Slayer
Slayer er ein sérstakasta, áhrifamesta og vinsælasta metal hljómsveitin í kring um 1980. Snilldar textarnir hjá þeim sem fjölluðu um allt frá dauða og sundurlimun til stríðs og skelfingar helvítis slógu mikið í gegn. Villtu, óskipulögðu gítarsólóin þeirra og kraftmikil tónlistin, skapar eins konar þráhyggju sem heltekur hug manns þegar maður hlustar á tónlistina. Allt þetta hefur gert Slayer langtum vinsælli heldur en hljómsveitir eins og Metallica, Megadeth og Anthrax. Auðvitað hefur Slayer í gegnum árin skapað skiptar skoðanir, með slúður í gangi um Slayer sem djöfladýrkendur og nasista sem hefur mikið aukið á dulúð þeirra.
Þann tíma sem Slayer hefur verið til hafa þeir gefið út mjög margar hágæða plötur, eina óumdeilanlega klassík, Reign In Blood, og þeir sáu stöðugt að þeim sem líkaði ekki tónlistin sem þeir hafa spilað í meira en 20 ár fer hratt fækkandi um leið og aðdáendum þeirra fjölgar stöðugt og death metal var orðið mjög vinsælt út um allan heim. Slayer lifði af inn í áratuginn 1990 með án vafa flesta aðdáendur sem nokkur ‘'andstætt við Nirvana’' hljómsveit hafði nokkurn tíma haft og Slayer er ennþá langvinsælasta metal hljómsveit í heiminum og tónlistin þeirra hefur alltaf haft mikil áhrif, og gerir enn á metal út um allan heim.
Slayer var stofnuð árið 1982 í Huntington Beach, Kaliforníu, af Kerry King og Jeff Hanneman sem báðir spiluðu á gítar. Þeir sem bættust við í hljómsveitina voru Tom Araya sem söng og spilaði á bassa og Dave Lombardo sem spilaði á trommur. Þeir byrjuðu á því að spila lög eftir Judas Priest og Iron Maiden en uppgötvuðu fljótt að þeir gætu fengið athygli og aðdáendur með því að skapa sér eins konar djöfullega ímynd. Brian Slagel sem þá vann hjá útgáfuyrirtækinu Metalblade Records bauð þeim að semja lag inn á Metal Massacre 3 plötuna, á henni var blandað saman bestu metal lögunum með bestu metal hljómsveitunum. Metal Massacre plöturnar hafa verið með lög frá t.d. Metallica og Voivod.
En núna aftur að Slayer. Eftir að hafa tekið upp lag fyrir Metal Massacre gáfu Slayer menn út fyrstu plötuna, Show No Mercy, og það var árið 1983. Árið 1984 gáfu þeir svo út plöturnar Haunting The Chapel og Live Undead, og ári seina, 1985, gáfu þeir út Hell Awaits sem fjallaði um fordæmingu og pyndingar og varð til þess að aðdáendum Slayer fjölgaði mikið. Stuttu seinna bauð útgáfufyrirtækið Def Jam Slayer samning og þá tóku þeir upp plötuna Reign In Blood sem var fyrsta platan þeirra í góðum hljómgæðum og er að margra mati besta platan þeirra.
Út af því hvernig Slayer hljómsveitin er í raun og veru neitaði CBS að dreifa Reign In Blood og þannig neitaði þeim um dálítið aukna frægð. En á endanum kom Geffen Records til sögunnar og gerði Slayer kleift að blanda saman speed metalinu þeirra, hraðanum, lengdinni á lögunum og satt að segja truflandi (fyrir suma) textunum þeirra og búa til að margra mati bestu hardcore metal plötu allra tíma. Reign In Blood varð strax að klassískri plötu sem allir aðdáendur metals verða að eignast og jók vinsældir Slayer svo að þeir voru orðnir meðal vinsælustu metal hljómsveita í heiminum.
Margir aðdáendum Slayer urðu fyrir vonbrigðum með plötuna Suoth Of Heaven, en með henni eyðilagði eða skyggði Slayer á eignilega fyrirmynd sem tónlistin þeirra hafði, hraðasta speed metal hljómsveit í heiminum. Þá tók Lombardo sér frí og í staðinn fyrir hann kom Tony Scaglione á trommurnar en hætti fljótt og Lombardo kom aftur staðinn fyrir hann og endurkomu hans var vel fagnað af aðdáendum Slayer. Árið 1990 gáfu þeir út Seasons in the Abyss og varð sú plata fljótt vinsæl. Stuttu síðar gáfu þeir út plötuna War Esemble og titillagið, sem hét auðvitað War Esemble varð vinsælasta lagið í ‘'Headbanger’s Ball'' á MTV og þannig fór Slayer efst á vinsældarlista trash metal tónlistarinnar ásamt Metallica. Eftir það gáfu Slayer út tvöfaldan live disk sem var gefið nafnið Decade of Aggression. Lombardo hætti svo endanlega í hljómsveitinni út af rifrildi við hina meðlimina og stofnaði hljómsveitina Grip Inc. Slayer létu lítið í sér heyra í nokkur ár en eina tónlistin sem þeir gáfu út á þeim tíma var dúett með Ice-T á Judgement Night laginu. Eftir að hafa hætt í hljómsveitinni sinni, Paul Bostaph kom inn sem nýji trommari Slayer og það hafði í för með sér plötuna Divine Intervention, en þetta gerðist árið 1994 þegar Death Metal kom inn á tónlistarsviðið. Þá var Slayer hrósað sem metal hljómsveit. Platan naut strax mikilla vinsælda og var þá áttunda söluhæsta platan í Bandaríkjunum og þá fjölgaði aðdáendum Slayer mikið. Eftir það tók Bostaph sér frí og í staðinn fyrir hann á trommur kom Jon Dette, sem áður spilaði í Testament og þá tóku Slayer upp plötuna Undisputed Attitude sem var mest með punk/hardcore cover. Bostaph kom aftur í staðinn fyrir Dette í tæka tíð til að taka upp plötuna Diabolus in Musica. Árið 2001 tóku þeir upp God Hates Us All og útgefandinn af þeirri plötu var Def Jam Records.
CannibaL