar að tala um diskin í heild sinni. Það sést að meðlimir In Flames höfðu lagt allt sem þeir gátu í diskin, eftir að hafa gefið frá sér einn söluhæsta rokkdiskin í Svíþjóð bundu margir miklar vonir við Clayman. Það er hægt að segja að In Flames hafi tekist allsvaðalega til með Clayman diskurinn inniheldur 13 snilldar lög. Það er ekki eitt stakt lag sem er leiðinlegt á einhvern hátt. Frá upphafi Bullet Ride til loka Strong And Smart er maður alveg húkt á disknum. Þeir sem standa uppúr eru að mínu mati Björn Gelotte sem sér um öll gítarsólóin á disknum og Anders Fridén sem breytti söngstílnum sínum á þessu disk, var farinn að notast betur við svokallaða Clean voice í rólegu sem hörðu köflunum og er gaman að heyra hversu megnur hann er. Svo ég komi aðeins að disknum þá eru lög eins og Bullet Ride, Only For The Weak, Satellites And Astronauts, Brush The Dust Away og World Of Promises sem standa uppúr tónlistarlega séð. Það er ekki ein feil nóta né leiðinlegur kafli í þessum lögum. Mæli sérstaklega með aðalsólóinu í Only For The Weak sem er hrein snilld. EF ég ætti að gefa þessum disk einkunn þá er það 10.