Já Já það er rétt þessir kappar eru á leiðinni á klaka.. fyrir þá sem vita ekki hverjir Tragedy eru þá er um að gera að kynna sér bandið!!
Bandaríska hljómsveitin TRAGEDY er án efa eitt stærsta og áhrifamesta DIY pönk band síðustu ára og eru nú þegar orðnir legendary meðal neðanjarðar pönkara um allan heim. Fólk talar um tónleikana þeirra og tónlistina allastaðar, sumir hafa gengið svo langt að nefna diskana þeirra diska ársins og sagt ef þú kaupir aðeins einn disk á árinu þá ætti það að vera TRAGEDY - VENGANCE.´
Plöturnar þeirra hafa selst í tugum þúsunda eintaka sem telst nokkuð gott í ljósi þess að þeir gefa út efnið sitt sjálfir í USA en í Evrópu sér Danska plötufyrirtækið SKULD records um útgáfuna.
Ásamt því að vera í öllum þessum hljómsveitum þá finna þessir menn sér tíma til að reka plötuverslun í Portland, Oregon fylki í Bandaríkjunum (www.brickwallrecords.com) og tvö útgáfukompaní: Partners In Crime og Feral Ward (www.feralward.com) en FW hefur m.a. gefið út Disfear, Wolfbrigade og Born Dead Icons svo fátt eitt sé nefnt. Já já þeir eru ekkert að slappa af þessir hressu kappar!!!
Tónlist TRAGEDY er hratt, kraftmikið hardcore pönk á sænska vísu með melódískum innskotum. Mér hefur oft dottið í hug að líkja þeim við blöndu af d-beat pönkbrjálæði Discharge, sándi og ofsa Entombed, melódíum sem ég veit ekki hvaðan í andskotanum koma en með sömu tilfinningaþrungnu lagasmíðum og Neurosis eru þekktir fyrir (þó tónlistin sé ólík þá er tilfinningin við hlustirnar svipuð).
Þetta er hljómsveit sem enginn má láta fram hjá sér fara, hvort sem þú ert metalhaus, hardcore “kid” eða pönkaraaumingi, já eða bara tónlistarunnandi yfir höfuð.
nánari upplýsingar og tónsdæmi má finna á www.dordingull.com/tonleikar
Menningarhús Hafnafjarðar
Föstudaginn 14. maí
kl. 19:00 - Aðgangseyrir 1000 kr. ALL AGES
TRAGEDY (usa)
GORILLA ANGREB (dk)
Andlát
I Adapt
Dys
Hrafnaþing
Grand Rokk
Laugardaginn 15. maí
kl: 22:00 - Aðgangseyrir 1000 kr. 20 ára aldurstakmark
TRAGEDY (usa)
GORILLA ANGREB (dk)
Hryðjuverk
Forgarður Helvítis
o.fl.