Mér datt í hug að birta hérna linka á tvö myndbönd með tveimur sveitum sem ég held mikið uppá. Myndböndin eru á íslenskum server, þannig að fólk þarf ekki að óttast stór útlandadownload.

Fyrst er nýja myndbandið með Evergrey. Þessi sænska sveit hefur nýverið gefið út plötuna The Inner Circle (þeirra fimmta plata), sem er alveg massa plata. Myndbandið er við lagið A Touch of Blessing, sem er fyrsta lagið á disknum. Þeir sem að afskrifuðu sveitina eftir að hafa heyrt hið “skemmtilega” lag I'm Sorry og séð myndbandið, skora ég núna á til að kíkja á þetta og sjá hvort að eitthvað breytist ekki. Þetta er metall alveg í gegn - Evergrey style.

Þess má geta að Evergrey er núna á stóru tónleikaferðalagi um Bandaríkin með Iced Earth og Children of Bodom.

http://notendur.centrum.is/~drastl/Video/ever grey-a_touch_of_blessing-ronnie-mb.mpeg
Evergrey - A Touch of Blessing
From album: The Inner Circle
Ripped by: Ronnie
Size: 41,1MB
Length: 4:07
URL: www.evergrey.net


Hitt myndbandið er nýja lagið með finnsku sveitinni Nightwish. Ég hygg að þetta lag eigi eftir að gera sveitina ennþá meira huge en hún er þegar. Ég hef leyft non-rock-loving vinnufélugum mínum að heyra í þessu og þeim líkað mjög vel við. Nýja platan með Nightwish, Once, er algjört eyrnakonfekt. Snilldartónlist alveg. Til fróðleiks, þá má nefna að Nightwish hafa selt plötur sínar í bílförmum í t.d. Finnlandi, þar sem þeir hafa m.a. náð platínusölu á verkum sínum. Geri aðrar non major label metal sveitir betur!

http://notendur.centrum.is/~drastl/Video/nigh twish-nemo-ronnie-mb.mpeg
Nightwish - Nemo
From album: Once
Ripped by: Ronnie
Size: 40,4MB
Length: 4:03
URL: www.nightwish.com
Resting Mind concerts