Metallica - Garage inc. Í mörg ár var “Garage day´s re- revisited” smáskífan sem kom út 1987, ein vinsælasta bootleg útgáfa þeirra kappa.
Öll þessi cover lög voru eitt vinsælasta efnið þeirra í þessum “underground” tölvuheimi (napster ofl) enda ekki skrýtið þar sem að flestir þeirra aðdáendur voru komnir með hálfgert ógeð á þessu nýja rokk dóti sem þeir voru búnir að gera á “Load” og “Re - Load” og sóttust því í þetta gamla góða hráa stöff sem þeir höfðu áður gert.

Í staðinn fyrir að reyna að berjast í hinni ósigrandi baráttu við að reyna að stöðva þetta flæði á netinu ákváðu þeir að gefa plötuna bara út aftur, miklu einfaldara. En til þess að þeir sem áttu gömlu plötuna (eða höfðu nælt sér í eintak á netinu) þá þurftu þeir að bæta einhverju við hana, einhverju krassandi til að fólk myndi hafa áhuga á að kaupa hana.

Útkoman var “Garage Inc.” tvöföld plata sem innihélt stórskemtilegar útsetningar af mörgum gömlum slögurum eftir menn eins og Bob Seger, Blue Öyster Club og Thin Lizzy og hinu ógleymanlegu “Tuesday´s Gone” eftir Lynyrd Skynyrd.
Mörg af þessum lögum hafði maður kannast við og einhvernveginn ekki dottið í hug að Metallica gæti gert eitthvað nýtt við þau, en viti menn, þeir stóðu sig bara gersamlega með prýði og sönnuðu það að það var ekki allt líf runnið úr hnakka æðum þeirra.

Track Listi:

Cd 1

1.Free Speech for the Dumb(Maloney/Morris/Roberts/Wainwright)2:35
2. It's Electric (Harris/Tatler) - 3:33
3. Sabbra Cadabra (Black Sabbath) - 6:20
4. Turn the Page (Seger) - 6:06
5. Die, Die My Darling (Danzig) - 2:29
6. Lover Man (Cave) - 7:52
7. Mercyful Fate (Diamond/Shermann) - 11:11
8. Astronomy (Bouchard/Bouchard/Pearlman) - 6:37
9. Whiskey in the Jar (Traditional) - 5:04
10. Tuesday's Gone (Collins/VanZant) - 9:05
11. The More I See (Molaney/Morris/Roberts/Wainwright) - 4:48

Cd 2

12. Helpless (Harris/Tatler) - 6:38
13. The Small Hours (Holocaust) - 6:43
14. The Wait (Killing Joke) - 4:55
15. Crash Course in Brain Surgery (Bourge/Phillips/Shelley)3:30
16. Last Caress/Green Hell (Danzig) - 3:29
17. Am I Evil? (Harris/Tatler) - 7:50
18. Blitzkrieg (Jones/Sirotto/Smith) - 3:36
19. Breadfan (Bourge/Phillips/Shelley) - 5:41
20. The Prince (Harris/Tatler) - 4:25
21. Stone Cold Crazy (Deacon/May/Mercury/Taylor) - 2:17
22. So What (Anti Nowhere League) - 3:08
23. Killing Time (Sweet Savage) - 3:03
24. Overkill (Clarke/Lemmy/Taylor) - 4:04
25. Damage Case (Clarke/Farren/Lemmy/Taylor) - 3:40
26. Stone Dead Forever (Clarke/Kilmister/Taylor) - 4:51
27. Too Late Too Late (Clarke/Kilmister/Taylor) - 3:12

Frábær lög, á fyrri disknum eru að finna marga klassíska slagara, eins og “Turn The Page” sem er eitt af mínum uppáhalds lögum eftir hnakka umskiptin hjá þeim, “Tuesday´s Gone” er líka mjög skemtilegt en alls ekki nálægt upprunalegu útgáfunni en ágætis viðleitni hjá þeim og “Whiskey In The Jar” er svo auðvitað klassík sem maður þarf ekki að nefna, miklu miklu betra með Metallica heldur en Thin Lizzy og ef einhver heldur öðru fram þá hefur hann bara rangt fyrir sér, Svo einfalt er það.
Á seinni disknum eru svo mörg góð lög að ég nenni varla að telja þau upp, enda eru þau flest gerð á gullaldar árum Metallica, fyrir utan nokkur sem voru gerð um svipað leyti og “Black Album” en innihalda samt þennan svæsna kraft sem þeir höfðu þá, kraftur sem gat leyst ótrúlegar hamfarir úr læðingi og látið börn fá martraðir um menn sem nauðga mömmum þeirra og drepa svo börnin þeirra(Last Caress/Green Hell).

Sándið á fyrri plötunni er skemtilegt og tiltölulega ferskt, án þess að detta niður í þennan pop stíl sem þeir voru komnir í. Sándið á Seinni plötunni er svona upp og ofan, það sem kom út upprunalega á “Garage Day´s Re- Revisited” var tekið upp í bílskúrnum hjá Lars þannig að sándið þar er ekkert spes en andinn er góður og skemtilegur fílingur bætir það upp, sándið á þeim lögum sem tekin voru upp á svipuðum tíma og “Black Album” er geggjað, það er líkt sándinu sem er á “…And Justice” plötunni nema bara með bassa líka, frábært…..:)

Credit Listi:

Kirk Hammett - Guitar
James Hetfield - Guitar, Vocals, Producer
Jason Newsted - Bass
Flemming Rasmussen - Mixing
Bob Rock - Producer
Lars Ulrich - Drums, Producer


Eins og sést þá er Flemming kominn þarna í smá aukahlutverk, og er það nú sennilega útaf seinni plötunni.
En allir menn þarna standa sig með prýði, enda allir búnir að sanna sig sem tónlistarmenn á heimsmælikvarða. Það eina sem mér finnst solldið áberandi skemtilegt og merkilegt er það, að besta platan þeirra á eftir “Black Album” skuli innihalda einungis cover lög.

:D

Mér finnst þessi plata helvíti góð, mörg lög þarna alveg virkilega góð og í skemtilegri útsetningu hjá þeim og ég ætla að leyfa mér að segja að þetta sé þeirra besta plata á 90-00 tímabilinu.
Þó svo að það séu bara cover lög á henni þá verður maður samt að gefa þeim það, því jú, flest lögin þarna eru betri en orginallinn.

Ég gef henni ***1/2 af *****

Takk Fyrir.
ibbets úber alles!!!